Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. MAI1999 gffiBSSglgSQBIftl TIL VINSTRI A GRÆNU Á VESTURLANDI Halldór á þing! Fylkjum liði um málsvara félagslegs réttlætis, umhverfisverndar og þróttmikillar byggðastefnu. Tryggjum Halldóri Brynjúlfssyni glæsilega kosningu 8. maí. Setjum x við U-listann! Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Vesturlandi GK5I 16" pizza 2 áleggstegundir, 9“ hvítlauksbrauð. kr. 1.490,- Þessu tilboði fylgir pakki af hraunbitum. 16" pizza 2 áleggstegundir, með frönskum fyrir 1-2, kokteilsósa, 2 l. kók. kr. 1. Tœkisfœristilboð Tvœr 16“ pizzur með 2 áleggstegundum, 14" hvítlauksbrauð og 4 lítrar kók. kr. 2.980, 16“ pizza 2 áleggstegundir, 12“ hvítlauksbrauð ásamt frönskum fyrir 3, kokteilsósa, 2lkók kr. 1.990,- Pessu tilboði fylgir askja frá Quality Street Nýr hótelstjóri Fosshótel Stykkishólms tók til starfa 1. maí sl. en eins og fram hefur komið í Skessuhominu hefur hótelkeðjan tekið Hótel Stykkishólm á leigu til 10 ára. Nýr hótelstjóri hefur verið ráð- inn, er það heimamaður, Sæþór Þorbergsson matreiðslumaður. Sæþór hefur starfað sem mat- reiðslumaður á hótelinu en lét af störfiim sl. haust og hefur síðan starfað á veitingastað Hótel Esju. I samtali við fréttaritara á dögun- um sagði Sæþór að hótelstjórastarf hafi ekki verið inni í myndinni hjá sér en þegar forsvarsmenn Fosshótela hafi boðið sér starfið hafi honum fundist þetta vera tæki- færi sem hann gat ekki skorast und- an. Sagði hann ennfremur að sér fyndist þetta ekki bara vera stórt tækifæri fyrir sig og sína fjölskyldu heldur fyrir Stykkishólm, því rekst- ur hótelsins hafði verið erfiður í nokkurn tíma. Með nýjum rekstraraðilum koma ný tækifæri og getur þetta orðið mikil lyfti- stöng fyrir bæinn. Til stendur að gera einhverjar endurbætur á veitingasal hótelsins fyrir sumartraffíkina og hefur inn- anhúss arkitekt verið að kanna að- stæður. Fréttaritari snæddi kvöld- verð á veitingastað Fosshótels Stykkishólms 1. maí og óhætt að segja að matur og þjónusta hafi verið framúrskarandi. K. Ben. Heppinn Borgnesingur Gestur Ellert Guðnason eigandi verslunarinnar Borgarsport í Borgarnesi datt í lukkupottinn þegar hann var dreginn úr hópi fimm þúsund manna í leik Carls- berg og Bylgjunnar. Gestur vann sér þar inn ferð á leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór þann 1. maí sl. Hann fékk að sitja í Carlsberg stúkunni sem er fyrir VIP (very important people) og sat þar með eigendum beggja liðanna og eflaust hefur hann fengið að hitta frægu leik- mennina, t.d. Robbie Fowler og David Ginola. R.J. Gestur Ellert Gufrnason Mynd: Ragnar Jónsson. Þetta ástfangna stokkandarpar tyllti se'r á pollinn við Skagaver á dögunum og kvartaði sáran undan aðstöðuleysi. Vildi pariðfá að vita hvort ekki Vteri gert ráðfyrir andapolli í miðbcejarskipulaginu. Mynd: K.K. Auglýst eftir fuglatjöm Spjallað við ástfangið stokkandarpar Blaðamaður Skessuhoms var á dögunum að sendast með sinn betri helming í búðir á Akranesi og rölti með myndavélina um Skagaverstúnið í vorblíðunni á meðan hann beið. Gekk hann þá ekki fram á þetta fallega stokk- andarpar sem hafði tyllt sér nið- ur á leysingarpollinn sem árlega myndast á túninu. Og þar sem blaðamaðurinn var með dikta- fóninn á sér ákvað hann að ræða stuttlega við parið og byrjaði á því að spyrja hvemig stæði á ferðum þeirra þama á túninu. „Við setjumst gjarnan á svona polla þar sem við rekumst á þá,“ sagði steggurinn. „Ur ijarlægð leit hann alls ekki illa út en þegar við vomm sest sáum við að hann hent- ar okkur ekki. Þetta er allt of gmnnt og ekki mikið um æti. Við stoppum ekki lengi.“ Kollan færði sig nær og hvesst augun á blaðamanninn: „Hvernig stendur á því að þið Skagamenn bjóðið ekki upp á betri aðstöðu fyr- ir okkur en þennan vesæla poll? Hann er engan veginn nógu góður! Hvemig er með miðbæjarskipulag- ið hjá ykkur? Stendur ekki til að koma upp almennilegri fuglatjörn eins og tíðkast meðal siðmenntaðra kaupstaðabúa?“ Nú kom blaðamaður af fjöllum og varð að sverja af sér að vita nokkuð um skipulagið í miðbæn- um. „Við leggum til að þið athugið þetta mál fyrir okkur,“ sagði stegg- urinn hæglátur og ffúin hans kink- aði kolli og hafði heldur mildast á svipinn. Blaðamaðurinn sagðist skyldu athuga málið og stokkand- arparið kvaddi með mjúku gargi. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla Lýðssyni byggingarfulltrúa Akraness liggur ekki fyrir nákvæm útfærsla torgssvæðisins en unnið verður sérstakt skipulag þegar þar að kemur. Um þessar mundir er miðbæjarskipulagið í endurskoðun en sú endurskoðun beinist fyrst og ffernst að byggingarreitum. Skúla Lýðssyni leist nokkuð vel á hug- mynd stokkandarparsins. K.K.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.