Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUÐAGUR<5: MAI1999 SiEsautiOEM Skattahækkanir Sanrfylkmgarinnar Undanfamar vikur hafa for- ystumenn Samfylkingarinnar boðað margþættar skattahækk- anir. 1. Samfylkingin vill leggja á nýj- an umhverfis- og mengunarskatt sem myndi m.a. hækka verð á bensíni og olíu. 2. Samfylkingin vill leggja auð- lindaskatt á sjávarútveginn sem kæmi harðast niður á landsbyggð- inni. 3. Samfylkingin vill hækka tryggingagjaldið sem myndi minn- ka möguleika fyrirtækja á launa- hækkunum. 4. Samfylkingin vill koma á stig- hækkandi tekjuskatti sem myndi m.a. bitna hart á sjómönnum og ungu fólki sem vill vinna mikið meðan það er að stofina til heimilis og koma sér upp þaki yfir höfuð- ið. 5. Samfylkingin vill stórhækka fjármagnstekjuskatt sem myndi draga úr sparnaði, hækka vexti og leiða til þess að sparifé landsmanna yrði geymt í erlendum lánastofn- unum. Við sjálfstæðismenn boðum ekki skattahækkanir og ég minni á að fyrir síðustu kosningar lögðum við áherslu á að skattar yrðu ekki hækkaðir. Við þetta hefur verið staðið og reyndar hefur tekjuskatt- ur verið lækkaður verulega og ið- gjald til lífeyrissjóða gert frádrátt- arbært þannig að einstaklingur með 2ja milljóna króna tekjur greiðir nú 110 þúsund krónum minna í tekjuskatt en hann gerði fyrir 3 árum. Það er skýr munur á stefriu sjálf- stæðismanna og samfylkingarinn- ar í skattamálum. Sjálfstæðismenn vilja lækka skatta. Samfylkingin hefur fundið 5 leiðir til að hækka skatta. Þetta þurfa kjósendur að hafa í huga 8.maí. Guðjón Guðmundsson þingmaöur Sjálfstæðisflokksins. Guðjón Guð- mundssm. Jafnrétti og rétdæti íslendingar eru hamingju- samasta þjóð í heimi. Það er að minnsta kostd niðurstaða úr ein- hverri skoðanakönnun. Eg ætla ekki að tjá mig um þessa full- yrðingu að öðru leyti en því að segja að Islendingar hafa alla möguleika á að vera hamingju- söm þjóð. Við búum í stórkost- legu landi sem hefur miklar og margvíslegar auðlindir. Auk þess búum við við stjómarfar sem nefnist lýðræði. Forsendur okkar em slíkar að allir ættu að hafa nóg til að framfleyta sér og sínum. Og allir ættu að vera jafn réttháir. En er það svo? Nei, það er því miður ekki svo. En það er ekki þar með sagt að svo geti ekki orðið. Og þar kemur Sam- fylkingin til sögunnar. Eftir að hafa verið sundruð til margra ára hafa jafhaðar-, félags- hyggju- og kvenffelsissinnar sam- einað kraffa sína í stórri og öflugri hreyfingu og þannig eygjum við von um að gera annars ágætt sam- félag betra og réttlátara. Ein helsta ástæðan fyrir vera minni í Samfylkingunni er sú að hún stendur fyrir jafiirétti í víðasta skilningi þess hugtaks. Jöfnum tækifæram allra á öllum sviðum samfélagsins. Jöfiti tækifæri fyrir alla I dag er það því miður þannig að það hafa ekki allir jöfn tækifæri. Má þar tína til alltof mörg dæmi. Það að hluti þjóðarinnar, sama hversu lítill eða stór hann er, búi við fátækt er algerlega óviðunandi. Samfylkingin mun beita sér fýrir afkomutryggingu hvers einstak- lings sem hafi það að markmiði að enginn þurfi að búa við fátækt. Það er mannréttindabrot að fyrirgera rétti einstaklinga með því að tengja örorkubætur, ellilífeyri og námslán við tekjur maka. Þetta ædar Samfylkingin að afhema þeg- ar hún kemst tíl valda. Það er vantar nokkuð á að öllum séu tryggðir sömu möguleikar til náms, óháð búsetu og fjárhag. Það er staðreynd að samkynhneigðir njóta ekki sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar og þar er enn eitt dæmið um misréttið sem viðgengst í samfélaginu okkar. Heyrnarlausir hafa ekki fengið táknmál sitt lög- fest og svona mætti því miður áfram telja. Dæmin sem ég nefni hér að ofan era öll leysanleg og það liggur á að leysa þau. Okkur ber siðferðisleg skylda til þess og til þeirra starfa býður Samfylkingin ffarn krafta sína. Til þess eram við. Grandvöllur lýðræðis í nútíma samfélagi era jafhréttismál. Sam- fylkingin gerir sér fulla grein fyrir því og hefur það að leiðarljósi í stefriu sinni og í öllum sínum verk- um. Við, kon- ur og karlar í Samfylking- unni, biðjum ekki um jafn- rétti. Við krefjumst þess! Hólmfríður Sveinsdóttir, deildarstjóri frá Borgamesi, skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar. Hólmfrííur Sveinsdóttir. Já að gefhu tílefiii, eitthvað annað Vestlendingar nú er komið að því að kjósa til