Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 06.05.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 6. MAI1999 SHSSUHOS2H 1. maí í Borgamesi Sungið af krafti á 1. mat hátíðahöldum í Borgamesi. Bamakór Borg- amess undir stjóm Bimu Þorsteinsdóttur. Kunnir verkalýðsforkólfar lír Borgamesi: F.v. Sigurður Guð- brandsson, Sveinn Eiðsson, Baldur Jónsson og Halldór Brynj- úlfsson. Myndir: MM Yrnur á ferð Kvennakórinn Ymur frá Akranesi og Söngbraeður úr Borgarfirði halda sameiginlega tónleika í safiiaðarheimilinu Vmaminni á Akranesi þriðjudaginn 11. maí nk. og hefjast þeir kl. 20:30. Á efiiisskránni verða bæði innlend og erlend log. Stjórnandi Kvennakórsins Ytns er Dóra Líndal Hjartardóttir og undirleikari Heiðdís Lilja Magnúsdóttir. Stjómandi Söngbræðra er Jerzy Tosik-Warszawiak og undirleikari Zsuzsanna Budai. Á upp- stigningardag þann 13. tnaí mun Ymur einnig syngja á tónleikum í Logalándi í Börgarfirði ásamt Freyjukórnum og Kvennakór Hafiiar- fjarðar. Þeir tónleikar heíjast kl. 16:00. Samfylkingin verði leiðandi afl Við íslendingar erum fámenn þjóð í stóru landi. Sem betur fer búum við ekki við sama veru- leika í umhverfismálum og margar þær þjóðir sem við venjulega kjósum að bera okkur saman við. Þjóðir sem búa í löndum þar sem hver einasti fersentimetri er skipulagður. Margar þjóðir glíma við ógn- vænleg umhverfisvandamál. Svo nálægt okkur sem í Noregi deyr laxinn í ánum af völdum súrs regns og hagsmunaárekstrar vegna landnýtingar eru daglegt brauð. Islensk náttúra er fjár- sjóður sem okkur er trúað fyrir. Það er skylda okkar að virða hana og vemda. Við þurfúm að ganga þannig um landið okkar að komandi kynslóðir geti einnig notið þess til fúllnustu. Virk þátttaka í alþjóðlegu sam- starfi á sviði umhverfismála er mikilvæg. Náttúran virðir ekki manngerð landamæri. Framtíð þjóðariimar og náttúru landsins er að verulegu leyti undir því komin að þjóðum heims takist að ná tök- um á þeim mikla vanda sem nú blasir við vegna athafna mannsins. Hér verðum við Islendingar að standa okkar vakt. I umhverfismálum okkar hér á Vesturlandi er margt að gerast. Verndaráætlun fyrir Breiðafjörð er væntanleg. Unnið er að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfells- nesi. Við eigum friðlönd, náttúru- vætti og fornminjar sem ekki eiga sinn líka svo fátt eitt sé nefnt. Að þessu verðum við að hlúa. Tilgangur friðlýsingar er að vernda náttúru landsins á þann hátt að fólki gefist kostur á að njóta hennar. Meðvitund almennings og virk þátttaka í umhverfisvernd er grundvallaratriði til að ná fram þessum markmiðum. Stóraukinn ferðamannastraumur og vaxandi áhugi á útivist krefjast nýrra við- horfa. Ferðaþjónusta, útivist og náttúruvernd verða að styðja hvert annað enda eru langtíma hags- munir allra þeir sömu. Umhverfismál snerta lfka bænd- ur á Vesturlandi. Við sem stundum búskap þurfúm á næstu árum að svara kalli tímans, um vottun af- urða og gæðastjórn. Nú er til dæmis í fyrsta sinn að opnast leið fyrir vistvæna vottun lambakjöts hér í landsfjórðungnum og það er engin ástæða fyrir bændur að hræðast þessa auknu umhverfisvit- und markaðsins. Eg vona að Samfylkingin verði leiðandi afl í íslenskum stjórnmál- um og móti þau inn í nýja öld. Ef ekki er hægt að búa til gott og rétt- látt þjóðfélag á Islandi, þá er það ekki hægt. Þjóðfélag þar sem allir geta lifað saman í sátt og samlyndi, við sjálfa sig og sitt umhverfi. Ragnhildur