Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Side 4

Skessuhorn - 06.05.1999, Side 4
4 “ FUtlMTUt)AGUÉ' 6. MAÍ 1999 Jnfisaum/*.. 5 F.nginn einvaldur Segir Guðrún Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar Guðrún Jánsdóttir forseti bœjarsyómar íBorgamesi. Mynd.OHR Á síðasta fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar var lagður fram málefnasamningur nýs meiri- hluta til fyrri umræðu. Borgar- byggðarlisti og Sjálfstæðisflokk- ur hafa sem kunnugt er myndað nýjan meirihluta efrir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks. Á fundinum var Guðrún Jónsdóttir 2. maður Borgar- byggðarlista kjörin forseti bæjar- stjómar en oddviti listans Kristín Þorbjörg Halldórsdóttir gaf ekki kost á sér í það embætti þar sem hún er á fömm úr sveitarfélag- inu. Guðrún Fjeldsted Sjálfstæð- isflokki var kjörin 1. varaforseti en Guðmundur Guðmarsson 2. varaforseti. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur var ákveðið að bæjarráð héldist óbreytt ffarn að svokölluðum júní- fundi en á þeim fundi er bæjarráð kosið til eins árs í senn. Guðrún sagði meirihlutasamningi Sjálfstæð- isflokks og Borgarbyggðarlista hafa verið vel tekið í bæjarstjórninni. „Við fyrstu umræðu höfðu menn ekkert við hann að athuga. Við bindum vonir við að nú geti bæjar- stjóm farið að starfa af fullum krafti og takast á við þau málefhi sem bíða,“ sagði Guðrún. Hún sagði að þrátt fyrir að sögur hefðu verið á kreiki um annað hefði alla tíð verið full samstaða innan Borgarbyggð- arlistans í myndun meirihlutans. „Þetta er samstæður og virkur hóp- ur og við höfum verið samstíga í öllum okkar aðgerðum. I þessum hópi er enginn einvaldur heldur vinna menn saman sem einn mað- ur:“ Eiríkur settur bæjarstjóri Fyrsta verkefni nýs meirihluta er að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Að sögn Guðrúnar hefur Eiríkur Olafsson bæjarritari verið settur bæjarstjóri þar til nýr tekur við. Umsóknarffestur um starfið rennur út 13. maí og kvaðst Guðrún vona að nýr aðili gæti tekið til starfa sem fyrst. Varðandi hinar umdeildu lóðaút- hlutanir við Brúartorg sagði Guð- rún að næstu daga yrði haldinn fundur með umsækjendum og þeim gefið tækifæri til að kynna sín sjón- armið. Síðan yrði ákvörðun tekin strax upp úr því. Umsækjendurnir eru fimm en ekki liggur ljóst fyrir hversu margar lóðir eru til úthlutunar við Brúar- torg en vinnu við deiliskipulag er ekki að fullu lokið. Aðspurð um hvort málið yrði ekki leyst með því að fylla upp nægilega mikið til að allir fengju lóðir, sagði Guðrún: „Við vitum ekki hvort allir sætta sig við að vera á sama stað og endan- legt deiliskipulag ræðst að nokkru af fyrirætlunum þeirra sem þarna munu byggja. Við stefnum hinsveg- ar að því að hafa nóg framboð af lóðum fyrirliggjandi bæði í Borgar- nesi og annars staðar í sveitarfélag- inu.“ Fækkun nefhda Á fyrsta bæjarstjórnarfundi hins nýja meirihluta var lögð fram tillaga um fækkun nefhda. „Þarna er um að ræða breytingar á bæjarmála- samþykktum sem áttu að taka gildi í lok kjörtímabilsins. Við munum nota tækifærið á júnífundinum til að koma þeim á. Menningarmála- nefhd rennur þá saman við ffæðslu- nefhd grunnskólans í Borgarnesi. Félagsmálanefnd tekur yfir störf Húsnæðisnefndar og Skipulags og Bygginganefnd tekur yfir málefhi Veitunefhdar. Fulltrúum í þessum nefndum verður síðan fækkað í fimm og því þarf að kjósa í þær á nýjan leik.“ Guðrún sagði ýmis önnur verk- efhi bíða bæjarstjórnar. „Eitt af þeim fyrstu verður að halda til streitu fundarboði um samráðs- nefhd sveitarfélaganna á þjónustu- svæði Borgarness. Fundinum var ffestað vegna breytinganna hjá okk- ur og það er að mínu mati mikil- vægt að þessu máli verði fylgt effir. Við teljum samvinnu mjög ákjósan- lega fyrir þessi sveitarfélög," sagði hin nýkjörni forseti að lokum. G.E.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.