Morgunblaðið - 25.03.1969, Page 16

Morgunblaðið - 25.03.1969, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1969 Guðmundur Andrés- son frá Ferjubakka Fæddur 31. okt. 1870 Dáinn 3. jan. 1969 „glaður ok reifr skuli gumna hverr, uxiz sinn bíðr bana“. ÞEGAR ég minnist Guðmundar Andréssonar koma mér í hug þessi vísuorð Hávamála. Guð- mundur var hvorki vílinn né svartsýnn og alltaf hafði hann gamanmál á vörum á hverju sem gekk, og er þó ekki hægt að segja að hann hæfi ævinlega gengið á rósabeði. Guðmundur Andrésson var Borgfirðingur í föðurætt, fædd- ur að Bjarnastöðum í Hvítár- síðu og voru foreldrar hans FERMINGARGJAFIR VERKFÆRI í fjölbreyttu úrvali '‘mjóikin bragðast með bezt 'NESQUIK — og þú getur búlð þér til bragðgóðan og fljótlegan kakoarykk 1. Hella kaldri mjólk í stórt glas. 2. Setja 2-3 teskeiðar NESQUIK út í. 3. Hræra. Mmmmmmmmm. NESQU/K KAKÓDRYKKUR þekktir búhöldar þar í sveit. Móð ir hans, Kolfinna Jakobsdóttir, var hinsvegar Þingeyingur að ætt, fríð kona og myndarleg að sögn þeirra er hana sáu. Guðmundur dvaldist með for- eldrum sínum til fermingarald- urs en fór að vinna fyrir sér ann ars staðar 9 ára gamall, er hann gerðist smali á sumrum í Dölum vestur, enda hefur ekki veitt af að létta undir með foreldrun- um, sem áttu 14 börn. Eftir ferm- ingu flutti hann alfarinn heim- án að og þá vestur í Miðdal, þar sem hann var vinnumaður, lengstum að Háafelli í Miðdöl- um, þar til hann gifti sig árið 1897 Ragnhildi Jónsdóttur frá Vatni í Haukadal, frábærri fríð- leiks- og myndarkonu, sem hann misiti 1943. Þau eignuðust 13 börn, dóu tvö í æsku og sonur þeirra, Óskar, dó um tvítugt. Strax eftir giftingu fluttust ungu hjónin suður yfir „Brekku“ og hófu búskap í Laxholti í Borg arihreppi og bjuggu þar í þrjú éir og þar eru fyrstu börn þeirra fædd. Aldamótaárið færa þau síðan bú sitt að Ferjubakka í sama hreppi („Efstabæ), þar sem þau bjuggu síðan til ársins 1934 er þau hættu búskap, byggðu sér hús í Borgarnesi og fluttu þangað. Um þriðjung af sinni löngu ævi bjó Guðmundur á Ferju- bakka og lengstum við þann bæ kenndur. Þar kom hann upp hin- um stóra barnahóp og var það eigi lítið þrekvirki á þeim árum. Til framfærslu síns stóra heim- ilis leitaði húsbóndinn margra fanga auk búskaparins. Hann var um árabil vegavinnuverk- stjóri haust og vor. Var mörg haust í fjárkaupum fyrir slátur- hús í Borgarnesi meðan slátur- fé var keypt á fæti, eða eftir vigt. Minnist sá er þetta ritar margra atvika frá þeim árum og dáðist að ráðsnilld hans og at- orku í þeim ferðum. Alltaf var Guðmundur jafn hress og kátur á hverju sem gekk. Hafði hann mjög gott vit á sauðfé og fór mjög nærri um frálag þess þótt keypt væri eftir „átaki“. Bæði kaupandi og seljendur trúðu honum sakir glöggskyggni hans og réttsýni, hann mundi á hvorugan halla, voru þó þessi fjárkaup ærið vandasöm og nokk urt viðkvæmnismál, sérstaklega af seljenda hálfu, en samvizku- semi Guðmundar efaðist enginn um. Þrátt fyrir frábæran dugn- að