Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 5
 5 ■ FIMMTUÐA-GUR'6. MAÍ 1999 ó n a r m i b F 1 os a H laaræðing Mikinn ugg hefur sett að íbúum „Borgarfjarðar- sveitar" vegna stefnumótunar „einkafyrirtækisins" íslandspósts, en svo virðist sem íslandspóstur stefni að því að gera pósthúsið í Reykholti óstarf- hæft svo hægt sé, svo lítið beri á, að leggja það niður í hagræðingarskyni. Einkavæðing og hagræðing eru stóru lausnar- orðin í dag. Allt sem nöfnum tjáir að nefna skal einkavætt og þá öðru fremur fyrirtæki sem hið opinbera hefur sýnt framá að hægt er að græða peninga á. Þetta er auðvitað í stakasta lagi svo lengi sem elskulegir fjáraflamenn eignast fyrirtækin, landið, auðlindirnar og „allt heila helvítis klabbið" einsog Bör Börson sagði um árið. Valdhafarnir virðast líta svo á að gæfu íslensku þjóðarinnar sé þá fyrst borgið ef gróðahyggja auð- kýfinga situr í fyrirrúmi í öllum greinum sem lúta að farsæld fólksins í landinu. Nú er það svo að menningar og menntamál geta eðli málsins samkvæmt tæplega orðið gróða- vænleg tekjulind fyrir spekúlanta, né heldur sú vafasama iðja að vera að reyna að halda lífinu í veiku fólki, gömlu og örvasa einu nafni pestargeml- ingum og hefur stundum verið kölluð „heilbrigðis- þjónusta". í Þýskalandi nasismans lýsti Göring þeirri skoðun sinni að skjóta ætti hvern þann sem léti sér um munn fara bannorðið „menning" og var talinn hafa nokkuð til síns máls. Mergurinn málsins er sá að til að hægt sé að reka hallalausa velferð hefur einkaframtakinu hug- kvæmst að breyta velferðinni í andhverfu sína með aðferð sem kölluð hefur verið „hagræðing". Þegar talað er um hagræðingu í dag er aldrei átt við annað en meiri peninga í kassa einhverra fyrirtækja eða réttara sagt tilburði manna með gróðahyggju að leiðarljósi að græða sem mest en veita sem minnst í staðinn. Lausnarorðið er - Hag- ræðing - en ekki fyrir fólkið, heldur fjárhirslurnar. Þegar ég var krakki voru áhrins -og lausnarorð- in: „Hókus pókus“- „Taktu hár úr hala mínum“ - „renni ,renni rekkjan mín“- „legg ég á og mæli“ o.s.frv. Nú er lausnarorðið hagræðing. Hvers vegna ekki að stíga hagræðingarskrefið til fulls, útrýma barnakennurum, skjóta menningarfrömuði, sjúk- linga og gamalmenni og leggja vegagerðina niður í hagræðingaskyni. Umfram allt að gefa skít í allt það óhagræði sem fólkið í landinu þarf að þola vegna „hagræðingar- innar“ sem kemur auðvitað harðast niður á þeim sem minnst er hægt að græða á vegna fæðar, semsagt fólkið í hinum dreifðu byggðum. Reynt hefur verið með öllum tiltækum ráðum að rýra þjónustu við fólk sem býr utan þéttbýliskjarnanna. Og nú virðist semsagt komið að okkur sem borið höfum gæfu til að njóta rómaðrar þjónustu póst- hússins í Reykholti. Tveir „hagræðingar" birtust á dögunum í Reyk- holti og tilkynntu að hagræðing væri hafin og virð- ist fyrsta skrefið verða að flokka póstinn í Borgar- nesi og dreifa honum þaðan sem gæti svosem ver- ið í lagi ef ekki fylgdi sá böggull skammrifi að Sæ- mundur hættir að koma daglega, þjónusta sem háð er samgöngum dregst saman, rútan hættir að aka um Andakíl og Stafholtstungur daglega, blöðin hætta að koma nema eftir dúk og disk hvað þá brauð, vörur