Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. MAI1999 SHÉSalúííiötíú! VIKUBLAÐ Á VES I URLANDI Akranes: Suðurgötu 65, 2. hæð. Sími: 431 4222. Fax: 431 2261. Netfang: skessa@aknet.is Borgames: Borgarbraut 57, 2. hæð. Sími: 437 2262. Fax: 437 2263. Netfang: skessuh@aknet.is Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 10-12 og 13-16 alla virka daga. Utgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Blaðamaður: Kristján Kristjánsson, sími 892 4098 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262 Silja Allansdóttir, Akranesi, sími 697 4495 & 431 4222. Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: isafoldarprentsmiðja hf. Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 16.00 á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 krónur með vsk. Áskriftar- og auglýsingasími er 437 2262. Vér reykingamenn I blaðinu í dag er sagt frá athugun sem Skessuhorn gerði í verslunum á Akranesi varð- andi sölu á tóbaki til unglinga. Könnunin var framkvæmd á þann hátt að tvö fimmtán ára ung- menni voru send inn í verslanir til að kaupa sí- garettur. Því miður var árangur þeirra það góð- ur að undirritaður situr uppi með umtalsverðar birgðir af óreyktu tóbaki sem hann neyðist væntanlega tdl að vinna úr. Það skal tekið ffam að þessi athugun er ekki áfellisdómur yfir verslun- um á Akranesi. Eg hef enga trú á því að það sé almenna reglan að börn og unglingar geti höndlað þar tóbak eftir geðþótta. Eg trúi því heldur ekki að ástandið á Skaganum sé neitt verra en annars staðar. Það breytir því þó ekki að það er engan veginn viðunandi að óharðnaðir unglingar geti nánast fyrirhafharlaust nálgast tóbak þar sem það er andstætt lögum að láta þeim það í té. Ég tel það mjög eðlilegt að til séu lög sem banna sölu á tóbaki til ung- linga undir átján ára aldri. Það er ekkert athugavert við það þótt þeir sem eldri eru og eiga að vera þroskaðri reyni að hafa vit fyrir æskunni á með- an hún er að stíga inn fyrir þröskuld fullorðinsáranna. Það er þó lítið gagn að lögum sem ekki er fylgt eftir. Við höfum öll reynt þá spennu sem fylg- ir því að gera eitthvað sem ekki má. Freistingar eru jú til að falla fyrir þeim. Það er samt sem áður ástæðulaust að auka á freistingamar með reglum sem ekld er fylgt eftír því þær em til þess eins að verða þverbrotn- ar. Það er því mikilvægt að þeir sem annast sölu á tóbaki til okkar sem höfum aldur til að eyðileggja í okkur heilsuna á löglegan hátt virði það aldurstakmark sem bundið er í lögum. Það verður ekki horft fram hjá því að það er lögbrot að selja unglingum undir átján ára aldir tóbak hvort sem það er á Akranesi eða annar staðar. Skömmu eftír að umrædd athugun var framkvæmd á Akranesi rakst ég á viðtal við hinn þekkta tóbaksvamarfrömuð Þorgrím Þráinsson í DV. Þorgrímur þessi er hin ágætasta fyrirmynd í guðhræðslu og góðum sið- um, lýta og lastalaus með öllu eftír því sem ég kemst næst. I umræddu viðtali lýsti Þorgrímur þeirri skoðun sinni að það ætti ekki að leyfa sölu tóbaks nema í lyfjaverslunum og gott ef ekki var út á resept. Þar með var mitt víðþekkta langlundargeð á þrotum. Eg get með glöðu geði samþykkt að bömum undir lögaldri sé haldið frá tóbaksinnkaupum. Eg get einnig samþykkt að okkur reyldngamönnum sé úthýst úr flestum foklieldum byggingum enda er það ekld við aðra að sakast en okkur sjálfa ef við fenn- um í kaf úti á víðavangi í miðri sígarettu. Eg get líka sætt mig við að reyk- ingamenn búi við margvísleg mannréttindabrot og ofsóknir sem jafnast á við það