alþingis. Fram- bjóðendur hafa riðið um héruð og biðlað til ykkar hver sem bet- ur getur. Ekkert lát er á kosn- ingaloforðum. Það er dustað rykið af þeim gömlu sem ekki voru efhd, sem eru ófá og þau eru notuð aftur og aftur. Fjöl- miðlar eru fullir af auglýsingum um ágæti frambjóðenda sem eru að koma sér á framfæri. Ljóst er að hér eru stjómmálamenn og flokkar að kaupa sér ímynd og koma vörunni á ffamfæri. Allt kostar þetta peninga og það mikla. Aldrei áður hafa flokkar eytt og sóað jafn miklu fé og nú. Sumir til að kaupa sig ffá eigin verkum, meðan aðrir reyna að kaupa sig til valda. Hvaðan kemur allt þetta fé? Væri það ekki betur komið annarsstaðar? ÞESSIR PENINGAR KOMA FRÁ ALMENNINGI, OKKUR ÖLLUM. Stjórnmálaflokkarnir era styrkt- ir af skattfé til að halda uppi stjóm- málastarfi, þeir stærstu fá mest þeir minnstu minnst. Þessu fé er ætlað að standa undir kostoaði við fundi og lýðræðislegt stjórnmálastarf en ekki til að flikka upp á misgóðar ímyndir einstakra frambjóðenda. Hverju hafa öll fögra loforðin skilað okkur? Svari nú hver fyrir sig. Er góðærið margumtalaða í ykkar buddu? Já góðærið er í buddum sumra en ekki allra, þeir sem minnst höfðu fýrir hafa hlut- fallslega enn minna núna. Það er nefnilega svo að góðærið er ekki almenningseign heldur fárra útval- inna sem ríkistjórnaflokkarnir standa vörð um. A seinni áram hefur misskipting auðs og valda vaxið og dafnað enda vel hlúð að þeim sem meira mega sín, hinir mega éta það sem úti ffýs. Þökk sé Davíð og Halldóri. Vestlendingar, það er ekki seinna vænna að staldra við og hugleiða hvaða kosti við viljum. Viljum við góðæri fýrir suma? Vilj- um við illa blandaða málefna- snauða samsuðu Samfylkingarinn- ar þar sem breitt er yfir innantóma stefhuskrá með rándýram aug- lýsingum? Já þetta skul- um við hug- Birna Kristín leiða þessa síð- Lárusdóttir ustu daga fýrir kosningar og velja síðan besta kostinn í kjörklefanum. Kjósum U listann. Birna Kristín Lárusdóttir. Brunná Dalasýslu Samfylkingin ætiar að hækka skatta ! Á þessu kjörtímabili hefur Framsóknarflokkurinn staðið að því að lækka skatta á almenning og atvinnulíf á Islandi. Minni opinberar álögur á atvinnufyrir- tæki veita þeim aukið svigrúm til þess að greiða starfsfólki hærri laun. Lægri skattar á al- menning auka kaupmátt og gef- ur fólki aukið fjárhagslegt svig- rúm. Framsóknarflokkurinn vill halda áfram á þessari braut og bæta hag fólks og atvinnulífs enn frekar. Samfylkingin boðar auknar álögur á fólk og atvinnulíf, það hafa ffambjóðendur þessa kosn- ingabandalags staðfest í pólitískri umræðu. Atdmar álögur á atvinnu- fýrirtæki minnka möguleika þeirra til þess að greiða hærri laun og valda því að auknir rekstrarerfið- leikar atvinnufyrirtækja draga veralega úr uppbyggingu atvinnu- lífsins og almennum umsvifum í þjóðfélaginu. Auknar álögur á fólk í landinu minnka kaupmátt launa og almannabóta og þrengir þar með að fjárhagsiegu svigrúmi þess. Framsóknarflokkurinn vill auka tekjur fólksins í landinu, atvinnu- fýrirtækja, ríkissjóðs og sveitarfé- laga með því að efla atvinnulífið al- mennt, auka fjárfestingu í landinu og auka verðmætasköpun. Þannig má halda uppi áffamhaldandi hag- vexti, sem leiðir til aukins kaup- máttar og velsældar þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn hefur unn- ið á þennan hátt á þessu kjörtíma- bili og þannig viljum við halda áffam enda hefur hagur þjóðarinn- ar batoað mjög og mikill efnahags- legur árangur náðst. Samfylkingin telur sig geta auk- ið tekjm ríkissjóðs með aukirmi skattheimtu og álögum á fólk og atvinnufýrirtæki. Vinstri menn á Islandi hafa áður unnið effir slík- um hugsjónum en þá beið þjóðar- skútan alvarlegt skipbrot. Það væri ótrúleg staðreynd ef kjósendur vilja nú á uppgangstím- um stefha hag sínum í tvísýnu og kjósa yfir sig aukna skattheimtu, efnahagslegan óstöðugleika og óvissu. Við ffamsóknarmenn skor- um á kjósendur að veita B-listan- um brautargengi til að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á, þjóðinni til hagsbóta. Við skorum jafn- framt á kjós- endur að hafha Magnús Stefánsson skattahækkun- um Samfylk- ingarinnar í Alþingiskosningunum þann 8. maí nk. Magnús Stefánsson alþingismaður, skipar 2. sæti á B-lista Framsóknarflokksins. Aðsendar greinar sendist: lundi@aknet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.