Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 1
BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveð- ið að hækka stýrivexti bankans um eitt pró- sentustig, í 8,25% frá næstkomandi þriðju- degi, hinn 7. desember. Þetta er mun meiri hækkun en greiningardeildir viðskiptabank- anna höfðu spáð, en þær gerðu ráð fyrir að hækkunin yrði á bilinu 0,5–0,75 prósentustig. Með hækkuninni í næstu viku hefur Seðla- bankinn hækkað stýrivextina alls sex sinnum frá því í maí síðastliðnum, samtals um 2,95 prósentustig. Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði á frétta- mannafundi í gær að bankinn mundi ekki hvika frá því markmiði að halda verðbólgu sem næst 2½% eins og honum bæri. „Líklegt er að bankinn þurfi að grípa til frekari aðgerða á næstu mánuðum til að tryggja framgang markmiðsins,“ sagði Birgir Ísleifur. „Ekki verður hjá því komist að ýmsir geirar atvinnu- lífsins og heimilin finni fyrir því aðhaldi. Þau finna þó minna fyrir tímanlegum aðgerðum í peningamálum þegar upp er staðið en þau gerðu yrði verðbólga ekki hamin.“ Í ársfjórðungsriti Seðlabankans, Peninga- málum, sem gefið var út í gær, segir að horfur séu á töluvert meiri verðbólgu hér á landi næstu tvö árin en bankinn hafði áður spáð. Þetta stafi af því að innlend eftirspurn hafi aukist hraðar en áður var talið og umfang stóriðjuframkvæmda hafi vaxið. Auk þess hafi útlán til einstaklinga aukist hratt í kjölfar vax- andi samkeppni á fjármálamarkaði. Þá segir Seðlabankinn að áform um lækkun skatta á næstu árum hafi verið staðfest, án þess að ná- kvæmlega hafi verið skilgreint hvar skuli skera niður útgjöld á móti. „Því verður að telja verulegar líkur á að aðhald í opinberum fjár- málum verði ófullnægjandi.“ Seðlabankinn telur að verðbólga mundi verða 3,0% á næsta ári og 4,3% á árinu 2006 ef ekki verður gripið til þess ráðs að hækka stýri- vexti bankans í næstu viku. Seðlabankinn grípur til aðgerða til að halda verðbólgu sem næst 2½% Stýrivextir hækka enn  Seðlabankinn/16 GEIR H. Haarde fjár- málaráðherra gerir engar at- hugasemdir við þá ákvörð- un Seðlabank- ans að hækka stýrivexti. Tekur hann fram að at- hugasemdir Seðlabankans í nýj- ustu útgáfu Peningamála um að- hald í ríkisfjármálum feli ekki í sér gagnrýni á stefnu rík- isstjórnarinnar varðandi skatta- lækkanir. Í Peningamálum kemur fram að þar sem ekki liggi fyrir áætl- un um niðurskurð verði að telja verulegar líkur á að aðhald í op- inberum fjármálum verði ófull- nægjandi. Um þetta segir Geir að ekki sé víst að Seðlabankinn og ríkisstjórnin séu sammála um túlkun á hugtakinu „ófullnægj- andi“. Fullnægjandi aðhald „Við lifum í heimi hins póli- tíska veruleika og verðum að taka tillit til fleiri atriða en Seðlabankinn gerir. Þrátt fyrir miklar kröfur um útgjöld af hálfu stjórnarandstöðunnar og fleiri held ég að það aðhald sem við erum að reyna að ná fram sé fullnægjandi.“ Gerir engar athugasemdir við hækkun stýrivaxta STOFNAÐ 1913 330. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Rafrænt gjafakort í Smáralind N‡ tt á Í sla nd i! Í vinnu hjá foreldrum Foreldrafélagið rekur leikskólann Mýri á Skildinganesi Minnstaður Hin fjögur fræknu Fjallað um stórsöngvara á leið til landsins Menning Íþróttir í dag Vala og Magnús Aron á krossgötum  Lárus Orri aftur í Þór  Ánægja í Brann með kaupin á́ Kristjáni Erni FYRIR liggur að um 500 manns týndu lífi fyrr í vikunni þegar óveður hleypti af stað flóðum og aurskriðum á Filippseyjum. Um 350 manns er enn saknað og er því hugsanlegt að náttúruhamfarir þessar hafi kostað um 900 manns lífið. Verst urðu strandbæir á austurhluta eyjunnar Luzon úti. Í gær höfðu fundist lík 484 manna og 352 var enn saknað í borgunum Real, Infanta og General Nakar. Þá létust 48 á öðrum svæðum og 38 er þar saknað. Manuel Dayrit, heilbrigð- isráðherra Filippseyja, hvatti í gær til þess að lík