Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 3
Föstuclagur 9. okt. 1964 MORCU NBLAÐIÐ 3 BÍTLAMYNDIN „A Hard Day’s Night“, sem Tónabíó hefur sýnt að undanförnu, hefur notið mikilla vin- sæMa meðal unga fólksins. Þess eru mörg dæmi, að ungir aðdáendur bítlanna hafi séð myndina oftar en einu sinni, en metið hvað það snertir á vafalaust ungi maðurinn, sem í gær sá kvikmyndina í 30. sinn! Hér standa þeir fyrir utan Tónabíó, vinirnir þrír, sem horfðu á bítlamyndina í gær — einn í 10. skipti, annar í 20. skipti og óttar — fyrir miðju — í 30. skipti! ,Kann myndina utan að' segir Öttar Hauksson, sem séð heíur bítla^vikmyndina 30 sinnum Hann heitir Óttar Hauks- son og er 14 ára gamall. — Forráðamenn Tónabíós huðu piltinum í gær að sjá kvikmyndina endurgjalds- laust — og eins og vænta mátti, var það boð þegið með þökkum! Við röbbuðum við Óttar, er hann mætti til sýningar í gær. Hann kom mjög stundvísles^á — en tók að gerast nokkuð ó- kyrr, er á leið samtalið og hafði nákvæmar gætur á því, hvað tímanum leið. — Eru ekki farinn að kunna myndina utan að, spurðum við. — Uss, maður er hættur að horfa á þetta, maður. Maður horfir á fólkið og fylgist með lögunum. Annars kem ég allt- af þegar ég hef tíma og efni á, — ég á heima svo stutt frá.... já, ég held ég kunni myndina bara alveg utanað. — Þú ert hrifinn af músikk- Inni? — Blessaður vertu, ég hef ekkert vit á þessu, maður. — Áttu margar hljómplötur með bítlunum? — Eina með fjórum lögum.' — En áttu þá plötuspilara? — Já, já. ... Garrard, mað- ' ur . . . Garrard. — Hvað finnst þér nú skemmtilegast í myndinni? .— Á hljómleikunum. Þá er mest fjörið" og gamanið, mað- ur. — En hvaða lag finnst þér þá skemmtilegast? — Þetta í járnbrautarlest- inni.. . ,Æ sjoid haf non bett- ar. — Þú meinar I should have known better? ^ — Já, blessaður vertu.... maður skilur ekkert í þessu. Heyrðu, veiztu það, að ég þekki strák, sem sá myndina í Kaupmannahöfn og þá var hún þrír eða fjórir tímar, sagði hann. — Kannski honum hafi bara leiðst svona? — Nei, nei. . . . hann er alveg með bítladellu og ég trúi hon- um alveg. Finnst þér þetta ekki svindl? Hér er myndin bara tæpir tveir tímar. — Já, en Óttar minn. .. . úti í stóru löndunum geta menn sezt inn í bíó um hábjartan daginn og setið þar fram eftir kvöldi, ef þeir hafa áhuga á því. — Er það? Það finnst mér klárt. — Þú hlýtur að vera búinn að sjá margar ólíkar auka- myndir með bítlamyndinni, er það ekki? — Já, heyrðu ... þetta er nú alveg ferlegt með auka- myndirnar, maður. Maður sofn ar bara, þegar maður horfir á þetta. Akkuru má ekki bara byrja á bítlamyndinni og sýna aukamyndirnar á eftir? Ha? — Ja, nú veit ég ekki, en það er víst viðtekin regla að hafa aukamyndirnar á undan aðalmyndinni. Annars skaltu spurja Guðmund bíóstjóra. — Ja-há. . . . Þetta er alveg óþolandi svona, maður. — Varst þú á frumsýning- unni, Óttar? — Nei, og þá var ég nú ergi- legur, maður. Ég fékk ekki að Tuttugu og níu sinnum hefur Óttar þurft að rétta dyraverðin- um aðgöngumiða sinn á bítlakvikmyndina. Hann þarf þess ekki lengur. fara úr sveitinni. — Hvar varstu í sveit? — í Borgarfirðinum. * — Hver er uppáhaldsbítill- inn þinn? —. Georg Harrison er lang smartastur. — Hvað