Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 8
I.AUGARDAGUR 10. DESEMBER 19S8. 8 Leifur fyrirgaf aldrei - segir Garðar Sverrisson sem skrifar sögu Leifs Muller Garöar Sverrisson skrifar sögu Leifs Muller og kallar hana Býr Is- lendingur hér? í bókinni rekur Leif- ur æviferil sinn og þó einkum dvöl sína í fangabúðum í Noregi og síðar í Þýskalandi. Leifur var ungur ís- lendingur staddur í Noregi þegar stríðið braust út og komst ekki heim eftir hernám Þjóðverja vorið 1940. Ráðagerðir hans um heimferð uröu honum að falli því hann var hand- tekinn af SS-mönnum og slapp ekki úr vist þeirra fyrr en í stríðslok vor- iö 1945. „Ég tók nokkuð ítarlegt blaöaviðtal við Leif í fyrrasumar um veru hans í fangabúöum nasista og áhrif henn- ar á líf hans," segir Garðar um til- drög þess að bókin var samin. „Ég fékk góð viðbrögð við viðtalinu og ég varð greinilega var við að fólk vildi vita meira. Eg ræddi það þá við Leif hvort hann vildi ekki segja sög- una alla í bókarformi og ræða um reynslu sína í búðunum og eftirköst- in. Hann hafði þá verið aö hugsa svip- aða hluti en hafði ekkert gert í mál- inu. Þegar hann kom heim árið 1945 eftir fangavistina þá sagði hann frá veru sinni í búðunum og lýsti henni meira sem áhorfandi en þátttakandi. Nú segir hann í fyrsta sinn frá öllum þeim tilfinningum sem dvölin í fangabúðunum vakti með honum og hvernig sú lifsreynsla hafði áhrif á allt hans lífshlaup eftir stríö. Þetta er ævisaga hans sem hefst í vernd- uðu umhverfi góðborgara vestur á Stýrimannastíg þar sem Leifur er einn af þeim pOtum sem engum kom til hugar að þyrfti nokkurn tíma að hafa fyrir lífi sínu.“ Ferð til Sachsenhausen „Við fórum í sumar saman til Þýska- lands og Noregs við undirbúning bókarinnar. Þar komum við m.a. í Sachsenhausenfangabúðirnar. Það rifjaðist margt upp fyrir honum aö koma aftur út til Þýskalands og eins að koma til Noregs og hitta gömlu braggafélagana. Þessi ferö hafði mikil áhrif á Leif. Honum var alla tið illa við að fara til Þýskalands og feröin í sumar revndi meira á hann en hann átti von á. Hann kom m.a. í líkkjallarann þar sem hann þurfti að vinna og það kallaði fram mjög sterkar endur- minningar." Garðar segir að það hafi verið mjög ánægjulegt aö vinna með Leifi. „Þetta var mjög hlýr maður þótt hann væri um leið fastur fyrir," seg- ir Garðar. „Síðustu árin var honum það nokkuð kappsmál að koma sögu sinni á framfæri við ungt fólk. Hon- um fannst sem ungt fólk teldi sögu fangabúða nasista óraunverulega. Hann hugsaði sem svo aö þar sem hann væri eini íslendingurinn sem lifði af fangabúðavist í Þýskalandi þá væri það skylda hans að segja unga fólkinu þessa sögu." Leifur náöi sér aldrei Leifur náði sér aldrei fullkomlega eftir dvölina í Sachsenhausen „Hann þjáðist af svokölluðum fangabúða- einkennum eins og svo margir sem gengu í gegnum sömu reynslu," segir Garðar. „Hann vissi lengi vel ekkert um þennan sjúkdóm sem einkennist af miklum svefntruflunum og fleiri sálrænum einkennum. Það var ekki fyrr en um 1980 að norskir læknar rannsökuðu Leif og hann var úr- skurðaður öryrki. I fangabúöunum skemmdist maginn líka varanlega þótt ekki sé vitað hvort því olli við- varandi hungur eða óttinn sem menn bjuggu stöðugt við. Hann segir í bókinni að þrátt fyrir nokkra biturð þá finnist honum hann vera sáttur við