Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Page 14

Skessuhorn - 06.05.1999, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 6. MAI1999 3£ES3ira@£æi Treystum byggð Stjómun fiskveiða hefur afger- andi áhrif á framtíðarmöguleika þjóðarinnar í heild, stöðu ein- stakra byggðarlaga og afkomu- möguleika fjölskyldna og einstak- linga. Það getur enginn litið framhjá ranglætinu sem felst í þeirri stefhu sem fylgt hefur verið við stjóm fiskveiða og veldur því m.a. að arðurinn af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar rennur í vasa fárra manna. Það er alveg ljóst að ekki verður Iengur búið við óbreytt ástand á þessu sviði. Það verður að endur- skoða stjórn fiskveiða ffá grunni. En það stendur ekki til að gera það á einni nóttu. Samfylkingin vill ná þjóðarsátt um breytt fiskveiðistjórn- unarkerfi þar sem tryggt verði að réttur okkar til auðlindarinnar verði ekki rýrður með óeðlilegum tilfærsl- um á veiðiheimildum milli byggðar- laga. Markmið slíkrar sáttar eiga að vera verndun nytjastofha, hagkvæm nýting þeirra, traust atvinna og öflug byggð í landinu. Samfylkingin vill að öllum landsmönnum verði gert kleift að skapa sér viðunandi lífsviðurværi og fái þá velferðarþjónustu sem þeim ber. Styrkjum byggðina Mikilvægt er að styrkja þær byggðir sem byggja á fiskvinnslu og treysta atvinnulífið, bæði fyrir verkafólk og einnig unga fólldð okkar sem fer að heiman til að mennta sig en finnur ekki atvinnu við sitt hæfi í heima- byggðinni að námi loknu. Það sem stýrir fyrst og fremst búsetuþróun á landsbyggðinni er atvinnulífið og at- ina vinnuöryggið, samgöngurnar, þjón- ustan og menntunin. Einnig er nauðsynlegt að jafna efnahagsleg lífskjör á milli lands- hluta, til dæmis með jöfhun raforku- verðs og þess aukakostnaðar sem því fylgir hjá íbúum landsbyggðarinnar að leita sér þekkingar í sameiginleg- um menntastofnuninn þjóðarinnar sem flestar eru staðsettar á höfúð- borgarsvæðinu. Uppspretta ffamfara í efhahags-, atvinnu- og velferðar- málum felst í menntun og menningu þjóðarinnar. Við þurfum því að legg- ja áherslu á að bæta samgöngurnar til að efla byggðakjarnana og stækka atvinnusvæðin, efla nýsköpun í at- vinnulífi, styrkja fjarnám og efla menningarstarfsemi. Ný tækni - nýir möguleikar Á þessari öld upplýsingatækni hafa skapast mörg ný tækifæri í tækniiðn- aði og hugbúnaðariðnaði. Fjar- vinnsla er leið sem menn eru að byrja nýta sér á landsbyggðinni til að skapa fleiri atvinnutækifæri. I því felst að hluti af starfsemi fyrirtækis sem staðsett er til dæmis í Reykjavík getur nú farið fram úti á landi, svo sem vinna fýrir opinberar stofhanir, vinna við gagnagrunna og síma- vinna. Við þurfum að vera vel vak- andi fyrir þeim tækifærum sem tækniöldin er að færa okkur. Það verður þó að gerast af skyn- semi. Hugmyndir menntamálaráð- herra um menningarhús á lands- byggðinni eru bæði dýrar og óhag- kvæmar. Það er mín skoðun að þess- ir fjármunir væru mun betur nýttir í þekkingarmiðstöðvum sem myndu hýsa framhaldsnám og bókasöfn, vera útibú rannsóknarstofhana, upp- lýsingamiðstöðvar og minjasöfn. Þar Afnám forréttinda einstakra hópa Penninn Frjálslyndi flokkurinn skorar á Vestlendinga að sameinast um af- nám forréttinda til einstakra þjóð- félagshópa. Islendingar, sjálf söguþjóðin braust undan ofríki smákonunga og norskra valdafikla, með því að sigla til vesturs og nema ný lönd, Island, Grænland og síðar Ameríku. Þessi frelsisunnandi þjóð hefur óverðskuldað, á nýjan