versta í mannkynssögunni. Eg get hinsvegar ekki sætt mig við að á okkur séu brotin þau lágmarksmannréttindi að fá að ráða því hvernig við förum okkur að voða. Fyrst við höfum náð þeim aldri að teljast sjálf- ráða og lögráða og okkur er yfirhöfuð treystandi til að ganga lausir þá eig- um við rétt á því að nálgast þann óþverra sem við viljum láta ofan í okk- ur, þegar við viljum og þar sem við viljum svo lengi sem umrædd efúi eru á annað borð lögleg. Það er vissulega göfúgt að reyna að hafa vit fyrir fólki og koma í veg fyrir að það fari sér að voða. Samt sem áður á fólk rétt á að kjósa sjálft hvemig það hagar sínu lífi innan ramma laganna jafúvel þótt það sé fyr- irffam vitað að það geri tómar gloríur. Við reykingamenn hljótum að vera Þorgrími þakklátir fyrir umhyggjuna en engu að síður væri það mér að meinalausu þótt hann reyndi að hafa vit fyrir einhverjum öðrum hópum sem eins er ástatt fyrir. Hvemig á t.d. að fara að með þá sem þjást af of- áti og geta með engu móti hamið sína matarfyst. A að afgreiða í þá ham- borga og pepsi út á lyfseðil eingöngu. Nú eða þá sem eru þvílíkir klaufar að þeir væru vísír með að stórskaða sig ef þeir handleika eggvopn eða vél- sagir. Á að meina þeim aðgang að verkfæraverslunum eða fara með það allt saman í apótekin. Því fer fjarri að ég sé stoltur af mínum reykingum fremur en öðrum löstum sem ég ætla eldd að tíunda hér. A meðan reykingar eru löglegar geri ég hinsvegar þá kröfu að ráða því sjálfur hvort ég stunda þær eða finn mér nýtt tómstundagaman. Gísli Einarsson reykháfur Gísli Einarsson, ritstjóri. s Aðalfundur IGB Ahersla á nýtt verslunarhús Aðalfúndur Kaupfélags Borg- firðinga var haldinn á Hótel Borgamesi í síðustu viku. Eins og sag^t var frá í Skessuhomi fyr- ir skönunu var tap á rekstri fé- lagsins á síðasta ári um 150 milljónir króna. Samt sem áður kváðust stjómendur KB bjart- sýnir á að tækist að snúa rekstr- inum til betri vegar. Lögð var áhersla á að færa þyrfti verslunarrekstur félagsins úr hús- næðinu að Egilsgötu 11 nær þjóð- vegi 1. Eins og kunnugt er er KB einn af umsækjendum um lóð við Brúartorg og á fundinum voru stjórnendur félagsins gagnrýndir fýrir að hafa ekki fylgt þeirri um- sókn nægilega eftir. Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri svaraði því til að hann ásamt fulltrúa stjómar hefði átt fjölmarga fundi með fulltrúum sveitarfélagsins og ekkert vantaði á að sjónarmiðum KB hefði verið komið á framfæri. G.E. Upprennandi blaðamenn Við á Skessuhominu nutum að- stoðar fjölmiðlafólks af yngri kynslóðinni. Sex krakkar úr Gmnnskóla Borgamess og einn úr Heiðarskóla litu til okkar í starfskynningu núna síðustu daga og eiga þau drjúgan þátt í gerð blaðsins í dag. Hinir upprennandi blaðamenn fengu að kynnast því hvernig blað- ið verður til og tvö þeirra tóku þátt í könnun á tóbakssölu á Akranesi eins og fram kemur annars staðar í blaðinu. Hinir fengu það verkefni að skrifa sína fféttina hver en þar sem efni tengt kosningum er látið hafa forgang þessa vikuna mun af- raksturinn að mesm bíða næsta tölublaðs. Blaðamennirnir ungu eru: Ragnar Jónsson, Stefán Stef- ánsson, Þóra Sif Svansdóttir, Hjörtur Dór Sigurjónsson, Guð- mundur Skúli Halldórsson og Sæv- ar Birgir Olafsson úr Grunnskóla Borgarness og Magnús Helgason frá Heiðarskóla. Við Hvítárvelli um síðustu helgi. Vegir versna Nú er klakinn óðum að fara úr jörðu og má sjá þess skýr dæmi á lakari vegum kjördæmisins. Segja má að það sé lán í óláni að ástand veganna er eins og það er þegar tekið er tillit