lífið. Hann sagð- ist ekki bera hefndarhug til nas- istanna en heldur aldrei geta fyrir- gefið þeim vegna þess að það sé svo margt sem gerðist sem hann geti aldrei gleymt eöa fyrirgefið. Leifur var ekki andspyrnumaður í Noregi en hann hafði áform um að komast heim til íslands og það var komið upp um hann. Hann ásakaði sjálfan sig fyrir að hafa lent í þessu því hann trúði öðru fólki fyrir áform- um sínum um að fara til íslands. í fangabúðunum var allt gert til að brjóta fangana niöur meö barsmíð- um og svívirðingum frá morgni til kvölds. Þetta fór verst með þá sem yngstir voru. Það var hins vegar mikill styrkur að í hópi Norðmannanna sem hann lenti með voru margir fremstu verkalýðsforingjar og stjórnmála- menn Noregs. Þeir ungu litu upp til þessara manna og hugsuðu sem svo að fyrst hægt væri að kalla þá leti- dýr, hunda og svín þá þyrftu þeir ekki að taka þetta svo nærri sér.“ Garðar Sverrisson fór með Leifi Hugsanlegir uppljóstrarar í bókinni kemur fram aö Leifur ræddi brottför sína við stríðsglæpa- manninn Ólaf Pétursson. Voru það dýrkeypt mistök? „Það er alveg ljóst að það var ekki hyggilegt af Leifi að ræða brottför sína frá Noregi við mann eins og Ólaf Pétursson. Leifur vildi þó ekki leggja á það mat hvort Ólafur hefði komið upp um hann eða einhver annar. Leifur sagði aðeins að hann vonaði að Ólafur Pétursson hefði verið miskunnsamur daginn sem þeir hittust.“ - Þekktust þeir vel? Muller i þýsku fangabúðirnar í sumar. DV-mynd GVA „Nei, þeir þekktust mjög lítiö en skömmu áður en Leifur var hand- tekinn bauð Ólafur honum í kaffi og var rpjög forvitinn um hagi hans. Leifur trúði honum fyrir öllu. Ólafur var þá á kaupi við aö koma fólki í klærnar á nasistum en um það hafði Leifur vitaskuld ekki hugmynd. Hann kom upp um fólk sem stóð honum mun nær en Leifur.“ - Hittust þeir einhvern tíma í Reykjavík eftir stríð? „Nei, en Leifur sá Ólaf einu sinni eftir stríðið og kom sér þá hjá aö hitta hann. Honum þótti óþægilegt að hitta menn af þessu tagi. Hann reyndi að leiða hjá sér allt sem minnti á nas- ismann og gömlu martröðina." -GK Út með ykkur, letidýr Leifur Muller. Þetta er seinasta myndin sem tekin var af honum áður en hann hélt utan. Hér á eftir fer upphaf tíunda kafla bókarinnar Býr Islendingur hér? endurminningar Leifs Muller. Hér segir frá því þegar Leifur kemur í fangabúðirnar Sachsenhausen í Þýskalandi eftir að hafa verið um tíma í haldi í Noregi. „Út með ykkur, letidýr," var þaö fyrsta sem við heyrðum öskrað þegar lestardyrnar voru opnaöar á járn- brautastöðinni í Oranienburg. Fyrir utan stóö hópur SS-manna meö byss- ur, svipur og stóra geltandi hunda. Okkur var skipað að stilla okkur upp í fimmfalda röð. Af framkomu SS- mannanna, skrækjum þeirra og orð- færi, sá ég strax að þetta voru hrein- ræktaðir nasistar og til alls líklegir. Áður en þeir ráku okkur af staö feng- um við ströng fyrirmæli um aö ganga í takt. Siöan byrjuðu þeir aö telja taktinn og öskra: „Eins! Zwei! Eins! Zwei!