leik fengið að kynnast kúgun og misrétti úr þúsund ára gamalli sögu sinni. I jafn- gamalli sögu þjóðarinnar hefur hún í gegnum óblíðar aldir barist við forynj- ur, tröll og náttúruhamfarir. Þá ríktu ólýsanlegar hungursneyðir og samfé- lagslegar hörmungar. Islendingum hefur, sem hluta af almennu grann- skólanámi verið innrætt einörð afstaða gegn offíki erlendra stjómvalda, sem sviptu þjóðina sjálfstæði á þrettándu öld og gerðu hana að leiguliðum í höndum útlendra einokunarkaup- manna. Okkur var sagt að þetta hafi verið óbilgjamir okrarar, sem sáu um að blóðmjólka samfélagið ffarn á miðja mtjándu öld. Líklegt er að að fáa hafi grunað að með núverandi fiskveiðistjórnunar- og kvótakerfi, væri í íslensku samfélagi verið að taka skref mörg hundrað ár affur í gráa fomeskju, þar sem nýjum herram voru afhentar auðlindir hafsins til eignar og umráða. Þegar þetta gerð- ist urðu til tvær þjóðir í landinu. Mun- urinn er sá að nú voru það ekki údend- ingar sem stóðu fyrir því að koma mál- unum í þetta horf. Nú voru það lýð- ræðislega kjömir stjómendur og sam- landar, sem fóra fyrir aðförinni að kjöram og gjörbreyttum hlutaskiptum fólksins í landinu. Nú er ekki lengur hægt að bölva græðgi og níðingshætti danskra einokunarkaupmanna. Nú hafa stjómarflokkamir og hinn nýríki útgerðaraðall og samlandar, tekið við hlutverldnu. Drengskapur. Maður spyr sjálfan sig æ oftar hvernig þeim mönnum sé innanbrjósts, sem hafa komið á kerfi sem upphaflega var ædaður sá göfugi tílgangur að koma tíl verndar og uppbyggingar ofveiddum fiskstofnum. Kerfi sem hefur í meðför- um löggjafavaldsins og gjafakvótaþeg- anna, snúist upp í fullkomna andhverfu sína. Tala lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar gegn betri samvisku, eða er forherðingin slík að þeir geti leyft sér að verja með kjaffi og klóm, kerfi sem á tæpum tveimur áratugum hefur komið á mesta ójafhræði og tekjumis- munun Islandssögunnar? Kerfi sem orðið hefur til þess að veiðum úr öllum bomlægum fiskistofhum hefur hrakað. Þorskaflinn hefur á tímabilinu dregist saman um nær helming. Samanlögð aflaminnkun mikilvægusm veiðistofh- anna er yfir 300.000 tonn á ári. Á gjafakvótatímabilinu hefur stærð flot- ans aukist veralega, útgerðartilkostn- aður hefur stóraukist og síðast en ekki síst hafa skuldir útgerðarinnar fjór- faldast á tíu áram. Það hljóta allir að sjá að þessar staðreyndir geta ekki tal- ist til hagræðingar í útgerðinni, og að kvótakerfið sem slíkt standi ekki undir hinu margumtalaða góðæri, eins og haldið er ffarn af kvótaflokkunum. Uppstokkun. Frjálslyndi flokkurinn er stoltur af því, að hafa komið tillögunni um afitám kvótakerfisins inn í hina pólitísku um- ræðu á Islandi. Stjórnarflokkarnir sáu sig tilneydda til að sýna nýtt andlit í þessari kosningabaráttu. Þeir átrnðu sig nefhinlega á því að þjóðin hefur ákveðið að vilja ekki sætta sig við óbreytt ástand. Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn, sem hefur komið með raunhæfar tillögur til að leysa þetta hrikalegasta sjálfskaparvíti ís- landssögunnar. Það er aðeins ein fær leið út úr vandanum og hún er að leggja kvóta- kerfið niður. Þegar það hefur verið gert, munu allir sem nú eru í útgerð geta haldið áffarn sínum fiskveiðum. Miðað við núverandi aðstæður er líklegt að starfandi útgerðir gæm með nýju kerfi aukið aflahlutdeild sína verulega, með hámarks nýtingu og fullri afraksmrsgem fiskistofnanna. Strandveiðiflotinn mun á nýjan leik geta orðið undirstaða