Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 7
 oooih»* x crrT^frrrt*»r. FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 > 7 Sala tóbaks til unglinga á Skaganum Auðvelt að ná í sígarettur Samkvæmt athugun sem Skessuhorn framkvæmdi í síðustu viku Lögum samkvæmt er óheimilt að selja unglingum undir átján ára aldri tóbak. Tilkynningar þess efnis hanga uppi í flestum verslunum sem höndla með þennan varning en samt sem áður virðist vera mikill misbrestur á að umrædd lög séu virt. Samkvæmt athugun sem Skessuhorn gerði á Akranesi að beiðni nokkurra foreldra, virðast unglingar á Skaganum eiga auðvelt með að nálgast tóbak. Blaðið fékk tvo fimmtán ára unglinga úr Borg- arnesi til að fara í matvöruverslanir og bensínstöðvarnar á Akranesi og kaupa pakka af sígarettum. Þau Þóra Sif Svansdóttir og Stefán Stef- ánsson fóru í sjö verslanir og í sex þeirra fengu þau afgreiddar sígar- ettur umyrðalaust. I einungis einni versltm, Skagaveri var þeim synjað um afgreiðslu. Þau Þóra og Stefán kváðust hissa á því hversu auðvelt það reyndist að nálgast tóbakið. Þau sögðust að vísu ekki hafa látið á það reyna fyrr þar sem þau eru reyklaus. Þess skal getið að krakkamir fóm aðeins einu sinni í hverja verslun og því segja niðurstöður athugunar- innar ekki til um hvort það sé algilt að unglingar undir lögaldri fái af- greitt tóbak í viðkomandi verslun- um. Grunurinn staðfestur Skessuhom bar niðurstöður athug- unarinnar undir Hannes Sigurðs- son sem sæti á í skólanefnd Grundaskóla. Hann sagði þessa út- komu ansi sláandi og staðfesta þann gmn að reglum um sölu tóbaks til unglinga væri ekki fylgt eftir. „Eg hafði gmn um að þessi mál væm ekki í nógu góðu lagi og hann er núna staðfestur svo um munar. Eg lít það mjög alvarlegum augum ef fimmtán ára unglingar geta nálgast tóbak fyrirhafnarlaust og það þarf greinilega að brýna fyrir verslunar- eigendum að taka þessi mál til al- varlegrar athugunar;“ sagði Hann- es. Reykingar aukast Hannes kvaðst hafa upplýsingar um það úr grunnskólunum á Akranesi að reykingar væra að aukast meðal nemenda í elstu bekkjunum og þá sérstaklega í áttunda bekk. „Það var gert átak í tóbaksvörnum meðal foreldra 8. bekkjar nemenda á síð- asta ári. Foreldrar skrifuðu undir svokallaðan skólasamning sem gerður var að frumkvæði samtak- anna Heimili og skóli. Samningur- inn gekk út á að foreldrar væm í sambandi varðandi þessi mál og gætu þannig fylgst betur með því sem var að gerast. Þessu var síðan fylgt eftir með ffæðslu og skipu- lögðum áróðri. Ég trúi því að þess- ar aðgerðir skiluðu árangri en um leið og fólk sofnar á verðinum er viðbúið að allt fari í sama farið. Fyrir stuttu leit ég inn í báða skól- ana og sá aðeins eitt plakat í hvor- um skóla sem varaði við skaðsemi reykinga. Samt sem áðtu hefur tó- baksvamarráð boðið ffarn ókeypis plaköt tvisvar á ári,“ sagði Hannes að lokum. Samkvæmt upplýsingum Skessu- homs er sala tóbaks til unglinga vandamál víðar á Vesturlandi þótt ekki hafi verið gerð skipuleg úttekt á hinum þéttbýlisstöðuntxm. G.E. Akveðið hefur verið að hefja fram- mönnum sjúkrahússins á mánudag. kvæmdir við nýja skurðstofudeild við Gert er ráð fyrir að allt að 12 m. lö-. Sjúkrahús Akraness. af þessu framlagi ríkissjóðs renni til Hér er um að ræða breytingar á kaupa á búnaði, þ.e. verksmiðjuffam- fyrirhuguðum framkvæmdum við leiddum skurðstofum. sjúkrahúsið og verður óinnréttað Með þessu viðbótarfjármagni rými á 2. hæð nýtt sem ný skurð- verður þar með ráðist í ffamkvæmdir stofudeild í stað þeirrar aðstöðu sem og breytingar á sjúkrahúsinu fyrir fyrir er. um 70 milljónir króna. I máli ráð- Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis herra kom fram að ffamkvæmdum og tryggingamálaráðherra, ákvað að ætti að geta verið loldð fyrir áramót. veita viðbótarfé til þessara fram- „Eg tel þetta vera mjög mikilvæga og kvæmda að upphæð 18 m. kr. en hún skynsamlega ffamkvæmd,“ sagði tilkynnti þetta á fundi með starfs- Ingibjörg. ATVINNA - BORGARFJÖRÐUR KB óskar eftir að ráða forstöðumann fyrir KB - Búrekstrarvörur. Um er að ræða starf við sölu og innkaup á fóðurvörum og öðrum rekstrarvörum til landbúnaðar, auk daglegrar stjórnunar á AB-Mjöli ehf. Góð menntun, þekking og reynsla á sviði landbúnaðar og rekstrar nauðsynleg. Staðarþekking í Borgarfirði æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir um starfið berist til Guðsteins Einarssonar, kaupfélagsstjóra eða Georgs Hermannssonar fulltrúa, sem veita nánari upplýsingar um starfið. i 1 Kaupfélag Borgfirðinga 1 Egilsgötu 11-19 1 Sími 437 1200 Borgarnesi Tæknideild Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í slátt á grænum svæðum í Borgarbyggð. Útboðsgögn verða fáanleg á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 10. maí nk. Starfsmaður óskast til Akraneskaupstaðar Starfsmaður óskast í hlutastarf (gjarnan verktöku) til að undirbúa menningardagskrá á Akranesi árið 2000. Annarsvegar vegna þátttöku Akranesbæjar í verkefninu "Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000" og hinsvegar til að vinna að dagskrá "írskra daga á Akranesi". Viðkomandi kemur til með að starfa náið með starfshópi sem bæjarstjórn skipaði til að hafa yfirumsjón með verkinu. Einnig starfa með hópnum markaðs- og atvinnufulltrúi, garðyrkjustjóri og menningar- og skólafulltrúi. Leitað er að sjálfstæðum og duglegum einstaklingi og er góð þekking á menningarmálum æskileg. Vinnuaðstaða og laun eru samkomulagsatriði. Nánari upplýsingarveita: Björn S. Lárusson (sími 431-3327) og Birna Gunnlaugsdóttir (sími 431-4545). i :: Borgarnesi 3. maí 1999 Bærjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Umsóknir sendist bæjarritaranum á Akranesi merkt "M-2000". Umsóknarfrestur er til 15. maí 1999 A Bæjarritarinn á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.