er svona smart við hann? — Hárið, maður, hárið.... nú er klukkan alveg að Verða fimm. •— Ég hélt það væri músikin sem skipti máli — en ekki hár- ið. — Ertu frá þér maður! Sjáðu bara Róling Stóns. Þeir eru sko með hár í lagi. — Eru þeir betri en bítlarn- ir? —. Uss.... miklu betri, mað- ur. — Hvenær fórst þú síðast til rakarans? — Það er svona mánuður síðan. Annars er þetta ekkert hár. . . . þetta er ekkert, mað- ur, — þú hefðir átt að sjá á mér harið, þegar ég var í sveit inni: Alveg sko niður á herð- ar. Það var líka flott. — Þú hefur ekki verið sett- ur í stelpubekk í skólanum? — Nei, ertu frá þér. . . . það eru margir svona þar. Bekkur- inn, sem ég er í, er með algjöra bítladellu. Sjáðu þessa tvo töffara þarna. Annar er að sjá myndiná í 10. sinn núna — hinn í 20. sinn. Og svo kem ég í 30. sinn! Klukkan var orðin fimm. Ljósin farin að dofna og vinur okkar orðinn mjög ókyrr. Við óskuðum honum góðrar skemmtunar og síðan gekk hann í salinn á háhæluðu bítla skónum sínum. Ljóst var, að þeir voru a.m.k. tveim númer- um of stórir, enda hefur ef- laust verið erfitt að finna mátu lega skó á svo smávaxinn bítil sem hann Óttar Hauksson. En hvaða máli skiptir það, þótt skórnir séu af stórir? Til þess að vera í fullkomnu sam- ræmi við alvörubitlana þarf jú hárið að vera sítt og skórn- ir með 10 sentimetra háum hæl — að minnsta kosti. aind. Vilja kaupa allar flugvélar S.A.S. og láta íílaginu 1 té nýjar vélar í staðinn Stokkhólmi, 8. okt. (NTB): 1 DAG var skýrt frá því í höf- uðstöðvum SAS í Stokkhólmi, að bandarísku flugvélaverksmiðj- urnar Bocing hefðu boðizt til þess að kaupa allar flugvélar, t>em flugfélagið á nú gegn því að það keypti nýjar vélar hjá verksmiðjunum. Tilboðið var lagt fram, þegar Karl Nilsson, framkvæmda- stjóri SAS og Knut Hagrup, tæknilegur framkvæmdastjóri félagsins, heimsóttu Bandaríkin fyrir skömmu. Ekki hafa fengizt nákvæmar uppiýsingar um tilboð Boeing- verksmiðjanna, en það er stærsta tilboð, sem einu flugfélagi hefur verið gert til þessa. Og verðmæt- ið, sem um ræðir nemur 24 miilj- örðum íslenzkra króna. Ef SAS tekur tilboðinu er gert ráð fyrir að þörfum þess fyrir nýjar flug- vélar næstu 10 árin verð ifull- nægt. Ekki hefur verið skýrt frá hve mikið fé Boeing-verksmiðjurn- ar vilja að SAS gefi á milli, en ljóst er, að um 'mikla upphæð er að ræða. Einnig þarf SAS, ef gengið verður að tilboðinu, að eyða töluverðu fé í að kenna starfsliði sínu að meðhöndla hin ar nýju vélar. SAS á nú 27 flugvélar, sjö af gerðinni DC-8 og tuttugu af gerð inni Caravelle. Hugsanlegt er talið, að félagið láti aðeins DC-8 vélarnar af hendi við Boeing verksmiðjurnar og fái í staðinn tíu Boeing vélar. En SAS á nú' í pöntun tvær DC-8 og fjórar( Caravelle-vélar. Talsmaður SAS í Stokkhólmi,l Andreas Buraas, sagði í dag, aði félagið athugaði nú tilboð Bo- eing gaumgæfilega og væri það! mjög athyglisvert. Ekkert værij þó enn unnt að segja hver niður-f staðan yrði. Félagið myndi kynnal sér þær flugvélar, sem aðrarj verksmiðjur hefðu upp á að( bjóða. Skýrði Buraas frá því aðj á Bandaríkjaferð sinni hefðuj Nilsson og Hagrup rætt við Douglas-verksmiðjurnar um nýja gerð flugvéla, sem þær hyggjast smíða. Flugvélar þess-j ar eigi að