Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 19
—»X-III.. — | FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 19 1— Penninn Helsta hlutverk Samfylkmgarinnar er að brjóta á bak aftur þau öfl sem stuðlað ha£a að neikvæðri þróun í íslensku samfélagi undanfarin ár. Þróun, sem þrátt fyrir góðæri, hef- ur skilað einum lökustu kjörum ör- yrkja, aldraðra og bamafjölskyldna sem þekkjast á Norðurlöndum. > Þessu verður að breyta. Bara eitt afl Traust þrenning Samfylldngarinnar á Vesturlandi í þessum kosningum hefur boðað breytingar í þessum efitum og það er Samfylkingin. I stað stuðnings við raunverulegt forvarnarstarf á kjörtímabilinu hafa stjórnarflokkarnir nú, korteri fyrir kosningar, slett fram Ioforðum um aukið fé til baráttu gegn fíkniefhum. Samfylkingin hafnar slíkum vinnu- brögðum og vill breyta rétt og stuðla að gagngerum breytingum í stað skyndiplástra. Traust og firísk forysta A Vesturlandi hefur félagshyggjufólk ákveðið að sameina krafta sína og myndað sterkan lista fólks sem er til í þann slag að breyta þessu samfélagi. Jóhann Arsælsson er sú trausta forysta sem við treystum til að leiða okkar hóp og hæfir vel sem fyrsti þingmaður Vestlendinga. Gísli Einarsson mun halda áffam að fylgja okkar málum eft- ir á þingi og glæðir hópinn frískleika, gleði og hlýju sem einkennir hann hvar sem hann kemur. Dóra Líndal Hjartardóttir er nýlið- inn í hópnum og tryggir kvenfrelsisafl- inu málsvara. Saman hafa þau á undan- fömum vikum farið um kjördæmið og sýnt í verki trausta stefiiu, samheldni og frískleika. Það er ekki vafi á því að þessi þrenning mun tryggja okkar hag best á Alþingi Islendinga á komandi kjöm'mabih. Inga Sigurðardóttir Inga Sigurðar- dóttir Akranesi er kennari og bœjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi. Eflum velferðarkeríið Ein af meginstoðum réttláts samfé- lags er öflug velferðarstefina sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífskjara, félagslegra réttinda og mannlegrar reisnar. Við í Vmstrihreyfingunni - grænu framboði viljum laga velferðarkerfið að þörfúm fólksins, efla það og styrkja. Við viljum að tekjur frá almannatrygg- ingum og atvinnuleysistryggingum fylgi almennri launaþróun og verði óháðar tekjum maka. Fæðingarorlof verði 12 mánuðir og tryggt báðum for- eldrum, annist þeir barnið saman. 011 heilbrigðisþjónusta verði greidd af sjúkratryggingum. Leggja þarf áherslu á fjölbreytta kosti í iðnaði og greinum sem byggja á vistvænni tækni, hugviti og mannauði. Við viljum að auðlindir sjávar verði raunveruleg sameign þjóðarinnar og einstökum byggðarlögum verði tryggður réttlátur skerfur veiðiheim- ilda. Smábáta- og bátaútgerð verði lát- in njóta aukins forgangs á grunnmið- um næst landi og hvatt til notkunar vistvænna veiðiaðferða, orkusparnaðar og umhverfisvænnar þróunnar. Veiði- rétturinn verði hreinn afhotaréttur. Leiga veiðiheimilda verði bönnuð og söluhagnaður veiðiheimilda verði gerður upptækur gegnum skattakerfið. Við teljum að mikilvægt sé að koma á framfæri viðhorfum í umhverfismál- um og náttúruvernd með stórauknum þunga inn í íslensk stjórnmál með áherslu á kröfur um sjálfbæra þróun samfélagsins, við nýtingu auðlinda og í atvinnulífinu í heild. Skammtímahagsmunir, neyslu- hyggja og gróðafíkn eiga að heyra sög- unni til. Lífskjör og velferð okkar mega ekki byggja á því, að náttúru- gæðum sé spillt og gengið á rétt kom- andi kynslóða. Við búum við þröskuld- inn á stjóriðjuverum, sem komin eru til að vera. Ef við hinsvegar viljum aug- lýsa landið okkar hreint og ómengað, verðum við svo sannarlega að halda vöku okkar. Þeir sem kaupa fiskinn af okkur og þeir sem vilja selja vistvænar landbúnaðarvörur til annarra landa gera kröfur um hreinleika umhverfis. Og það eigum við líka að gera, - við sem berum ábyrgð á landinu og eigum að skila því til komandi kynslóða. Við eigum að hafa þekkingu og vit til að bæta lífskjör og búsetuskilyrði í sátt við náttúruna í okkar fallega landi. Það er hinsvegar deginum ljósara, að verði Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn áffarn við völd, verð- ur fólksflóttinn af landsbyggðinni sami og verið hefur. Sömuleiðis mtm bilið áfram aukast milli þeirra sem hærri launin hafa og hinna sem þurfa að lifa af launum sem ekki eru boðleg, - laun aldraðra, ör- orkulífeyrisþega og atvinnu- lausra. Styrkur Vinstrihreyfing- arinnar - græns ffamboðs að af- loknum kosn- ingum mtm einn geta breytt nokkru hér um. Þess vegna hvet ég Vesdend- inga tíl að veita þessari nýju og þrótt- miklu hreyfingu gott brautargengi