hráefnisöflunar á landsbyggðinni. Ungir menn munu á væri hægt að nýta sérkenni og kosti um- hverfisins á hverjum stað fyrir sig. Með stuðn- ingi mínum við Samfylkinguna vonast ég eftir að okkur takist sameiginlega að byggja upp sterkt afl sem mun stuðla að öfl- ugum og trausmm atvinnufyrirtækj- um sem geta greitt góð laun og stað- ið undir styrkri velferðarþjónusm okkur öllum til handa. Því er það áskoran mín að þú gerir slíkt hið sama. Kolbrún Reynisdo'ttir Kolbnín Reynisdóttir býr í Grundarfiröi og er í 6. sæti á lista Samjylkingarinmr á Vesturlandi ný geta hafið útgerð á ís- landi. Það mun létta til í þjóð- arsálinni, með nýrri sókn til bættra lífskjara fyrir alla og sátt meðal manna. Tillögur og ffamkvæmd Frjálslynda flokksins um afnám kvótakerfisins, mun hvorld rústa stöðugleika efna- hagslífsins, né hag útgerðarinnar. Það eina sem afhám kvótakerfisins gæti slitið upp með rótum, eða megnað að stöðva er spilling og brask með sam- eiginlegan þjóðarauð. Kerfið sem í andstöðu við sjálfa stjómarskrá lýð- veldisins, mismunar einstaklingum og byggðarlögum, í þeim tilgangi að mylja undir nýjan forréttindahóp í þjóðfélaginu. Góður kjósandi; F - list- inn, listi Frjálslynda flokksins þarf á þinni hjálp að halda á kjördag, til að leysa þetta vandamál í eitt skipti fyrir öll. SiguröurR. Þórðarson skipar 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins á Vesturlandi. Sigurður R. Þórðarson Náum sátt um sjávarútveginn Eins og í öllum stórmálum þessarar þjóðar hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú gengið ffam fyrir skjöldu í sjávarút- vegsmálum og sent þau skilaboð til þjóðarinnar að flokkurinn muni leita allra leiða til þess að ná meiri sátt um fiskveiðistjómunarkefið en nú ríkir. Formaður flokksins lýsti þeim vilja sínum á Landsfundi flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lýsir ekki patentlausnum heldur vilja til þess að hafa forystu um vinnu er fæh í sér lausn sem góð sátt gæti orðið um. Þan- nig viljum við sjálfstæðismenn vinna. Ná árangri og skapa ffið um aðalat- vinnugrein þjóðarinnar, sem lands- byggðin á svo mikið undir. Umdeilt kerfi Ollum er ljóst, ekki síst okkur stjóm- málamönnum, að fiskveiðistjómunar- kerfið er umdeilt. Alhr stjómmála- flokkar hafa tekið þátt í að lögfesta kvótann. I þeim hópi er sá stórbrotni stjórnmálamaður, formaður Frjáls- lynda flokksins, sem einhverjir hafa stutt drengilega en um leið att í ófæra. Lögin um stjóm fiskveiða höfðu öðlast gildi löngu áður en ég tók sæti á Alþingi. Ég hef hins vegar verið þátt- takandi í því að lagfæra löggjöfina og ná sáttum í erfiðum deilum um kerfið. Um afstöðu mína til breytinga á kerf- inu geta menn lesið í greinum sem ég hef skrifað í Morgunblaðið og DV Þar hef ég vakið athygli á því sem ég hef tahð að þurfi að breyta. Sumt hefur , náð ffam að ganga, annað ekki. Auð- vitað mun ég halda áfram viðleitni minni til þess að ná ffam breytingum í þágu þeirra sem allt sitt eiga undir sjávarútvegi, en ekki í þágu sjálfskip- aðra hugmyndaffæðinga, sem ala á öf- und og óánægju í þjóðfélaginu, en hafa allt sitt á þurru. Kostir og gallar kvótakerfis Helstu gallar kerfisins era að mínu mati hætta á frákasti afla, sem að mati sjómanna er verðlítill þegar aflaheim- ildir era takmarkaðar, óheyrilegt verð- lag á leigu og sölu aflaheimilda og takmarkaðir möguleikar sjávarbyggð- anna til að bregðast við sölu aflaheim- ilda og útgerðarfyrirtækja. Þessir gall- ar munu verða til