Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 89
JÓHANNA EINARSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG INGIBJÖRG SÍMONARDÓTTIR
um, vekur upp spurningar um örvun og kennslu þessara barna og hvort hún hafi
verið við hæfi.
Frekari niðurstöður og rannsóknir
Verðugt verkefni væri að athuga betur börn sem sýna slakan málþroska og kanna
námsframvindu þeirra. Spurning er hvernig almennur greindarþroski tengist slakri
færni á málþroskaprófum. Það kom til dæmis í ljós í rannsókn Snowling og félaga að
þau börn sem voru með greindarvísitölu yfir 100 höfðu betri horfur um nám þó þau
væru með slakan málþroska en þau sem voru með lægri greindarvísitölu (Snowling,
Bishop og Stothard, 2000). Ljóst er að lestrarerfiðleikar tengjast slökum málþroska og
hljóðkerfisvitund og er nauðsynlegt að kanna frekar samspil þessara þátta. Við grein-
ingu á lestrarerfiðleikum þarf að hafa í huga áhrif málþroskafrávika á lestrarfærni og
greina á milli frávika í málþroska og frávika í lestri. Það er ljóst að markviss og skipu-
lögð málörvun á leikskólaaldri leggur hoi'nstein að þroska og áframhaldandi námi
einstaklinganna.
Þakkarorð
Bestu þakkir fá allir sem komu að þessari rannsókn, talmeinafræðingar, sérkennarar,
leikskólakennarar, grunnskólakennarar, börn og foreldrar. Rannsóknin var unnin
með styrkjum frá Rannsóknarsjóði Islands, Lýðveldissjóði, Leikskólum Reykjavíkur,
Garðabæ og árið 1998 tengdist rannsóknin fjölþjóðlegri rannsókn á læsi COST-8 og
var sá hluti styrktur af Norræna menningarmálasjóðnum. Hrafnhildur Ragnars-
dóttir, prófesson var í forsvari fyrir þeirri rannsókn á íslandi.
Heimildir
Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir. (2003). Þróun
HLJÓM-2 og tengsl þess við lestrarfærni og ýmsa félagslega þætti. Uppeldi og
menntun, 12,9 - 30.
Ásthildur B. Snorradóttir. (1999). Phonologicnl Awareness in Children witli and without
Reading Deficits. Óbirt meistaraprófsritgerð, Fort Hays State University, KA,
Bandaríkjunum.
Beitchman, J. H., Wilson, B., Brownlie, E. B., Walters, H. og Lancee, W. (1996). Long-
term consistency in speech/language profiles: 1. Developmental and academic
outcomes. Journal of the American Academy ofChild and Adolescent Psychiatry, 35(6),
804-814.
Bishop, D. V. og Adams, C. (1990). A prospective study of the relationship between
specific language impairment, phonological disorders and reading retardation.
Journal of Child Psychology and Psychiatry, 31(7), 1027-1050.
Catts, H. W. (1993). The relationship between speech-language impairments and
reading disabilities. Journal ofSpeech, Language and Hearing Research, 36(5), 948-958.
87