“ Krúnurakaðir menn Meöfram fylkingunni gengu SS- mennirnir eins og fjárhirðar á leið með hjörö til slátrunar. Á leiðinni gengum við fram á hóp ungra manna sem unnu við steinlögn undir eftir- liti vopnaöra SS-varða. Þeir voru í röndóttum fötum, slitnum og skítug- um druslum, sem þó mátti sjá að ein- hverntíma hefðu verið hvít og blá. Mennirnir voru krúnurakaöir og grindhoraðir, skítugir og órakaðir. Innfallin augu þeirra störðu á okkur, brostin og sljó. Ég fylltist skelfingu. Ef SS-mennirnir hefðu ekki staðið vopnaðir yfir þessum vesalingum þá hefði ég verið viss um að þetta væru fárveikir geðsjúklingar. Við gengum áfram eftir vegi sem virtist bara liggja beint inn í skóginn. Hávaxinn furutrén teygöu sig hátt yfir okkur og gerðu veginn að eins- konar göngum inn í dularfullan skóginn. Fljótlega fór að móta fyrir stóru mannvirki, háum múrvegg og turnum, vel földum bak við trén, aðeins spölkorn frá blómlegri mannabyggð. Undir taktföstum hrópum varðmanna færðumst við smámsaman nær uns við stóöum frammi fyrir rammgerðu hliði sem vaktað var af vélbyssumönnum SS. Þegar verðirnir, sem komu meö okk- ur, höfðu sýnt þeim sín skilríki opn- uðu þeir hliðið og vísuöu okkur inn með byssum sínum. Á hliðinu las ég einkennilega áletrun: Arbeit macht Frei. Hliðið var framan á steinsteyptri byggingu og gengum við um boga- dregin göng gegnum hana. Þegar inn var komið blasti við risastór völlur sem myndaði hálfhring með miöju sjálfu hliðinu. Út frá honum voru stórir timburbraggar á alla vegu hvert sem litið var. Braggarnir voru í mörgum röðum og breið gata á milli raðanna. Völlurinn var App- elleplatz og vorum við nú látnir stilla okkur þar upp skammt frá hliöinu og bíða. Ég skimaði í kringum mig og sá að búðirnar voru umluktar háum og þykkum múrvegg. Ofan á honum var gaddavírsgirðing með banvænum rafstraumi. Viö hliðið var önnur gaddavírsgirðing sem einnig var leiddur rafstraumur í. Fyrir innan var meira en metersbreið gaddavírs- flækja. Á múrnum voru niu varð- turnar. í hverjuih þeirra voru tveir SS-menn með vélbyssur og stál- hjálma. Efst á sjálfri steinbygging- unni blasti síðan viö kjaftur á risa- stórri vélbyssu sem hefði á auga- bragði getað fargaö okkur öllum. Fyrir framan rafmagnsgaddavirinn sá ég svo skilti sem á stóö: „Hlut- laust svæði! Það verður skotið strax á viðvörunar." Rétt hjá rak ég augun í annað skilti. Á því var engin áletr- un, aðeins hvítmáluð mynd af haus- kúpu á svörtum grunni. Guð minn góður! Á hvernig staö var ég eigin- lega kominn. Er þetta martröð? Fyrsta daginn minn í Sachsen- hausen var ég í hálfgerðu uppnámi. Eftir á að hyggja hef ég fengið vægt taugaáfall þennan dag. Þarna var ég kominn inn í nýja veröld - veröld sem ég hefði aldrei trúað að væri til. Sem ungur drengur lagði ég mig stundum eftir áhrifamiklum sögum, en um svona stað hafði ég aldrei heyrt getiö, ekki einu sinni í þeim bókum og bíómyndum sem við strák- arnir höfðum séð heima á íslandi. Þetta var ólíkt öllu öðru. Þarna sem ég stóð á vellinum og horfði á kalda virkisveggina varð ég um stund gagntekinn sterkri óraunveruleika- kennd, tilfinningu sem átti eftir að sækja mjög á mig fyrstu dagana eftir að ég kom til Sachsenhausen. Mér fannst að það gæti ekki verið að ég raunvrulega sæi það sem ég sá, að þetta væri allt einn allsherjar heila- spuni. Það væri alls ekki ég sjálfur sem stæði þarna í sandinum lokaður innan þessara veggja. Allt væri þetta ímyndun - martröð sem ég ætti eftir að vakna frá. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) í Iíkkjallara fangabúðanna í Sachsenhausen í sumar. í kerrunni ók Leifur líkum samfanga sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.