staðar hvort sem nú- verandi kerfi er notað eða uppboðs- kerfi hkt og tíðkast um sölu laxveiði- leyfa og ýmsir þekkja mjög vel. Kapp- hlaupið um takmarkaðar aflaheimildir ræður verðinu, heldur því uppi og skapar hættu á að afla sé hent. Hvaða kerfi sem notað er, hvort sem það er byggt á úthlutun eða uppboðssölu á takmarkaðri auðlind, mun skapa þá hættu að verðlitlum afla sé hent ffem- ur en að koma með hann að landi. Kostir kerfisins era sú stjórnun sem á að vera hægt að hafa á sókninni með aflamarkskerfinu og innbyggður hvati til hagræðingar vegna þess að útgerð- armenn vita hverju sinni um hversu mikið þeir mega veiða og geta því leit- að hagkvæmustu leiða við sóknina. Hverju þarf að breyta í kvótakerfinu? Mér er og hefúr verið ljóst að halda þurfi áffam að þróa fiskveiðistjómun- arkerfið. Þar hefúr ekki verið fundin endanleg lausn í öllum atriðum. Og það verður að ná sem mestri sátt um kerfið í þjóðfélaginu, ekki síst í sjávar- byggðunum. Aflahlutdeildarkerfið með franfyalsheimildum er hins vegar sá grannur sem ég tel að hafi sannað gildi sitt og út ff á því beri að þróa kerf- ið. Það versta sem gæti komið fyrir Is- lenskt efnahagslíf nú þegar okkur hef- ur tekist að styrkja það veralega væri ef öllu yrði hleypt í bál og brand með því að leggja af stjóm fiskveiða eins og mér sýnist ýmsir leggja til og vona að verði. Eins og þekkt er þá kaus Alþingi nefitd er hefur það hlutverk að gera til- lögur um auðlindanýtingu okkar. Miklar vonir era bundnar við starf þeirrar nefndar. Hér vil ég nefúa nokk- ur grundvallaratriði sem ég tel að þurfi að skoða að loknu því starfi sem auð- lindanefndinni er ætlað að vinna. I fyrsta lagi þarf að tryggja að allur afli komi að landi. Það verður ekki gert nema með því að skapa sjómönnum svigrúm innan aflaheimilda til þess að koma með „meðafla“ að landi sem annars væri hent. „Meðafli" getur aldrei orðið nema mjög lítill hluti aflaheimilda hvers skips. „Meðafli" á ekki að koma til skipta milli útgerðar og sjómanna, en gæti t.d. gengið til h'f- eyrissjóðs sjómanna (ekki mun af veita), til hafrannsókna eða til slysa- vama. Ég hef ekki tekið undfr fúllyrð- ingar um að sjómenn hendi fiski, en tel rétt að hafa reglurnar þannig að þær auðveldi sjómönnum umgengni við auðlindina. I öðra lagi þarf að tryggja eðlilega skattlagningu hagnaðar af sölu afla- heimilda. í þriðja lagi þarf að ná sátt um sann- gjamt gjald sem eðlilegt er að útgerð- in greiði fyrir veiðileyfin og aðganginn að auðlindinni og tengist þeim kostn- aði sem fellur til hjá ríkissjóði vegna nýtingar auð- lindarinnar. Að öðra leytá á af- gjald að koma fram sem eðli- legur skattur af hagnaði út- gerða. I fjórða lagi þarf að bæta samkeppnisstöðu land- vinnslu gagnvart sjóvinnslu og efla stöðu ísfisktogara og strandveiðiflot- ans sem verður að vera í betri færum til að keppa um aflaheimildimar. Það mun umffam annað tryggja stöðu sjáv- arbyggðanna. Um þessi atriði og önnur varðandi sjávarútvegsmál er ég tilbúinn til þess að ræða án þess að beitt sé stílbrögðum „Hriflutíðar“. Ég sætti mig ekki við þær ávirðingar sem dembt er yfir okk- ur stjómmálamenn sem höfúm vilja til þess að vinna að því að bæta fiskveiði- stjómunarkerfið. Það er öllum til hagsbóta að okkur takist að ná sátt um nýtingu auðlinda okkar. Að því verki þarf að vinna án fordóma. Það verður verkefni næsta kjörtímabils. Sturla Böðvarsson alþingismaður Sturla Böóvarsson

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.