geta tekið 500 farþegaj farþegarýmin verði á tveimurj hæðum og 12 menn sitji hlið við_ hlið um þvera vélina. SIAKSTEINAB Á að lengja skólatíniann ? Fræðsluráð Reykjavíkur lét Inokkra aldursflokka hefja skóla lárið Tyrr en venjulega. Um þetta Ihafa spunnizt nokkrar umræður. HDagblað hér í borginni lagði Ispurningu fyrir nokkra menn lum, hvort lengja eigi skólatím- lann. Skoðanir voru skiptar, en Ihér er birt úr svörum þeirra ■Magnúsar dGíslasonar, náms- Istjóra, og Ólafs H. Einarssonar, Iform. landssambands framhalds- Iskólakennara. Jákvætt svar Þegar Magnús hefur rakið þan Irök, sem einkum beinast geign llengingu skólatímans, segir |hann: „Þeir, sem briæla með lengingu Inámstímans, segja: — 1) Sumar leyfi flestra framhaldskólanem- jcnda er nú nær 4 mánuðir. Þótt Iþað yrði stytt um hálfan eða jafn Ivel heilan mánuð, yrði það enn jlen.gra heldur en hjá nokkurri annarri menningarþjóð, — en ár llegur starfstími skólanna að sama Iskapi styttri. Það er bæði eðlilegt log nauðsynlegt, að við berum okk |ur saman við frændþjóðir okkar |og nágranna í þessu tilliti, m.a. vegna þeirra samskipta, sem við Ihöfum og munum hafa við þessar Iþjóðir í framtíðinni. Við drög- lumst aftur úr nágrannaþjóðum lokkar hvað skólamenntun og jhæfni áhrærir. — 2) Nokkur stytting sumar- lleyfis útilokar ekki sumarvinnu Inemenda, því miður virðist þró- junin nú vera sú, að sá hópur Jbarna og ungmenna í þéttbýlinu Istækkar frá ári, sem ekki fær Isumarverkefni við hæfi, en virk Iþátttaka ungs fólks í atvinnulífi Iþjóðarinnar er hollur og nauðsyn jlegur þáttur í þjóðaruppeldinu. —3) Með lengingu námstímans Igefst meira svigrúm til þess að jgera skólastarfið fjölbreytilegra og lífrænna, til góðs, bæði fyrir jþá, sem seinfærir eru í námi og |fyrir þá dugmiklu. Að mínum dómi eru rök þeirra Jsem mæla með nokkurri lengingu jnámstímans þyngri á metunum. — Ég álít æskilegt að stefna jað því að lengja nástíma skól- anna smátt 0|g smátt, en samtím- jis yrðu gerðar ýmsar breytingar já starfstilhögun þeirra, þannig að jþeir geti sem bezt þjónað sínu mikilvæga hlutverki í þágu ís- |lenzkrar æsku.“ Neikvætt svar Ólafur svarar spurningunni á jþessa leið: „Viðhorf mín til lenginigar skóla |ársins í fáum dráttum: 1) Að skólayfirvöld hafi eigi Inógsamlega leitað álits þeirra, Isem næstir standa nemendum Isjálfum í daglegri kennslu kenn- faranna. 2) Að hið langa islenzka sum- larleyfi feli í sér svo marga kosti Ifyrir uppeldi æskulýðsins, ef rétt ler á haldið, að ekki megi við því Ihrófla fyrr en reynt hefur verið lað nýta þann tíma, sem notaður Ihefur verið til skólahalds, til hins lýtrasta til raunverulegrar Ikennslu og óyggjandi gengið úr Iskugga um, hvort sá tími nægir leða nægir ekki til þeirra námsaf- |kasta, er nauðsynleg teljast. 3) Að samhliða þessu þurfi að Ifara fram gagnger endurskoðun |á námsefni. 4) Að einhliða lengin,g skóla- larsins, sem nokkru nemur, geti jekki með neinum rökum talizt lí þágu nemandans eða íslenzk- jum skólamálum til heilla, fyrr Jen gerðar hafa verið fyrrgreind- lar athuganir og þær breytingar laðrar, er færa mætti kennslu- Imál okkar til nútimahorfs. Imál okkar til nútímahorfs."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.