Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 16
16 Iveran ÞRIÐJUDAGUR 23. JÁNÚAR 1996 Óþroskuð lungu í bókinni Að eignast barn segir að í lok 26. viku eigi barn litlar lífslíkur ef það fæðist þá. Frá því bókin var skrifuð hefur tækninni fleygt fram. Gestur barnalæknir segir frá barni sem fæddist eftir 24 vikna með- göngu. Mæður ættu því ekki að örvænta þó börnin fæðist fyrir tímann þó æskilegast sé aö ganga með barnið 38-40 vikur. í lok 26. viku eru lungnapípurnar að þroskast enda þótt þær séu ekki fullskapaðar enn. Lungna- blöðrur myndast í lungunum en lungun geta ekki starfað sjálf- stætt. Barnið er farið að iðka öndunarhreyfingar og æfa önd- unarvöðvana. Húðin er i felling- um því fita hefur ekki safnast undir húðlagið. Tölvur ekki hættulegar Margar verðandi mæður sem vinna við tölvur hafa áhyggjur af því að geislun skjáa og ljós- ritunarvéla hafi skaðleg áhrif á fóstur. Samkvæmt nýlegum rannsóknum er það ekki skað- legt fóstrinu. Ferðalög Konur ættu ekki að vera hræddar viö að ferðast á með- göngu séu þær frískar. Þær sem hafa misst fóstur ættu þó að fara varlega. í lengri bílferðum er mjög æskilegt að taka sér hvíld og fara út úr bílnum og ganga um. Ekki er ráðlegt aö konur sem komnar eru sjö mán- uði eða lengra á leið fljúgi vegna þrýstingsbreytinga í vél- inni. Þungaðar konur ættu að borða í hófi á meðan flogið er því hætta er á flugveiki. Líkamsrækt Líkamleg og andleg líðan kvenna batnar við líkamsrækt á meðgöngu. Þegar hormónið endorfln streymir út í blóðið veldur það vellíðan. Konur geta aukið sjálfsvitund sína með því að æfa og eru fljótari að ná fyrra vaxtarlagi aftur. Þrekið eykst og konan býr sig undir þau átök sem fæðingin er. Við líkamsæfingar fær barnið súr- efni í blóðið sem örvar efna- skipti þess. Heilinn tekur að starfa með fullum afköstum. Hreyfingin sem fylgir likams- rækt er róandi fyrir barnið þar sem það vaggar með. Bamið fær andlega örvun við adrena- línið sem streymir um æðar móðurinnar. em I URVALI ^ ÞUMALÍNA PÓSTHÚSSTRÆT113 - SÍMI 551 2136 Tíu prósent barna fyrirburar: Minnsta barnið tvær merkur Eignaðist fjögurra marka barn: Ég var samt ofur- biartsýn segir Lára Qttesen „Mér brá aðeins þegar ég vissi að ég átti að fara í keisara því ég var bara gengin með 27 vikur. Ég var samt ofurbjartsýn og efaðist ekki eitt augnablik um að allt yrði í lagi. Ég fékk að sjá drenginn daginn eftir og mér fannst hann æðislegur," seg- ir Lára Ottesen sem eignaðist dreng ásamt eiginmanni sínum, Guðbjarti Loftssyni frá Njarðvík, þremur mánuðum fyrir tímann á siðasta ári. Drengurinn var skírður Hólmar Páll stuttu eftir fæðingu og spjaraði sig vel þrátt fyrir að hann vó aðeins ijórar merkur og var 36 sentímetra langur. „Læknarnir gerðu okkur grein fyrir því að fyrstu sólarhringarnir myndu skera úr um hvort Hólmar hefði þetta af. Við leyfðum engum neikvæðum hugsunum að komast að og trúðum því allan tímann að hann myndi lifa. Við fengum fyrst að halda á honum þriggja vikna gömlum en þá var hann 985 grömm. Ég var svo stressuð að ég fékk harð- sperrur í axlirnar," segir Lára. Lára byrjaði i fæðingarorlofi þeg- ar Hólmar Páfl fæddist en hann var útskrifaður af Landspítalanum þremur og hálfum mánuði efiir það. Lára keyrði því á hverjum degi frá Njarðvík til Reykjavíkur til þess að vera með