Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Eins og að eignast tvíbura. v<s Þetta eru engir glasakrógar, Friðrik minn, bara „Home made“ með gömlu góðu aðferðinni... Lauk doktorsprófi í veiru- fræði frá Lundúnaháskóla • INGÓLFUR Jo- hannessen (f. 1964) varði 1. október sl. doktorsritgerð í veirufræði við lækna- deild Lundúnahá- skóla á Englandi og lauk þar með PhD- gráðu. Ritgerðin ber heitið “Studies on the pathogenesis of Ep- stein-Barr virus (EBV)-associated B cell lymphoprolifer- ative disease (BLPD) using an in vivo mod- el“ og fjallar um rannsóknir á B-frumu í eitla- krabbameini í líffæraþegum, en krabbamein þetta er talið orsak- ast af herpesveiru (Epstein-Barr veirunni) þegar það skýtur upp kollinum í þessum sjúklingahópi. Ingólfur staðlaði dýralíkan fyrir sjúkdóminn og nýtti það við rann- sóknimar, sem voru gerðar við London School of Hygiene & Tropical Medicine í miðborg Lundúna. Hann sýndi m.a. fram á nauðsyn ákveðinna undir- flokka T-frumna og B-frumu vaxtar- þátta í sjúkdómsferl- inu, en beitt var m.a. aðferðum sameinda- líffræði við rann- sóknirnar. Leiðbeinandi Ing- ólfs var Dorothy H. Crawford, prófessor við lækna- deild Lundúnaháskóla. Andmæl- endur við doktorsvörnina voru Peter L. Amlot, sérfræðingur í ónæmisfræði við Royal Free Hospital í Lundúnum, og Anthony A. Nash, prófessor við dýralækna- skóla Edinborgarháskóla. Ingólfur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983, embættisprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla íslands 1992, og MSc-prófi í sýklafræði frá læknadeild Lundúnaháskóla 1993. Hann leggur nú stund á framhaldsrannsóknir í veirufræði við læknadeild Edinborgarháskóla á vegum The Wellcome Trust í Bretlandi. Ingólfur hefur hlotið styrki frá The British Council, Vísindasjóði Atlantshafsbandalagsins, rann- sóknarsjóði háskóla í Bretlandi, auk styrkja úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar og Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jak- obs J. Bjamasonar. Ingólfur er yngri sonur Hönnu og Matthíasar Johannessen, en eldri sonur þeirra er Haraldur, lögmaður. OUTMPUS MYMDAVELAR. ðýftcma/ OLYMPUS mju II - 35mm alsjálfvlrk, margverðlaunuð og vönduð vél. HÉR FÆRD ÞÚ MIKIÐ FYRIR PENINGINN ! Stafrænar myndavélar — OLYMPUsEHmS - ENGIN FILMA - 1-6MB dlskur 30-120 myndlr Fyrir Mac og PC OLYMPUS mju ZOOM 70 - 115mm Svart / Ch. Gold. (ZOOM vélar frá ' @ j kr. 11.000,- stgr.) HIJOMCO Fákafen 11 Sfmi 568 8005 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475» Steingrímur J. Sigfússon Efasemdir um framboð „SKOÐANIR mínar fara saman við ályktun kjördæmaþings Alþýðu- bandalagsins í kjördæmi mínu, Norðurlandi eystra. Þar er breið samstaða um að stjórnarandstöðu- flokkarnir efli með sér samstarf, en hins vegar efasemdir um ágæti sam- eiginlegs framboðs," sagði Stein- gímur J. Sigfússon, þingmaður Al- þýðubandalagsins, í samtali við Morgunblaðið. í blaðinu á föstudag var skýrt frá að Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, ætlaði að óska eftir umboði landsfundar í næsta mánuði til að kanna grund- völl fyrir málefnasamningi milli fé- lagshyggjuflokkanna. Steingrimur sagði einnig: „Ég held að það sé rétt að bíða landsfundar." Það er ótímabært að reyna að æsa Skotveiðiskóli Skotvíss Rjúpnaskyttum kennt að rata SKOTVEIÐISKÓU Skotveiðifélags Ís- lands (Skotvís) held- ur fyrstu námskeið sín næstkomandi mánudag og þriðjudag. Að sögn Hjör- dísar Andrésdóttur, skrif- stofustjóra Skotvíss, fer skólastarfið rólega af stað og verða haldin þrenn nám- skeið í haust. Stefnt er að því að skólahaldið hefjist af fullum krafti eftir ára- mót með tíðu námskeiðs- haldi, skólastjóri er Steinar Einarsson. - Hvað verður kennt á þessum námskeiðum? „Á mánudagskvöld verður námskeið í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík um öryggismál skotveiðimanna. Þar munu flugbjörgunarsveitarmenn kenna meðferð skotsára og ofkæl- inga, kenna öryggi og búnað á veiðum, björgun og leit, biðtíma frá útkalli til leitar og fleira." - Er þetta gert til að forða ijúpnaskyttum frá villum? „Já, það ætti að forða einhverj- um frá því að týnast að fara á þetta námskeið. Að minnsta kosti voru þeir í Flugbjörgunarsveitinni mjög áhugasamir um að halda námskeiðið, þeir lenda líka oft í útköllum þegar einhvers er saknað á veiðum. Á þriðjudagskvöld verður svo haldið sérstakt námskeið um rjúp- una og ijúpnaveiðar. Það nám- skeið verður í Hinu húsinu (gamla Geysis-húsinu). Þar mun dr. Ólaf- ur K. Nielsen dýravistfræðingur ræða vítt og breitt um ijúpuna. Einar Kr. Haraldsson, varafor- maður Skotvíss, mun tala um tæknileg atriði á borð við þreng- ingar í haglabyssum, heppilegustu skotin og fleira. Ólafur Sigurgeirs- son lögmaður mun tala um hvar má stunda veiðar og svara fyrir- spurnum. