Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. MAI 1999 Nú eru kosningarnar á næsta leyti og ekki úr vegi að rifja upp eitthvað tengt þeim eða pólitík- inni eða hvorutveggja. I bókinni Dvergmál eftir Baldur Eiríksson frá Dvergsstöðum má finna eít- irfarandi kvæði og geta menn dundað sér við að finna samsvör- un með ýmsu sem þar er á minnst og því sem er að gerast í pólitík- inni í dag: Að lokinni smalamennsku. (Kveðið eftir alþingiskosningar) Atkvæðasmölunin er nú fyrir bí, og (póli) tíkin lögst ffam á lappirnar á ný. Ferleg voru umsvif í fjallgtmgum þeim, ýmsir komu sauðirnir áttavilltir heim. Allir reyndu að hóa allra manna hæst og hrifsa hvern ómerking sem hendi var næst Ræddu þeir af drýldni um hver ríkastur var. Ekki var barlómur í búmönnum þar. Þeir vildu allir þakka sér verkin þörf og stór, en enginn gekkst við hinu , sem aflaga fór. Nú eru fjallkóngar flokkanna sex að meta það hvort hjörðin minnkar eða vex. Síðan undir réttarvegg þeir setjast við staup, og hafa þar í bróðerni hrossakaup. Þú heldur nú kannske að hér með sé búið? Onei vinur minn, -á efitir verður rúið. Vissulega má það merkilegt heita hvað þingsætin eru eftirsótt eins og þingmenn virðast hafa lág laun að eigin mati og raunar virð- ist þama um að ræða dæmigert kvennastarf (Erfitt, vanþakklátt og illa launað.) Eysteinn G. Gíslason í Skáleyjum kvað um fórnarlömb pólitíkurinnar: Margan þjáir merkishöld mögnuð valdasýkin hans við glugga grimm og köld geltir pólitíkin. Það er nú samt þannig að ein- hvemveginn sýnist manni ekki allt vera mjög gáfulegt sem ffá Alþingi kemur: A þingi yrði þegar í stað þvælan stóram minni ef þingmenn bara bæra sig að beita skynseminni. Dagbjartur Dagbjansson. Snemma árs 1900 hóf Valdi- mar Asmundsson ritstjóri Fjall- konunnar að birta Alþingisrím- urnar eftir Guðmund Guð- mundsson „skólaskáld“ um þá viðburði sem vora efst á baugi í pólitík þeirra tíma og raunar virðist furðu lítið hafa breyst á þessum tæplega hundrað áram: Ut við grænan Austurvöll sem angar lengi á vorin, stendur væn og vegleg höll, vonin mænir þangað öll. Þar er stríðið þunga háð þar era skörangarnir þar sjá lýðir þor og dáð, þar fæst tíðum biti af náð. Heyrast ópin æði há upp í rót er þingið fer. Stjórnar sópa strompinn þá, strýkur sótið hver af sér. Það er eitt af þingsins verkum -þangað skal nú víkja mál- út að hluta mönnum merkum mótað fagurt rínar bál. Keppist hver að köku sinni kappinn eldi að skara þá; brennur mjög í brjóstum inni bálheit gull- og silfurþrá. Þeir sem upp til himinhæða hóa drottins gemlingum, landssjóð talsvert létu blæða, líkt þeim var það, blessuðum. Jónas þurffi fólk að ffæða um færin betur æxlunar,- á hans ritum einkum græða yfirsetukonurnar. Þingið bændum veita vildi vænan styrk sem alloft fyr, en er til þess taka skyldi, tæmdir vora sjóðirnir. Sumarið 1942 fór Stefán Vagnsson um Fljótshlíðina dag- inn fyrir kosningarnar og þótti undarlegt að sjá engan úti við: Túnin brosa við oss væn víða á stórbýlunum, en fólkið allt er inni á bæn á undan kosningunum. f næstsíðasta þætti varð mér það á þar sem ég sagði frá orða- skiptum þeirra Hallgríms frá Ljárskógum og Eyjólfs í Sól- heimum að þar sem í lok þriðju línu stendur „illa gerð„ á að standa „einskis verð“ og bið ég lesendur og alla hlutaðeigandi af- sökunar á mistökunum. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 Vel ég blessað bullið skil og blaðrið sundurleita. Eiginleikum sem ekki era til er ekki hægt að beita. brigðis- og tryggingaráðherra hún hefixr sinnt málefnum heilsu- hefur staðið sig mjög vel í sínu gæslunnar. starfi fyrir lækníshérað Borgar- Örn E. Ingason yfirheknir fjarðar. heilsugaslust'óðvarinnar i Borgamesi Blekkingar Gísla S. Einarssonar Pennínn Senn lýkur stuttri, en á stund- um snarpri kosningabaráttu hér á Vesturlandi. Hún hefur verið heiðarleg og málefhaleg að mestu. Undantekning ffá því er þó makalaus túlkun Gísla S. Einarssonar á kosn- ingalögunum á fúndi á Akra- nesi nýverið. Þar bar Gísli fram blekkingar og hrein ósannindi um með hvaða hætti jöfnunarþingsætum væri skipt niður á kjördæmin. Hann fullyrti, að Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð gæti ekki samkvæmt því fylgi sem hún hefði nú í skoðanakönnunum hér í kjördæminu hlotið jöfinunarsæti á Vesturlandi. sameiginlegs fundar fram- boðanna kem- ur fram með slíkum hætti. Hvað skyldu slíkir menn sem þannig vinna segja í tveggja manna tali eða á vinnustöðum og fundum, þar sem enginn er til andsvara? Ágæti lesandi. Það er ekki æskilegt að þurfa að skrifa grein- arkorn sem þetta í blað, svo stuttu fyrir kosningar. Eg tel hins vegar nauðsynlegt að koma þessu hér á framfæri, ef vera kynni að Gísli hafi túlkað kosningalögin víðar en á Akranesfundinum. Staðreyndir mála eru þær, að Vinstrihreyfingin - grænt ffam- boð á allgóða möguleika á að hljóta jöfinunarmann þessa kjör- dæmis. Halldór Brynjúlfsson Það er býsna alvarlegt, þegar reyndur þingmaður í lok síðasta Látið ekki blekkingarmenn villa ykkur sýn. Halldór Brynjúlfsson Sturlu í 1. sæti og Guðjón aftur á þing framgang, nái flokkur hans inn í ríkis- stjórn. Jón Ævar Pálmason Það fór sem mig grunaði - andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins ganga nú hús úr húsi á Vesturlandi, falast eftir stuðningi kjósenda og boða að Guðjón Guðmundsson sé „hvort’eð er inni“. Við þessu er það eitt til ráða að bretta upp ermar, taka til hendinni og hrekja þessar rangfærslur vin- stri manna. I núverandi kosningakerfi er ekki sjálfgefið að Sjálfstæðis- flokkurinn á Vesturlandi hafi tvo þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hljóta flest atkvæði - verða stærstur - til þess að halda tveimur mönnum. Aðeins þan- nig er hægt að tryggja Guðjóni Guðmundssyni öraggt þingsæti. Það era ekki nema átta ár síðan flokkurinn átti aðeins einn þing- mann í kjördæminu. Ummæli andstæðinga, sem hugsa „hlýtt“ til Sjálfstæðisflokksins og gefa honum tvo menn, ber að taka með fyrirvara. Nýjustu skoðanakannanir mæla ekki marktækan mun á fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á Vesturlandi. Þetta gefur vís- bendingar um að Sjálfstæðis- flokkurinn sé að sækja í sig veðr- ið en bræðingurinn að dala, m.v. fylgi A-flokkanna 1995. Það er óvarlegt að ffamreikna hlutfalls- tölur síðustu könnunar upp á at- kvæðamagn í kjördæminu. Alla talnaleikfimi af því tagi skyldi taka með varúð, en víst er að bar- áttan um 1. þingmann Vestur- lands getur ráðist á fáum atkvæð- um. 1. þingmaður Vesturlands hef- ur sérstakt hlutverk í þingmanna- hópnum. Honum er ætluð for- ysta í sameiginlegum málum sem lúta að kjördæminu. Jafnframt því er fyrsti þingmaðurinn líkleg- astur þeirra til þess að hljóta Ekki einfalt kerfi Dæmi: Ef tveir flokkar hafa kjörfylgi á bilinu 30-35% og sá þriðji 25- 30% deila aðrir flokkar með sér innan við 10-15% aktkvæða og munu ekki ná neinum af fjóram kjördæmakjörnum mönnum. Stærsti flokkurinn næði fyrsta og fjórða þingmanninum en alsend- is óvíst er um þann fimmta. 