Sigurðardóttir er um- hverfisfraðingur og býr á Alftavatni Rödd húmanista - rödd skynsemi Nú þegar dregur sífellt nær kosningum fara hinir stærri fiokkar að auka hræðsluáróður sinn. Sjálfstæðisflokkurinn segir að við eigum að passa okkur á því að góðærið, stöðugleikinn og hagvöxturinn falli ekki í rangar hendur. Framsókn segir að við verðum að passa okkur á hægri og vinstri öfgum. Og Samfylkingin segir okkur að þau séu eina aflið sem að geti fellt íhaldið. Öll atkvæði ekki sett tfl þeirra kalla þau ónýt. Þetta eru skítleg vinnubrögð. Að gera lít- ið úr þeim sem vflja fylgja sinni hugsjón með sínu atkvæði. Þeg- ar kjósendur ganga að kjörborði eiga þeir fyrst og firemst að kjósa efrir eigin samvisku. Ef að kjósandi velur næstskásta kost- inn bara út af því að hann á meiri möguleika á að komast að þá er hann að svíkja eigin sam- visku. Eg hef ferðast um landið og tal- að við kjósendur um stefnu okkar húmanista, við mjög góðar undir- tektir. Allstaðar sem ég kem segir fólk við mig að rödd okkar sé rödd sem þarf að heyrast og hvetur mig að halda áffam. En þegar ég segi tilbaka „Fínt, þá munt þú sjálfsagt kjósa okkur?“ þá kemur off „Nei, ég var reyndar búinn að ákveða að kjósa annað.“ Hvemig ætlist þið kjósendur góðir til að við getum haldið áffarn okkar baráttu án þess að fá stuðning. Við stöndum í okk- ar baráttu fyrir bættu samfélagi, en ef að við fáum ekki stuðning þá skilar okkar barátta ekki árangri. Ef að við náum 2,5% fylgi þá hef- ur okkar barátta skilað árangri. 2,5% fylgi gerir okkur kleyft að halda uppi útgáfústarfsemi á blöð- um. Okkar vasar em ekki ótæm- andi en okkar málstaður og okkar kraftur er það. Ef að við fáum 2,5% fylgi þá fáum við styrk til þessarar starfsemi og þar með fær okkar rödd að heyrast, ég tala nú ekki um ef að við komum að manni. Ef að þú kjósandi góður villt heyra okkar rödd þá verður þú að sýna það hugrekki að kjósa eftir eigin hug og hjarta. Okkar samfélagi fer hnignandi, því miður. Ofbeldi hefur vaxið, vímuefnaneysla ungs fólks fer vax- andi, fjölskyldan hefur ekki lengur sama gildi, gamalt fólk er sett til hliðar við eftirlaunaaldur, sjálfs- morðstíðni hér á Islandi er ein sú hæsta í heimi, réttindi einstæðra feðra og mæðra virðast vera orðið felumál. Eigum við að láta þessa flokka sem hafa skapað þetta sam- félag halda áfram að móta það eða eigum við að styðja afl sem að vill breytingar? Það eru óraunsæjar hugmyndir sem aðrir flokkar hafa. Menn eru uppi í skýjunum að spá fyrir um hagvöxt og góðæri. Við skulum koma okkur niður á jörðina og vera skynsöm. Við húmanistar þykjumst ekki hafa allar lausnir eða vita allt, en það sem við vitum er hvaða stefnu á að taka og hvert á að stefna. Við höfum, einir flokka, tekið dæmi um hvernig er hægt að útrýma fátækt og hvernig það á að ffamkvæma. Það má vel vera að það séu til aðrar aðferðir, jafnvel betri, en við höf- um einfaldlega sannað það að þetta er hægt ef að viljinn er fyr- ir hendi. Kjósandi góð- ur láttu ekki blekkjast af gylliboð- um draumóraflokkanna. Hjálpaðu okkur að koma rödd skynsamrar stefnu um skynsama framtíð á þing. Kjóstu þann flokk sem að þér fellur best við, sama hvort að hann er vinsæll eða ekki. Ef að óvinsælar hugmyndir fengu aldrei hljóm- grunn værum við ennþá föst í hin- um myrku miðöldum. Lítum til framtíðar og setjum x við H. Sigmar B. Hilmarsson, efsti maður á lista Húmanista- flokksins t Vesturlandskjördami Til vinstri á Vinstrihreyfingin - grænt ffam- boð er nýtt afl í íslenskum stjómmálum. Afl sem hefúr að leiðarljósi auknar áherslur um samhjálp, jöfnuð, jafnréttí og nýjar áherslur í umhverfismál- um. Við sem að þessari hreyf- ingu stöndum vfljum að nýjar og breyttar áherslur verði í íslensk- um stjómmálum. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð hefur lagt fram ítarlega steinumótun í öllum málaflokkum sem varða íslenskt þjóðlíf. Stefnu- mótun sem er byggð á raunhæfú mati, en ekki innantómum kosn- ingaloforðum. Við höfúm reynt að koma þessum stefnumálum okkar til landsmanna með fundarhöld- um, vinnustaðaheimsóknum og í hinni daglegu umræðu. Eg vil gera stuttlega grein fyrir stefnu okkar í byggðamálum. Stórfelld röskun byggðar í land- inu er mikið áhyggjuefni. Vinstri- hreyfingin - grænt framboð leggur áherslu á að jafna beri aðstöðu fólks og auka sem kostur er jöfnuð og jafnrétti í landinu óháð búsetu. Meðal þess sem þarf að leggja áherslu á er að gera átak í sam- göngumálum og að þar sé lögð höfuðáhersla á að hraða tengingu þeirra landshluta sem búa við lak- asta tengingu við meginþjóðvegi landsins. Við leggjum áherslu á að gera þurfi aðstöðu landsmanna til fjarskipta og fjarvinnslu jafna. Jafna ber að fúllu kostnað vegna mismunandi aðstöðu fjölskyldna til náms í landmu. Sú jöfitun þarf að ná til allra skólastiga. Tryggja þarf að hægt sé að manna stöður í heilbrigðisþjónustunni. Jafnframt leggjum við áherslu á að jafna orkukostnað landsmanna. Sjávarútvegur er sá grunnur sem við byggjum á. Vinstrihreyfingin - grænt ffamboð vill gera grundvall- arbreytingar á fyrirkomulagi fisk- veiðistjórnar. Við boðum ekki koll- steypu í greininni, heldur leggjum áherslu á breytingar sem byggja á að réttur byggðanna verði tryggð- ur. Við leggjum áherslu á að veiði- rétturinn sé afnotaréttur og leggj- um jafnffamt áherslu á að brask með veiðiheimildir verði stöðvað. Að auki leggjum við til að smá- báta- og bátaútgerð verði efld og að hún njóti forgangs á grunnmið- um næst landi. Einnig leggjum við til að staða fiskvinnslunnar verði treyst og stuðlað að aukinni úr- vinnslu og fullvinnslu sjávarafurða og að skoðaður verði aðstöðumun- ur landvinnslu og sjóvinnslu og hann jafnaður. Að lokum vil ég gera að umtals- efni stöðu sveitarfélaganna. Á und- anfömum áram hafa verkefni verið færð ffá ríki til sveitarfélaga án þess að nægir tekjustofnar fylgi. Einnig má benda á álögur ríkisins á sveitarfélögin undanfarin ár. Það er nauðsynlegt að endurskoða ffá granni tekjuleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Eftir því sem staða sveitarfélaga er sterkari fjárhags- lega era meiri líkur á að þau geti boðið upp á þá þjónustu sem nauð- synleg er í nútíma samfélagi. Með því er jafnframt lagður grunnur sem gæti stöðvað að hluta þá alvar- legu byggðaröskun sem átt hefur sér stað síðastliðin ár. Ragnar ElbagM Vinstrihreyf- ingin - grænt ffamboð er nýtt afl í íslenskum stjórnmálum. Skoðanakannan- ir um fylgi flokkanna sýna, að Vinstrihreyfingin - grænt framboð á góða möguleika á kjöri nokkurra þingmanna á landinu. Með góðum stuðningi hér á Vesturlandi eru möguleikar hreyfingarinnar á að ná jöfnunarsæti mjög góðir. Eg vil hvetja Vestlendinga til að veita okkur gott brautargengi í kosning- unum þann 8. maí. Ragnar Elbergsson skipar 3. sati á lista Vinstrihreyf- ingarinnar - grans framboðs á Vest- urlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.