Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 áttfiuunutj Spurt á Akranesi: Hvemig verður útkoman á Vesturlandi í komandi Alþingiskosningum? Valdimar Sólbergsson „Sjálfstæðismenn fá tvo þingmenn kjöma, Samfylkingin tvo og Fram- sókn einn.“ Þórunn Erla Sighvatsdóttir. „Eg segi að að Framsóknarflokk- urinn fái tvo þingmenn og Sjálf- stæðisflokkurinn fái tvo. Samfylk- ingin fær einn þingmann.“ Andrés Önd. ,„Mér er slétt sama hvernig kosn- ingamar fara svo ffemi að eftir þær verði eitthvað annað en pólitík í Skessuhorni!" Kristinn Reimarsson „Samfylkingin nær inn tveimur mönnum og ædi Sjálfstæðisflokk- urinn tald ekki tvo. Framsókn fær einn þingmann." Krismý Pémrsdóttir. „Eg reikna með að Samfylkingin nái inn tveimur mönnum og Framsóknarflokkurinn einum þingmanni. Ædi Sjálfstæðisflokk- urinn fái ekki líka tvo þingmenn.“ Gunnar M Gunnarsson Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo þing- menn, Samfylkingin fær einnig tvo og Framsókn nær inn einum manni.“ Víst er Skaginn með Athugasemd vegna atvinnulífssýningar í Hólminum Með þessu bréfi viljum við leið- rétta ýmislegt sem lesa mátti út úr grein sem birtist í síðasta tölublaði Skessuhoms undir fyrirsögninni „Skaginn ekki með.“ Það er aldeilis ekki svo að Skag- inn sé ekki með því að fjölmörg fyrirtæki af Skaganum hafa skráð sig til þátttöku ásamt því að börn og unglingar þaðan taka þátt í myndlistarsýningu sem þar verð- ur. Markmið sýningarinnar er að beina augum landsmanna á þá fjölbreyttu starfsemi sem er á Vesturlandi. Vonum við að um- ræðan sem skapast um sýninguna verði til þess að fólk og fyrirtæki sjái kostí þess að búa og starfa á Vesturlandi og einnig að aukning verði á gestakomum á svæðinu öllu. Með þetta markmið að leið- arljósi höfum við einmitt hvatt sveitafélögin til að kynna sig, sína þjónustu og kosti. Þar sem í fyrrnefndri grein er talað um kostnað við þátttöku allt að einni milljón verðtun við að fá að taka ffam, til að forðast mis- skilning, að beinn kosmaður við þátttöku í formi leigu á sýningar- plássi fer effir stærð (fjölda fer- metra) og getur verið frá kr. 15.000, en innifalið í básaleigu er lýsing, merki fyrirtækis, teppi á gólf og kynning í kynningarriti sýningarinnar. Sýnendur ráða svo sjálfir hvað þeir leggja mikinn kostnað í sína bása, en að kostnað- ur við þá þurfi að nema hundruð- um þúsunda eða milljónum er misskilningur. I flestum tilfellum koma sýnendur með kynningar- efni sem þeir hafa útbúið hvort sem er og eiga tiltæk, þannig er ekki hægt að segja að kostnaður við gerð þess sé vegna sýningar- innar eingöngu, heldur vegna markaðssetningar fyrirtækj- anna/stofhananna almennt. Svona framtak, sem atvinnu- vegasýning er, er bæði tímaffekt og kostnaðarsamt og til að ná til- ætluðum árangri höfúm við leitað effir styrkjum til að fjármagna sýningtma og til að halda niðri kostnaði sýnenda. Við hugstun okkur að sýningin skili árangri til fyrirtækja og sveitafélaga og styrki þá á marga vegu. Skráning þátttakenda á sýning- una hefur gengið mjög vel, húsið er að fyllast og er þátttakan ffá öll- um svæðum Vesturlands. Allt út- lit er fyrir að sýningin verði áhugaverð, skemmtileg og minn- isstæð. Getum við því ekki annað en verið bjartsýn á ffamtíð Vestur- lands. Valgerður Laufey Guðmundsdótt- ir verkefnisstjóri Nýfæddir Vestlendingar eru bobnir velkomnir í heiminn um leib og nýbökubum for- eldrum eru færbar hamingjuóskir. 25. apríl kl. 02.32 - Meybarn. - Þyngd: 4395 - Lengd: 53 cm -For- eldrar: Svanhildur Björk Svansdóttir og Sigtuður Arilíusson, Borgar- nesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 29. apríl - Meybarn. - Þyngd: 3400 - Lengd: 52 cm - Fóreldrar: Sæunn K. Guðmundsdóttir og Jónas S. Gunnþórsson, Hóli Svínadal. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. Móðuramman Sigríður Illugadóttir heldur á telpunni. 28. apríl - Meybarn - Þyngd: 3645 - Lengd 52 cm - Foreldrar: Karítas Þ. Hreinsdóttir og Pétur Diðriksson, Helgavatni Þverár- hlíð. Ljósmóðir: Soffía Þórðar- dóttir. 26. apríl kl. 09.10 - Sveinbarn. - Þyngd: 3633 - Lengd: 53 cm - Foreldrar: Soffía Milla Þorgríms- dóttir og Brynjar H. Hjartarson, Ölafsvík. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 29. apríl. - Sveinbarn. - Þyngd: 3665 - Lengd: 51 cm -Foreldrar: Steinunn Matthíasdóttir og Karl Ingi Karlsson, Sjónarhóli Borð- eyri. Ljósmóðir: Helga R. Hösk- uldsdóttir. 25. apríl kl. 17.03 - Sveinbarn. - Þyngd: 4540 - Lengd: 54 cm - Foreldrar: Karin Rut Bærings- dóttir og Benjamín Ölversson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir 1. maí - Sveinbarn - Þyngd: 3110 - Lengd 51 cm - Foreldrar: Harpa Harðardóttir og Ingi Már Ingvason Akranesi. Ljósmóðir: Drífa Bjömsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.