hinna látnu yrðu grafin hið fyrsta til að koma í veg fyrir að farsóttir blossuðu upp. Í Luzon bjuggu íbúar sig undir að annar fellibylur, Nanmadol, færi yfir eyjuna. Var búist við að hann léti til sín taka í gærkvöldi. Björg- unarstarf gekk erfiðlega þar í gær vegna hvassviðris. Á meðfylgjandi mynd sjást þorpsbúar bera slasaðan ættingja á börum við þjóðveg í grennd við borgina Real í Queson-héraði í gær. Reuters Óttast að 900 manns hafi farist Real. AFP. Lýsa stuðningi við Kofi Annan Lübeck. AFP. GERHARD Schröder, kanslari Þýska- lands, og Jacques Chirac Frakklandsforseti lýstu í gær fullum stuðningi við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Kemur yfirlýsingin í kjölfar þess að banda- ríski þingmaðurinn Norm Coleman lýsti þeirri skoðun sinni að Annan bæri að segja af sér vegna svikamála sem komið hefðu upp í framkvæmdastjóratíð hans. Coleman er öldungadeildarþingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn og situr í forsæti þingnefndar sem rannsakar nú viðskipti með íraska olíu í tíð Saddams Husseins sem SÞ höfðu eftirlit með. Hefur nafn sonar Annans, Kojo, m.a. verið nefnt í tengslum við hugsanlega spillingu fulltrúa SÞ. Athygli vakti í gær að George W. Bush Bandaríkjaforseti vék sér undan því að svara spurningum um það hvort hann teldi, líkt og Coleman, að Annan ætti að segja af sér. Lét Bush aðeins svo um mælt að mik- ilvægt væri að málið yrði rannsakað. Reiðubúinn til að víkja stjórninni Kíev, Moskvu. AFP. LEONÍD Kútsjma, frá- farandi forseti Úkraínu, sagðist í gær reiðubúinn til að víkja stjórn Vikt- ors Janúkóvítsj for- sætisráðherra frá völd- um, í samræmi við vantrauststillögu sem var samþykkt á þingi í fyrradag. Það gerði hann þó ekki fyrr en bú- ið væri að samþykkja endurbætur á stjórn- arskrá landsins, sem gerðu mögulegt að halda nýjar forsetakosningar sem fyrst. „Úkraína þarfnast ríkisstjórnar sem lætur verkin tala,“ sagði Kútsjma. Kútsjma átti fund með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í gær og tók Pútín þá undir þau sjónarmið að halda þurfi nýjar forsetakosningar í Úkraínu. Pútín lýsti sig hins vegar sammála Kútsjma en hann telur ekki ganga að endurtaka aðeins seinni umferð kosninganna umdeildu – en hún fór fram 21. nóvember sl. – líkt og stjórnarandstaðan hefur krafist. Fréttaskýrendur segja að ef kosningarn- ar yrðu endurteknar frá grunni gæfi það Kútsjma tíma til að finna frambjóðanda, sem líklegri væri en Janúkóvítsj, sem er skjólstæðingur Kútsjmas, til að ná kjöri. Leoníd Kútsjma SUNDLAUGAR Reykjavíkur eru, að mati breskra kvenna, óskastað- urinn til þess að bera upp bónorðið og vinsælasti tíminn er við sólset- ur. Þetta kemur fram í nýrri könn- un sem ferðaskrifstofan Thomson lét framkvæma í Bretlandi. Samkvæmt könnuninni virðast breskir karlmenn kjósa að fara fremur hefðbundnari leiðir við val á bónorðsstað, en 32% karla telja gondólaferð um síki Feneyja ákjósanlegasta umhverfið. Könnunin leiðir í ljós að breskar konur kjósa ævintýralegri staði en karlar og er Reykjavík rómantísk- asti staðurinn í þeirra huga. Virðist það helst vera samspil kuldans og heita vatnsins sem höfðar til þeirra. „Þetta segir skemmtilega sögu um árangur af markaðsstarfi okk- ar í Bretlandi og sérstaklega ánægjulegt að það virðist höfða til breskra kvenna þannig að þær sjá Ísland í þessu rómantíska ljósi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair. Fram kemur í könnuninni að 75% Breta kjósa helst að bera upp bónorðið við sólsetur og Thomson stingur upp á fimm bestu stöðun- um til bónorða við þau skilyrði. Kvöldstund í Bláa lóninu er þar í efsta sæti, en næst eru gönguferð um Akrapólis-hæðir í Aþenu, heimsókn í Alcazar-virkið í Sevillu, ferjuferð til eyjunnar Lokrum í Króatíu og sauna í Helsinki. Reykjavík rómantískasti staðurinn? ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.