þann 8. maí. Hildur Traustadóttir skipar 2. sati á lista Vinstrihreyfmgarinnar - grans framboðs á Vesturlandi. Hildur Traustadóttir Penninn Framsóknarflokldim áfram í ríkisstjóm! Enn á ný er komið að því að kjósa fulltrúa á Alþingi okkar Islendinga. Kosningabaráttan er í fullum gangi og endaspretturinn effir. Samfylk- ingin hefur í kosningabaráttunni notað kraffana í að óffægja störf ríkisstjómarflokkanna en lítið not- að púðrið í að viðra sína stefnu. Enda ekki nema von, þó talað sé um nýtt afl í íslenskum stjómmálum er hér aðeins um að ræða gamalt vín á nýjum belgjum. Frjálslyndi flokkurinn með Sverri Hermannsson í fararbroddi er á sömu nótunum nema hvað það fer mestur i tíminn í að benda á einhverja söku- dólga í þjóðfélaginu sem hugsanlega gætu verið spilltari en fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Gömlu kommarnir hafa svo blandað umhverfislit saman við lit rauða fánans og ætla þannig að komast til áhrifa í ís- lenskri pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn virðist fýrst og ffemst bæta við sig fylgi á kostnað samstarfsflokksins í ríkisstjórninni. Þetta er ekkert nýtt, alltaf þegar Fram- sóknarflokkurinn hefur verið í ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokknum hefur hann tapað fylgi. Það er hollt fyrir okkur Framsóknarmenn að íhuga það hvemig á því stendur, kannski höfum ekki verið nógu öflug í því að koma sumum okkar málum að í samstarfinu. Hitt ber þó einnig að athuga að Fram- sóknarflokkurinn hefur haff á sínum herðum ráðuneyti sem em að takast á við erfið og umdeild mál, nægir þar að nefna heilbrigðisráðuneytið og iðnað- arráðuneytið. Ráðherrar Framsóknar- flokksins hafa þó að mínu mati staðið sig vel í embættum sínum og ættu þess vegna að njóta sannmælis í því efhi. Vesdendingar svo og annað lands- byggðarfólk ætti að þakka Framsókn- arflokknum fyrir hans þátt í því að auka atvinnu, ekki síst hér á Vestur- landi. Við ættum einnig að minnast þess að Framsóknarflokkurinn hefur staðið fast á þeirri stefhu að flytja rík- isstofnanir út á land sem er mikilvægt byggðamál. Eg gæti talið upp fleiri Dalabyggð Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga í Dalabyggð 8. maí 1999. Kjörfundir vegna alþingiskosninganna 8. maí eru sem Mið-Kjördeild: Stjórnsýsluhúsinu góð mál sem tengjast landsbyggðinni og staðið hefur verið vel að á kjörtíma- bilinu en það yrði of langur listi. Ekki er ég samt fyllilega sáttur við Framsóknarflokkinn í ffáfarandi ríkis- stjórn, ég hefði viljað sjá enn betur tek- ið á málefnum fjölskyldunnar og barnafólks í landinu. Eg skora á þing- menn flokksins að bretta nú upp ermarnar í þessum málum að kosning- um loknum, við verðum að lagfæra mál eins og t.d. réttinn til að nýta per- sónuafslátt maka að fullu. Einnig þarf að breyta rétti til fæðingarorlofs á þann veg að allar konur í landinu, hvort sem þær vinna á sínu heimili eða utan þess eigi sama rétt á greiðslu fæð- ingarorlofs. Eg treysti engum flokki betur til þess að vinna að þessum mál- um en Framsóknarflokknum og þess vegna mun Framsóknarflokkurinn fá mitt atkvæði nú sem áður. Halldór Asgrímsson formaður flokksins hefur orðið fyrir ómaklegum árásum í fjtilmiðlum í þessari kosn- ingabaráttu, það á að sverta persónu traustasta ráðherra Islands með því að halda því fram að við Islendingar hefð- um átt að sitja hjá við ákvörðun Nato um hernaðaríhlutun í Júgóslavíu. Hvernig í ósköpunum dettur fólki slík firra í hug, annað hvort erum við í NATO eða ekki, svona málflutningur er innantómt bull. Atkvæði greitt Framsóknarflokkn- um nýtist ekki bara því hæfa fólki sem er í fr amboði fyr- ir flokkinn á Vesturlandi, heldur einnig formanni flokks- ins til að halda þeirri áhrifa- stöðu sem hann gegnir í stjórn landsins. Tryggj- um áffamhaldandi setu Framsóknar- flokksins í ríkisstjórn Islands. Krossum við B - listann á kjördag. Jóhann G. Gunnarsson aóstoóarskólastjóri Heiðarskóla, stuðningsmaóur Framsóknarflokksins. Jóhann G. Gunnarsson II BUJOFUR VorsCjmnq 3 nj öjurs á Vtsturlcmdi: Sýnum glænýjan Valmet traktor með nýjum vökvaskiptum gírkassa og loftpúðafjöðrun, einnig Valmet í 100 seríunni með Alu ámoksturstækjum. En fremur veita sölumenn okkar allar upplýsingar um TELLEFSDAL rúllupökkunarvélar og PÖTTINGER rúlluvélar og heyvinnutæki. Verðum á eftirfarandi stöðum á Vesturlandi: 6.5.99 kl. 12.00-17.00 Hvanneyri 7.5.99 kl. 10.00-17.00 GH verkstæðið Borgarnesi 8.5.99 kl. 10.00-17.00 Vélabær, Bæjarsveit. 10.5.99 kl. 12.00-15.00 Búðardal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.