Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 21
 "*’' ’'u n.vi.Ni rubAGúk 6. maí 1999 21 Aframhaldandi íramsókn Á þeim í]órum árum sem Fram- sóknarflokkurinn hefur verið við völd hefur náðst geysigóður árangur í mörgum málum. Nægir þar fyrst að nefha að at- vinnuleysi hefur Iækkað um 3 % hagvöxtur hefur haldist stöðug- ur í um 5% og einnig hafa heild- arskuldir ríkissjóðs lækkað um 18%. Ábyrg störf Framsóknarflokks- ins í ríkisstjórninni hafa stuðlað að uppgangi í atvinnulífmu og stöð- ugleika í efnahagsmálum þjóðar- innar og sem dæmi um það þá hef- ur Island færst upp í fimmta sæti þegar lífsgæði eru metin meðal þjóða heimsins. Listi Framsóknarflokksins hér á Vesturlandi er skipaður góðu og dugmiklu fólki og þingmenn okkar hafa staðið sig með sóma. Ingi- björg í erfiðu ráðuneyti, ráðuneyti sem fáum öðrum hefur tekist að sitja í heilt kjörtímabil og Magnús hefur vaxið í störfum sínum á AI- þingi jafht og þétt og barist m.a. fyrir bættum samgöngum. Því er það mikilvægt að þau Ingibjörg og Magnús fái stuðning til að halda áfram með störf sín og það verður einungis tryggt með því að Fram- sóknarflokkurinn fái flest atkvæði á Vesturlandi. Stefhuskrá Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar er heil- steypt og mjög svo raunhæf. Um það hljóta þeir að vera sammála sem hafa kynnt sér stefnuskrána. I kosningunum 8. maí er mikilvægt að menn nýti sér kosningaréttinn, því kosningaréttur hins almenna borgara er mikilvægasta „tæki“ sem hann hefur til að hafa áhrif á íslenskt þjóðlíf. Framsóknarflokk- urinn hefur sýnt það og sannað að hann er verðugur þess að fara með völd í landinu og því er það rökrétt að kjósendur veiti honum styrk Guðni Eiríkur til að halda Guðmundsson áfram í ríkis- stjórn á komandi kjörtímabili. X-B 8. maí. Guðni Eiríkur Guðmundsson nemi, Borgamesi Rétdæti í sjávarútvegi! Penninn Ljóst er að eitt stærsta málið í kosningabaráttunni er fiskveiði- stjómunarkerfið. Það kerfi sem er við lýði nú er meingallað og þjóðin getur ekki sætt sig við óbreytt ástand í þessum málum mikið lengur. Það hlýtur að vera krafa kjós- enda að þeir flokkar sem trúverð- ugir eiga að vera í kosningabarátt- unni hafi ákveðna stefhumörkun í þessum efhum, svo kjósendur geti með einhverju móti gert sér grein fyrir hvað þeir geta átt von á að fá yfir sig. Yfirlýsingar stjómarflokkanna Formenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að skapa þurfi þjóðar- sátt um núverandi fiskveiðikerfi. Eg túlka þessi orð á þann hátt að forystumenn stjórnarflokkanna séu þeirrar skoðunar að kerfið virki ekki rétt í dag. En hverjar eru þær áherslubreytingar sem stjórnar- flokkarnir ætla að beita sér fyrir? Framsóknarflokkurinn hefur þá hugmynd að skattleggja gróða sem myndast við úrgöngu úr greininni en formaður flokksins benti hins vegar á, að það gæti verið erfitt í framkvæmd og stæðist líklega ekki lög. Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af þessum tillögum firamsóknar- manna og þær eru ekki líklegar til að eiga mikinn hljómgrunn í áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Eg hef ekki séð neinar tillögur frá Sjálfstæðisflokknum þessa efnis. Það eina sem fram hefur komið eru yfirlýsingar um að ná þurfi þjóðarsátt. Spurningin er hins veg- ar: Þjóðarsátt um hvað? Þjóðarsátt um núverandi kerfi? Þjóðarsátt um það brask sem viðgengst nú? Eg tel það fullkomið ábyrgðarleysi stjórnarflokkanna að gefa kjósend- um ekki betri upplýsingar en þeir hafa gert. Frambjóðendur stjórn- arflokkanna hafa keppst við að gagnrýna stefhuyfirlýsingu Sam- fylkingarinnar, kallað hana óá- byrga, vitlausa og þar ffarn eftir götunum. En hver er stefna þeirra? Stefhuyfirlýsing Samfýlkingarinnar Samfylkingin