5. þingsæti Vesturlands er jöfn- unarsæti og reiknast út ffá at- kvæðamagni flokka á landsvísu - ekki aðeins í kjördæminu. Það er ekki á vísan að róa með að hreppa jöfhunarsætið. Til þess nægir að líta á úrslit undangeng- inna kosninga. Tryggjum Guðjóni öruggt sæti! Það er lán okkar Vestlendinga að báðir starfandi þingmenn Sjálf- stæðisflokksins bjóða ffam krafta sína til áframhaldandi þingsetu. Frá því að þeir tóku sæti á Al- þingi árið 1991 hafa þeir vaxið af verkum sínum og vinna þeirra hefur skilað árangri fyrir alla. Sturla fer fyrir sjálfstæðis- mönnum í fjárlaganefnd. Ríkið er byrjað að greiða niður skuldir og skattar hafa lækkað. Guðjón er varaformaður iðnaðarnefndar og ötull stuðningsmaður hvalveiða og talsmaður sjómanna á Alþingi. Til þess að tryggja Sturlu 1. sætið og Guðjóni öragga kosn- ingu, þarf Sjálfstæðisflokkurinn á öllum sínum stuðningsmönnum að halda. Þitt atkvæði skiptir máli! Jón Ævar Pálmason er stuðningsmaður Sjálfstaðis- flokksins í Vesturlandskjördcemi. Ur Kosovo í Skorradal Eins og allir vita er ffægasta íbúatal íslandssögunnar í Skorra- dal í Borgarfirði. Þegar flótta- mennirnir frá Kosovo komu til Is- lands fyrir skommu varð ónefhd- um Borgfirðingi að orði: Albönum firá eymd og hörmum íslensk góðvild bjarga skal. Við þeim tekur opnum örmum oddvitinn í Skorradal. Óðum þeirra hækkar hagur hér mun vistin reynast góð. Svo er þarna sveitarbragur svipaður þeirra heimaslóð. Rauðhetta htla var að fara til ömmu sinnar með körfu fulla af Áður en hún fór varaði mamma hennar hana við stóra ljóta úlfin- um sem héldi til í skóginum. Rauðhétta lofaði að fara varlega og hélt af stað, Þegar hún var komin nokkuð áleiðis tók hún eff- ir tveimur eyrum birtust þama á bak við stein. Rauðhetta var alveg viss um að þetta hlyti að vera stóri ljóti úlfurinn og vissi ekkert hvað hún átti að gera og í hugsunarleysi byrjaði hún að öskra: „Stóri Ijóti úlfur, stóri Ijóti úlfur... ég sé þig, ég sé þig!!!“ Úlfurinn stóð þá upp og hreytti í Rauðhettu: „Hvemig sástu mig?!?“ Rauðhetta svaraði hálf aumingjalega: ,Ja... sko.. ég sá eyrun þín koma upp undan stein- inum.“ Úlfurinn var þá augljós- lega mjög vonsvikinn og stransaði burt! Rauðhetta var nú heldur ánægð með sjálfa sig og hélt áffam í átt til ömmu sinnar. Hún var þó ekki búin að rölta langt þegar hún sér skottið á úlfinum koma út undan tré einu. Hún veit ekkert hvað á að gera en ákveður að prófa affur aðferðina sem virkaði svo vel síðast; „Stóri Ijóti úlfur, stóri ljóti úlfur... ég sé þig, ég sé þig!!! Úlfurinn kom þá í ljós og hreytti affur í Rauðhettu: „Hvem- ig sástu mig núna?!?“ Rauðhetta svaraði svolítið óörugg: ,Ja. ég sá skottið þitt út undan trjáboln- um...“ Úlfurinn varð heldur en ekki fúll og óð í burtu! Rauðhetta hélt svo áffam för sinni með góðgætið til ömmu sinnar. Þegár hún kemur að runna einum sér hún í trýnið á úlfinum. Vitandi það hvemig hún losnaði við hann áður ákvað hún að slá til aftur: „Stóri ljóti úlfur, stóri ljóti úlfur... ég sé þig, ég sé þig!!!“ Úlfurinn stóð þá upp alveg fox- illur og öskraði á Rauðhettu: „Hvur djöfullinn er þetta.... hvert ertu eiginlega að fara!!!!“ Rauð- hettu brá heldur og svaraði: „...ja.. ég sko... ég er að fara til hennar ömmu minnar með þetta góð- gæti.. “ Þá svaraði úlfurinn alveg band- vitlaus: ,Já vinan viltu þá koma þér til hennar ömmu þinnar og leyfa mér að skíta í fríði!!!!“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.