og nauðþurftir Þessari „hagræðingu" virðist stefnt gegn mann- lífinu á svæðinu 320 Reykholt, gegn verslunar og hótelrekstri á svæðinu, þjónustu við grunnskóla, ferðaþjónustu en þó er þetta öðru fremur lítill vísir að tilræði við íbúa Borgarfjarðarsveitar þar sem íbúarnir hafa nú svona einsog til tilbreytingar allir sem einn orðið sammála um sameiginlegt velferð- armál og gætu þessvegna hætt að þvarga um hel- vítis veginn. Undirskriftalisti hefur gengið hér og hefur mér vitanlega ekki einn einasti málsmetandi maður, eða kona skorast undan að skrifa undir áskorun til þeirra sem um málið eiga að fjalla að veita pósthúsinu í Reykholti brautargengi, pósthúsi sem hefur fengið verðlaun og viðurkenningar fyrir frábæra þjónustu og er, þrátt fyrir smæð sína eitt af tíu veltuhæstu pósthúsum á landinu. Vonandi hreyfir undirskriftalisti íbúanna við frambjóðendum Vesturlandskjördæmis og hrepps- nefnd „Borgarfjarðarsveitar", sem gefst nú kjörið tækifæri til að fjalla um eitthvað sem almenn sam- staða er um í þessu unaðslega byggðarlagi. Flosi Ólafsson Bergi Soncfan&tattt 6t - S&tCftvtvte&i Stetu 437 t700 - fax 437 Í0t7 Nýtt á fasteignasöluskrá. Höfðaholt 6. Borgarnesi. Einbýlishús 135 m2, ásamt 46,8 m2 bílg. Hús byggt 1979. Skiptist í teppalagða forstofu, parketlagða stofu og sjónvarpshol, 4 svefnherb., eldhús m/dökkri viðarinnréttingu, baðherb. dúklagt, dökk viðarinnrétting. Búr og geymsla svo og þvottahús. Á verönd er heitur pottur og skjólveggir umhverfis. Skipti möguleg á minni eign. Verð: kr. 10.7 millj. Klettavík 7. Borgarnesi. Tveggja hæða einbýlishús ásamt innb. bílgeymslu, samtals 239 m2, byggt 197/. A efri hæð er flísalögð forstofa, lítil gestasnyrting. Samliggjandi stofa og borðstofa, parketlagðar, viður í lofti. Arin í stofu. Eldhús m/viðarinnréttingu, dúkur á gólfi. Á neðri hæð eru 4 svefnherb. 3 þeirra parketlögð og 1 dúkl., öll m/skápum. Baðherb. er allt flísalagt, sturta/kerlaug, hvít innrétting, geymsla, búr og þvottahús. Verð: TILBOÐ. 2 sumarbústaðir í Húsafellsskógi - nýbyggingar- 54 m2 að stærð, til afhendingar í júní/júlí ,99. Skiptist í 3 herb. og stofu m/opnu eidhúsi, baðherb. m/útgöngudyr út að væntanlegum heitum potti (pottur ekki innif.). Geymsluviðbyqqinq. Bústaðirnir afhendast fullbúnir með rafmagni, heitu og köldu vatni. Staðsettir í kjarrivöxnu landi. Verð: kr. 6,0 millj. hvor. Fjölritunarstofan, Borgarnesi. (Staðsett að Borgarbraut 4, Borgarnesi) Rekstur og viðskiptavild svo og allur búnaður og tæki tilheyrandi rekstrinum. Verð: TILBOÐ. vors,í'nin<iávélum. New Holland TSl 10, 100 hestafla með nýri Ifnu af ámoksturstækjum frá Alö puicke. Nýja New HollandTN 75D, 75 hestafla fjórhjóladrifin dráttarvél með vÖkvavendigír. Sérstaklega lábyggð véI. Bílasími sölumanna 853 0468 B*Pim«BÁVlLAS*N.N<iU. BUPARDAL 6. MAI KL. 11.00-17.00 HROSSHOLT 7. MAÍ KL. 10.00-17.00 S2 l\EWHOLLA!\C riíLLÍ L . . 95 hestafla dráttarvél. . . • . .. . . . um vortilboð á Fella heyvinnuvélum. Zetor 7341 fjórhjóladrifin. Mest seldu dráttavélarnar á sfðasta ári. Komið, skoðið og reynsluakið nýjum dráttarvélum og prófið nýja og byltingarkennda stjórnun á ámoksturtækjum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.