Réttur


Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 86

Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 86
Jakobína Sigurðardóttir: Dægurvísa. — Saga úr Reykjavíkurlífinu. — Skugg- sjá. — 1965. Það er mikil gæfa íslenzkum bók- menntum, að á því herrans ári, 1965, á 30 ára afmæli „Rauðra penna,“ skuii Jakobína Sigurðardóttir birta þjóð sinni þessa listasögu. „Réttur“ varð fyrir þeim heiðri að birta fyrstu kvæði Jakobínu, hið fyrsta 1952. Þessi eldmóði þrungnu hvatningarljóð skírskotuðu til þjóð- arinnar, eggjuðu hana lögeggjan á mestu niðurlægingarárum kalda stríðsins. Bóndakonan í Garði í Mý- vatnssveit kvað kjark í þjóð sína, orti sem ákvæðaskáld gegn hernám- inu nýja. Hvert kvæðið öðru betra birtist á næstu árum. Þau voru lesin upp á fjölmennum fundum alþýð- unnar í Reykjavík og vöktu bvarvetna hrifningu. Jafnvel landvættirnir kipptust við og létu Kanann finna ]iað. Síðan birtist árið 1959 æfintýrið liennar: „Sagan af Snæbjörtu Elds- dóttur og Ketilríði kotungsdóttur,“ og þjóðin fékk að sjá og heyra hve gersamlega Jakobína hafði hinn forna æfintýrastíl á valdi sínu, kunni að slá fleira en einn streng. Síðan gaf „Heimskringla" út kvæði hennar 1960. Sami eldmóður- inn, sama listin sem fyrr. En svo bregður svo við, að 1964 birtir „Heimskringla“ smásögusafn hennar: „Punklur á skökkum stað,“ — hver sagan annarri betri. Enn nýr strengur sleginn — af list. Og nú fyrir jólin 1965 kemur svo bcil skáldsaga. Og það er ekki um það að ræða, að „Dægurvísa" er einhver bezta, listnæmast unnin af þeim skáldsög- um, sem birtzt hafa um langt skeið. Þessi saga er svo sönn, svo sterk mynd úr Rcykjavíkurlífinu af svo mörgum ólíkuin persónum og örlög- um, að aðdáun vekur. Menn þekkja skaphila og hetjumóð þcssarrar skáld- konu úr kvæðum liennar. En hvílíkt vald hefur hún ekki yfir tilfinningum sínum i þessarri sögu! Listin hemur svo gersainlega liita hennar, að hvergi brýtst liann út, alls staðar er hann lagður í form hefðbundinnar, list- rænnar frásagnar, aðeins látinn hita undir, kasta glampa á hversdagslífið, — sem hún lýsir af svo ótrúlegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.