til þess að þingmenn okkar og langaraðverða þingmenn era nú á fleygiferð um kjördæmið, flestir á bílum en aðrir á puttanum. Þá sjá þeir blessaðir hvemig ástandið er og eiga því betra með að setja sig í spor þeirra sem búa verða við vegleysur allt árið. Meðfylgjandi mynd var tekin á Borgarfjarðarbrautinni margum- töluðu um síðustu helgi og var veg- urinn þar sem myndin var tekin vart meira en jeppafær. -MM Fóðuriðjan í Ólafsdal Nóg af graskögglum Þrátt fyrir fullyrðingar um annað Fyrir skömmu var sagt frá því í fréttum í útvarpi að skortur væri orðinn á graskögglum í landinu. Skessuhom hafði spumir af því að sú fúllyrðing væri ekki alls kostar rétt og hafði því samband við Sæmund Kristjánsson firam- kvæmdastjóra Fóðuriðjunnar í Ólafsdal og innti hann eftir birgðastöðunni. „Það er nóg til af góðum gras- kögglum hér þrátt fyrir fullyrðing- ar um annað í ljósvakamiðlunum,“ sagði Sæmundur. „Salan var frekar dræm hjá okkur ffaman af vetri þar sem minna fór til íblöndunar í fóðurblöndur en undanfarin ár. Salan hefur hinsveg- ar aukist til muna núna að undan- fömu og við höfum fengið fyrir- spurnir óvenju víða að. Við eram meðal annars að selja til Grænlands en það hefúr verið fast hjá okkur síðan 1990.Við munum samt sem áður anna eftirspurn í vor.“ Sæmundur sagði rekstur Fóður- iðjunnar hafa gengið brösulega undanfarin ár vegna breyttra bú- skaparhátta. „Það má segja að reksturinn sé í járnum eins og er en við reynum að aðlaga okkur að brejntum markaðsforsendum,“ sagði Sæmundur. G.E. Undirskriítasöfa- un á netinu Hafm er söfnun „undir- skrifta“ á netinu til stuðnings því að nýr vegur verði sem fyrst lagður milli Steingríms- fjarðar á Ströndum og Gils- fjarðar. Söfnunin er undir yfirskrift- inni „Styttum leið um 40 km“ og er síðan á netslóðinni http://www.snerpa.is/vest- ur/40km/ Sú leið sem þarna er um að ræða styttir vetrarleiðina milli norðanverðra Vestfjarða og norðanverðrar Strandasýslu þar sem íbúar era samtals um 6.500 og Reykjavíkur um 40 km auk þess sem hún tengdi byggðir á Ströndum og við Breiðafjörð. Auk söfiiunar- innar á netinu hafa undir- skriftalistar legið ÍTammi á bensínstöðvum og nokkram verslunum á norðanverðum Vestfjörðum, Hólmavík, Döl- um og Reykhólasveit og þegar safnast um 600 undirskriftir. G.E. Samvimtuháskólinn á Bifrost. Rekstrarfræð- ingaveílir Félag útskriftamema á Bif- röst hefúr opnað vef með upplýsingum um braut- skráða rekstrarfræðinga 1999. Rekstrarfræðingar frá Sam- vinnuháskólanum á Bifröst vorið 1999 era 40 talsins og hafa þeir lokið tveggja ára fjölbreyttu námi í rekstrar- ffæðtun. Bakgrannur rekstrarfræð- inga er jafn misjafn og þeir era margir og hefúr reynslan nýst vel við námið. Vefúrinn er unninn fyrir þá sem vantar starfsfólk með haldgóða menntun, á honum ætti leitin að bera árangur. Slóð vefjarins er www.vest- urland.is/1999, en hann er unnin af Vefsmiðju Vestur- lands fyrir Félag útskriftar- nema á Bifröst. Farandsala ekki bönnuð Bæjarráð Akraness hefur fengið umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varð- andi farandsölu. Frá þessu segir í nýlegu fféttabréfi Ataks Akraness. I umsögninni kem- ur ffam að ekki þurfi sérstakt leyfi sveitarstjómar til farand- sölu í sveitarfélaginu. Það nægir að hafa verslunarleyfi. „I Ijósi þessa telur bæjarráð Akraness ekki tilefni til af- skipta af aðilum sem hyggjast stunda farandverslun á Akra- nesi, hafi þeir almennt versl- unarleyfi," segir í tilkynningu bæjarráðs. G.E.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.