Fréttablaðið - 17.08.2019, Page 24

Fréttablaðið - 17.08.2019, Page 24
Mikil eftirvænt-ing var í loftinu þeg a r blaða-maður settist niður með hjón-u nu m Ma r íu Rut Kristinsdóttur og Ingileif Frið- riksdóttur því það styttist í fjölgun á heimili þeirra á Öldugrandanum. Eftirvæntingin var ekki síðri hjá syninum Þorgeiri sem hlakkaði mjög til að eignast lítinn bróður. „Settur dagur er 23. ágúst en það er óvíst að ég verði látin ganga fulla meðgöngu því ég er með flogaveiki,“ segir Ingileif. Heilbrigðisstarfsfólk hefur því fylgst grannt með með- göngunni og í fjórgang hefur þurft að hækka lyfjaskammtinn. „Álagið á líkamann eykst þegar maður er með aðra manneskju innan í sér, sem betur fer hef ég ekki fengið stórt f log á meðgöngunni.“ Ingileif greindist á síðasta ári eftir að hún fékk stórt f log á heimili sínu um miðja nótt. Næsta flog varð mikill örlagavaldur í lífi hennar og Maríu því að eftir það ákváðu þær að eignast saman barn. „Það gerðist í brúðkaupsferðinni okkar í Mexíkó síðasta sumar, í rútu í miðjum frumskóginum,“ segir María. „Þegar Ingileif lá í kjöltunni á mér og var að vakna sagði ég: Hættum að bíða. En hún skildi ekki neitt.“ Ingileif jánkar því. „Ég vissi ekki einu sinni í hvaða landi við vorum eða hvaða mánuður var,“ segir hún og hlær. „Við höfðum velt þessu fyrir okkur í tvö ár en alltaf fundið ástæðu til að fresta, hvort sem það var vinna, nám eða annað. Ég var búin að vera meira á brems- unni en sá að þetta var rétti tíminn,“ segir María. Um leið og þær komu heim frá Mexíkó pöntuðu þær tíma hjá Livio. Eins og að kaupa föt á Asos Líkurnar á að tæknisæðing gangi upp eru um 10 prósent og þegar María og Ingileif hófu ferlið héldu þær að það tæki um tvö ár. Fyrsta skrefið, að velja sæðisgjafa, segja þær mjög aðgengilegt en að sama skapi frekar skrýtna upplifun. „Þarna er heimasíða og þetta er svolítið eins og að velja sér föt á Asos,“ segir María og brosir. „Við hvern gjafa er hægt að sjá barna- myndir, handskrifuð bréf, áhuga- mál, raddupptökur og öll heilsu- farssagan fjóra ættliði aftur,“ segir Ingileif. „Við mikluðum þetta mjög fyrir okkur í upphafi, og fórum reyndar inn á vitlausa sæðisbanka- síðu í byrjun, en svo urðum við rólegri og fundum loks sæðisgjafa sem okkur leist vel á.“ Rifu þær þá upp kreditkortið og pöntuðu fjóra skammta. Það sem réð úrslitum voru heilsu- farsupplýsingarnar og að hann virt- ist góð manneskja sem væri að gefa af réttum ástæðum. „Við seldum okkur líka þá hugmynd að barna- myndirnar af honum litu út eins og samblanda af okkur tveimur,“ segir María. „Aðgangurinn er líka opinn, sem gæti skipt máli í fram- tíðinni ef barnið vill kynnast upp- runa sínum.“ Sæðingin sjálf fór fram í nóv- ember og gekk í fyrstu tilraun. „Við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við gerum við hina þrjá skammtana,“ segir María og flissar. „Það er ekki hægt að skila þeim og það er bannað að selja þá. En það er sóun að nýta þá ekki. Geymslu- tíminn er tíu ár.“ Kostnaðurinn við tæknisæðing- una var um hálf milljón og tínist þar sitthvað til, sæðisgjaldið, tollur, virðisaukaskattur, geymslugjald og fleira. „Við vorum heppnar að þurfa ekki að fara í glasafrjóvgun, sem er mun dýrari,“ segir Ingileif. „Við eigum vinkonur sem voru komnar upp í tvær eða þrjár milljónir.“ Öráreiti verður óþolandi Sem samkynhneigð hjón hafa María og Ingileif rekið sig á marga veggi í öllu tæknisæðingarferlinu. Þær segja að kerfið sjálft sé á öllum stigum byggt í kringum hið hefð- bundna fjölskylduform þar sem bæði faðir og móðir eru til staðar. Nefna þær mörg dæmi því til stuðn- ings. Fyrsti veggurinn var hjá Livio þar sem félagsráðgjafi ítrekaði mikil- vægi þess að drengurinn myndi alast upp við að sjá sterkar karlkyns fyrirmyndir. Í ómskoðun á Land- spítalanum var hjónaband þeirra véfengt. Þá fær María ekki sjálfkrafa að vera skráð sem móðir barnsins í kerfinu og hjá Fæðingarorlofs- sjóði er hún titluð sem faðir. Í öllu kynningarefni, svo sem bókum og myndböndum, er gengið út frá því María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir hafa víða mætt mótspyrnu á leið í foreldrahlutverkið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI VIÐ MIKLUÐUM ÞETTA MJÖG FYRIR OKKUR Í UPPHAFI, OG FÓRUM REYNDAR INN Á VITLAUSA SÆÐISBANKASÍÐU Í BYRJUN, EN SVO URÐUM VIÐ RÓLEGRI OG FUNDUM LOKS SÆÐISGJAFA SEM OKKUR LEIST VEL Á. Ingileif Það eru viðburðaríkir tímar í lífi hjónanna Maríu Rutar Krist- insdóttur og Ingileifar Frið- riksdóttur. Ingileif greindist með flogaveiki sem varð mikill örlagavaldur í lífi þeirra. Á að- eins rúmu ári hafa þær gift sig, flutt búferlum, keypt skutbíl og hvolp og rétt eftir að viðtalið var tekið fæddist þeim drengur. Hinsegin foreldrar lenda á veggjum Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -9 2 E 8 2 3 9 9 -9 1 A C 2 3 9 9 -9 0 7 0 2 3 9 9 -8 F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.