hefur markað stefnu t umhverfis- og auðlindamálum sem byggir á réttæti og skynsemi. Samfylkingin vill að eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auð- lindum lands og sjávar verði tryggt í stjórnarskrá og að tekið verði sanngjarnt gjald fyrir afnot af þeim. Samfylkingin vill ná þjóðar- sátt um breytt stjórnkerfi fiskveiða í síðasta lagi árið 2002. Meginmarkmið þessara breyt- inga eiga að vera vemdun nytja- stofna, hagkvæm nýting þeirra, traust atvinna og öflug byggð í landinu. Einnig að gætt verði jafn- ræðis þegnanna til nýtingar á auð- lindinni. Þessi sátt verður að bygg- ja á ákveðnum meginþáttum, s.s. að tryggja fjölbreytni í útgerð og vinnslu, stuðla að aukinni full- vinnslu afla innanlands, auka ný- sköpun í atvinnugreininni, hvetja til nýtingar nýrra tegunda, efla fiskmarkaði, viðhalda öflugri smá- báta- og bátaútgerð á grunnslóð, taka tillit til umhverfissjónarmiða, auðvelda nýliðun í greininni og koma í veg fyrir að aflaheimildir séu í höndum fárra aðila. Breytum rétt! ~ f n- . Egeert Herberts- Samfyikingm ^ er afl sem samanstendur af samstilltu og kraftmiklu fólki sem byggir á hug- sjónum um jöfnuð, réttlæti, jafii- rétti og lýðræði. Stefnuyfirlýsing Samfylkingar- innar er byggð á hugmyndinni um þjóðfélag fyrir alla. Eg vil hvetja kjósendur til að kynna sér stefnu- mál Samfylkingarinnar því hér er komin öflug hreyfing sem vill breyta, ekki bara breytinganna vegna heldur vegna þess að á breytingum er sannarlega þörf. Eggert Herbertsson er rekstrarfrœðinemi viS Samvinnuháskólann á Bifröst og skip- ar 5. sceti á lista Samfylkingarinnar á Vesturlandi. Konur á Vesturlandi Pennínn Ef þið eruð í einhverjum vafa um hvemig þið ætlið að verja at- kvæði ykkar á Iaugardaginn, langar mig til að vekja ykkur að- eins til umhugsunar. Hvaða kostir eru í boði? Aðeins Framsóknarflokkurinn er með konu í fyrsta sæti og það er ekki bara einhver kona, það er Ingibjörg Pálmadóttir, sem hefur verið heilbrigðisráðherra sl. 4 ár, þar áður þingmaður í 4 ár, auk þess hefur hún áratuga reynslu af bæjar- málum hér á Akranesi. Eg hef aldrei verið hlynnt því að konur eigi að njóta einhverra forréttinda eingöngu vegna þess að þær eru konur, heldur verði þær að sýna og sanna að þær séu jafngóður kostur og karlarnir. Og þetta hefur Ingi- björg gert. I 4 ár hefur hún setið í ríkisstjórn með eintómum körlum, og það að hafa verið heilbrigðis- ráðherra í 4 ár er mikið afrek, alla- vega miðað við karlfyrirrennara hennar í starfi, sem undanfarin kjörtímabil gáfust upp hver á fætur öðrum. En þetta vitum við konur, að við látum ekki deigan síga þó á móti blási. En auðvitað má alltaf deila um einstök mál og málefni og auðvitað finnst mörgum að Ingibjörg hefði mátt gera hlutina öðruvísi en hún gerði, en hver lendir ekki í þeirri stöðu? Það sem er mest um vert er að Ingibjörg hefur unnið mjög vel og af heilindum og alltaf reynt að gera sitt besta og meira er ekki hægt að fara fram á. Því skora ég á ykkur konur og aðra kjós- endur að setja X við B á kjör- Jóhanna H. dag, sýnum að Hallsdóttir við kunnum að meta störf Ingibjargar Pálmadótt- ur og stefnum að því að hún verði áff am 1. þingmaður Vestlendinga. Jóhanna H. Hallsdóttir skrifstofumaður, Akranesi. Skólabraut 25 - sími 431 1619 Auglýsing um kjörfundi vegna Alþingiskosninga laugardaginn 8. maí 1999 Ólafsvíkurdeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík og hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 22.00 Hellissandsdeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi og hefst kosning kl. 10.00 og stendur til kl. 22.00 Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli til kl. 20.00 Yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.