drengnum. Guðbjartur, eiginmaður Láru, er sjómaður og fylgdi henni þegar hann var í landi. „Minnsta barnið sem við höfum haft hér á deildinni og hefur lifað fæddist 590 grömm en það eru rúm- ar tvær merkur. Barnið er alveg heilbrigt í dag,“ segir Gestur Páls- son, barnalæknir á vökudeild Land- spítalans. Miðað við það barn var Hólmar Páll nokkuð stórvaxinn. Að sögn Gests er barn sem ekki er gengið með fullar 37 vikur kallað fyrirburi en misjafnt er eins og gengur hversu löngu fyrir tímann börnin boða komu sína. „Það sem hefur háð okkur með fyrirburana er hvað lungun hafa verið óþroskuð. Það er algengt hjá börnum sem fæðast fyrir tímann. Fyrir fimm árum byrjuðum við að nota surfactant, sem er efni sem vantar í lungun hjá fyrirburum. Ef efnið er ekki til staðar falla litlu lungnablöðrurnar saman en þá kemst súrefni ekki yfir í blóðið. Einnig er farið að gefa móðurinni stera ef hætta er á að barnið fæðist fyrir tímann en þeir örva myndun surfactant-efnisins," segir Gestur. Gífurlegar framfarir hafa orðið í þessum málum undanfarin ár. Ekki er þó auðvelt að greina ástæðurnar fyrir því að börn fæðast fyrir tím- ann. Stundum er um að ræða galla í leginu eða sýkingu. Leghálsinn heldur ekki alltaf hjá konum sem farið hafa i keiluskurð. Ef enginn grunur leikur á sýkingu og sam- dráttarverkir eru byrjaðir löngu fyr- ir tímann er gefið lyf sem slakar á samdráttunum. Mikilvægt er að halda barninu inni þar til búið er að gefa stera. Ef sýking er í leginu er ekki reynt að stöðva fæðinguna því þá er barnið í hættu. Hægt er að bjarga börnum alveg frá 24. viku meðgöngu en yfirleitt er það ekki reynt fyrr. „Þau börn sem hafa verið í önd- unarvél og fengið súrefni eru yfir- leitt með lungu sem viðkvæm eru fyrir sýkingum fyrstu árin. Þau fá oft astmaöndun og sýkingar í lung- un. Þau eru oft búin að ná eðlilegum vexti og þroska miðað við aðra krakka þegar þau eru orðin tveggja ára,“ segir Gestur. -em Hólmar Páll er montinn af því að geta gengið með fram öllum húsgögnun- um enda verður hann eins árs á morgun. DV-myndir Ægir Már Lára og Hólmar Páll en hann er farinn að nálgast jafnaldra sína að stærð. Þetta var full vinna og meira en það, að sögn Láru, og þessari baráttu fylgdi mikið álag. Fæðingarorlof lengist ekki sjálf- krafa þó börnin fæðist fyrir tímann. Lára átti eftir tæpan helming fæð- ingarorlofsins þegar Hólmar kom heim af sjúkrahúsinu. Þá var hann orðinn fimmtán merkur. „Ég vil að við fáum sex mánuði heima eins og aðrir foreldrar því við sem eigum fyrirbura eyðum mörgum mánuðum á sjúkrahúsinu og getum ekki unnið á meðan. Ég fékk aukamánuð en var ætlaður þrír og hálfur mánuður með Hólmari heima. Ég fór heim með tæplega þriggja mánaða barn sem var jafnstórt og nýfætt. Barnalækn- irinn í Keflavík mat stöðuna þannig að Hólmar Páll gæti ekki verið hjá dagmömmu þar sem hann væri svo kvefsækinn og því fæ ég umönnun- arbætur í tvö ár. Eftir á að hyggja finnst mér þetta hafa verið mikil lífreynsla og ekki af verri endanum. Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur síðan hann kom heim en hann er búinn að vera mjög kvefsækinn. Hann er veill vegna þess að lungun voru ekki full- þroskuð þegar hann fæddist. Það er mikið að þakka starfsfólki vöku- deildar að þessi tími var ekki erfið- ari. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.