Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.1999, Side 1

Skessuhorn - 06.05.1999, Side 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 17. tbl. 2. árg. 6. maí 1999 Kr. 200 í lausasölu Búfjárslys flest á Vesturlandi Slys af völdum bútjár á þjóðveg- um landsins á síðasta ári voru 194 þar af voru 59 á Vesturlandi. Er þetta 30% aukning á landinu frá síðasta ári. Frá árinu 1988 til 1997 slösuðust 40 manns í árekstr- um við búfé. Þar af voru tvö dauðaslys. A Vesturlandi eru áber- andi flest slys í Borgarnesi og ná- grenni en á árinu 1998 urðu 33 slys í umdæmi Borgarneslögreglunnar. Það eru 56% af öllum slysum í Vesturlandskj ördæmi. Tjónagreiðslur vegna eignatjóns af völdum búfjárslysa skipta tugum milljóna og sem dæmi má nefna að greiðslur eins tryggingafélags á ár- unum 1997 og 1998 námu um 24 millj. kr. Þar af voru greiddar um 14 millj. kr. til bænda. Menn spyr- ja sig hvað sé til ráða til að stemma stigu við þessari óheillaþróun. I byrjun ársins skilaði neínd á veg- um landbúnaðarráðvmeytis áfanga- skýrslu. Fjallaði skýslan um leiðir til að halda búfé frá helstu þjóð- vegum landsins. Nefndin var sam- mála um að allsherjarbann við lausagöngu búfjár væri óraunhæft við þær aðstæður sem hér ríkja. Taldi nefndin að árangursríkasta leiðin væri að girða af fjölförnustu og hættulegustu vegi með sam- felldum veggirðingum. Þar sem vegir eru ekki friðaðir fyrir búfé gæti komið til greina að setja upp leiðbeinandi umferðarmerki. Þá leggur nefhdin einnig til að það verði stefnt að þjóðarátaki árið 2000 um þá staðreynd, að bílar og búfé eiga ekki samleið á vegasvæð- um. Svo er bara að vera tilbúin fyr- ir árið 2000. Magmís Helgason (nemi í starfskynningu) Þessir vösku samvinnmnenn ráku lesiina ífrtöum flokki trimmara úr Borgamesi semfóru í simi árlega hjólreiðatúr þann 1. maí sl. Þeirfélagar, Jón Ragnarsson, heildsali og Hallgeir Pálmason trésmiður höfðu dregist aftur úr þegar Ijósmyndara Skessuhoms bar að garði og því tók Hallgeir til bragðs að þeyta lúðurinn en Jón er í símanum, væntanlega að spyrja til vegar! Mynd: G.E. insrar í heimsókn Færeyski heilbrigðisráðherrann, Helena Damm frá Næstabæ, heim- sótti Sjúkrahús Akraness síðastlið- inn sunnudag í fylgd - Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. I fylgd með færeyska ráðherranum voru læknar og hjúkrunarfólk og fleiri aðilar úr heilbrigðisgeiranum í Færeyjum. Steinunn Sigurðar- dóttir, hjúkrunarforstjóri, Sigurður Kristófer Pétursson yfirlæknir og Sigurður Olafsson kynntu fyrir gestunum starfsemi sjúkrahússins og yfirstandandi breytingar. Færey- ingarnir voru mjög hrifhir af að- stæðum á Sjúkrahúsi Akraness og mikla athygli vakti fiskikerið á fæð- ingardeildinni sem notað er við vatnsfæðingar en slíkt mun vera óþekkt í Færeyjum. G.E. Guðrún forseti Saman tilforystu á Vesturlandi © Samanlögð atkvæði félagshyggjufóLks í síðustu kosningum Með tilkomu Samfylkingarinnar eiga Vestlendingar nú kost á að velja sér hefðu nægt til þess að tryggja tvo kjördæmakjörna þingmenn nýtt afl til forystu undir merkjum jöfnuðar, jafnréttis og réttlætis. og afgerandi forystu i kjördæminu. Kosningarnar á Laugardaginn Vegna sundrungar félagshyggjufólks fengu stjórnarflokkarnir snúast um það. Breytum rétt hins vegar fjóra af fimm þingmönnum Vesturlands. Samfylkingin loQ á Vesturlandi / Kosningamiðstöð Kirkjubraut 14, Akranesi. Sími: 431 3677, fax: 431 3675. Netfang: vesturland@samfylking.is. Veffang: www.samfylking.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.