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss, mun ræða um veiðar, matreiðslu og frágang á villibráð." - Er hægt að koma beint inn af götunni á þessi námskeið? „Nei, við óskum eftir því að fólk innriti sig á skrifstofu Skot- veiðifélags íslands á mánudag frá kl. 13-17. Við eigum von á góðri aðsókn, því það hafa margir spurt okkur hvort ekki verði boðið upp á fræðslu um veiðar og það sem þeim tengist. Ekki síst ungt fólk sem hefur nýlega fengið skot- vopnaleyfí." - Fær það ekki fræðslu á nám- skeiðum hjá lögreglunni? „Jú, en hún er annars eðlis. Þar er kennt um meðferð skotvopna, öryggismál, tæknileg atriði, lög og reglur og fleira þess háttar. En þessi fræðsla er frekar um það sem fram fer á veiðislóð, útbúnað, ör- yggismál í óbyggðum, hagnýt atriði við veiðar, hegðun fuglanna og þess háttar. Þriðja og síðasta námskeiðið í haust verður svo 10. nóvember næstkomandi í Hinu húsinu. Þar mun Ríkarður Sigmundsson kenna notkun Garmin GPS stað- setningartækja." - Finnst þér vaxandi áhugi á skotveiðum? „Já, mér finnst hann vera að aukast. Það eru gefin út meira en 12 þúsund veiðikort á hveiju ári, flest til skotveiðimanna, og það hefur fjölgað mikið í félaginu hjá okkur. Umræðan um skotveið- ar er líka að aukast, eins og glögg- lega mátti sjá um miðjan mánuð- inn. Það sögðu held ég allir fjölm- Hjördís Andrésdóttir ► HJÖRDÍS Andrésdóttir, skrifstofustjóri Skotveiðifé- lags íslands, er fædd í Reykja- vík 1966. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986. Hjördís vann í íslandsbanka 1987-94. Hún hóf störf hjá Skotveiðifélagi íslands (Skotvís) í júlí 1996 og hefur annast skrifstofu félags- ins. Hjördís er mikill áhuga- maður um hagsmunamál skot- veiðimanna, án þess þó að stunda sjálf skotveiðar. Maður hennar er Guðmundur Jón Björgvinsson símsmíðameist- ari og eiga þau tvö börn, írisi Andreu og Tuma. Vaxandi áhugi á f ræðslu um skotveiðar iðlar frá upphafi ijúpnaveiði- tímans og fylgdust af áhuga með því hvernig veiðimönnum gekk.“ - Hvað eru félagsmenn Skot- víss margir? „Þeir eru núna um 2.100 talsins og félagatalan hefur næstum þre- faldast á einu ári. Við gerðum sérstakt átak í söfnun nýrra fé- laga sem gekk mjög vel. Hver félagsmaður var hvattur til að afla eins félaga til viðbótar. Eins höfum við átt samstarf við Bóka- útgáfuna Iðunni um öflun félags- manna. Sölumenn Skotveiðibók- arinnar hafa safnað félagsmönn- um um leið og þeir selja bókina og þeim hefur orðið vel ágengt.“ - Eru margar konur í félaginu? „Þær eru nú um þijátíu talsins og stunda flestar skotveiðar að því er ég best veit.“ - Hver eru helstu verkefni Skotveiðifélagsins, fyrir utan námskeiðshald? „Félagið er fyrst og fremst stærsti málsvari skotveiðimanna á íslandi og berst fyrir hagsmunum þeirra. Við veitum umsögn um --------- málefni skotveiði- manna og margvísleg- ar upplýsingar þegar eftir þeim er leitað. __________ Meðal mála sem við “'beijumst fyrir eru land- réttarmál, sem eru eitt brýnasta hagsmunamál skotveiðimanna. Þá eigum við samskipti við erlend skotveiðifélög og önnur skotveiði- félög hér innanlands. Við gefum út fréttabréf þrisvar á ári og myndarlegt tímarit, Skotvís, einu sinni á ári. Svo eru haldnir rabb- fundir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í Ráðhúskaffi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar fer fram fræðsla og opnar umræður." - Er Skotvís ekki landsfélag? „Jú, og einnig starfa innan þess þijár sjálfstæðar deildir, eða skot- félög. Þar fyrir utan eru nokkur skotveiðifélög úti á landi, sem ekki eru formlega innan Skotvíss, en við eigum samstarf við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.