Guðmundar um alla aðdrætti, mundi það þó eigi hafa nægt hinu stóra heimili, ef eigi hefði komið til hagsýni, nýtni og þrifn- aður hinnar ágætu konu hans. Veturinn 1919-20 er mesti MÝTT - MÝTT Mikið úrval af nýjum ódýrum Ijósum. Raftækjaverzlunin H. G. GUÐJÓNSSON Stigahlíð 45 Suðurveri — Sími 37637. ☆ ENSKIR FRAKKAR * NÝJAR GERÐIR ☆ ^Mf-fáhtitUofíÍAkó HERRÁDEILD snjóavetur sem komið hefur 1 Borgarffrði á þéssari öld. Snjóa- lögin voru ótrúleg og algert bjargarbann fyrir allar skepnur mánuðum saman. Þá tók Guð- mundur að sér að flytja fóður- bæti frá Borgarnesi út um hérað- ið. Hafði hann marga hesta og ó>k öllu á sleðum. Voru ferðir þessar ótrúlega erfiðar og ekki á færi nema afreksmanna og sýndi Guðmundur í þeim kjark og karl mennsku hins þaulreynda ferða- manns. Eins og áður segir, eru tíu börn Guðmundar á lífi: 1. Lára, saumakona í Reykja- vík, ógift. 2. Ingólfur, starfsmaður hjá S.Í.S í Reykjavík. Kvæntur Hermínu Franklínsdóttur. 3. Andrés, bóndi að Saurum í Hraunhreppi. Kvæntur Lilju Finnsdóttur. 4. Jón Bjarni, söðlasmiður í Borgarnesi. Kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur. 5. Lilja. Gift Eiríki Kristjáns- syni, verkstjóra í Reykjavík. 6. Karl, verkstjóri hjá Mjólk- urfélagi Reykjavíkur. Kvæntur Hrefnu Sigurmundídóttur. 7. Björn, trésmiður í Borgar- nesi. Kvæntur Ágústu Þorkls- dóttur. 8. Ragnhildur. Gift Friðberk Friðbertssyni fisksala í Reykjá- vík. 9. Sigurður, klæðskerameistari og kaupmaður á Akureyri. Kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur. 10. Áslaug, ekkja eftir Jónas Olafsson, vélstjóra í Reykjavík. Öli eru þessi börn sérstakt myndar- og dugnaðarfólk og munu afkomendur Guðmundar og Ragnhildar frá Ferjubakka nú um 80 á lífi. Hin síðari ár dvaldi Guð- mundur í Reykjavík hjá Lilju dóttur sinni og manni hennar, en hin síðustu ár á Hrafnistu og þar dó hann. Guðmundur Andrésson var maður með ákveðnar skoðanir og iét sig hvergi þótt móti blési. Hann var öruggur Sjálfstæðis- maður frá stofnun þess flokks. Sat á mörgum Landsfundum, óhvikull liðrmaður hvefiær sem til hans var leitað, entizt áhugi til hins síðasta. Jafnan fór hann í hina árlegu skemmtiferð Varð- ar og var hann fast að því hálf- tíræður er Elli kerling meinaði honum að síðustu farar. Gleði sinni og léttleik hélt Guð mundur svo að segja til síðasta dags er sýnir, að manninum hef- ur ekki verið tilt lauslega sam- an og auk þess heldur í striti og erfiði um nærfellt tveggja mannsaldra skeið. Guðmundur var jarðsettur að Borg á Mýrum við hlið konu sinnar þann 10. jan. sl. Friðrik Þórðarson. BAHCO Heimilis- viftur. BAHCO Jbankett VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hljóð og velvlrk, hefur varan- legar fltusíur, innbyggt Ijós og rofa. Falleg og stilhreln. Fer alls staðar vel. BAHCO SILENX er ágæt eldhúsvifta á útvegg eða f rúðu, en hentar auk þess alls staðar, þar sem kraflzt er góðrar og hljóðrar loftraest- Ingar. BAHCOER SÆNSK GÆÐAVARA FYRSTA FLOKKS F RÁ .... SlMI 24420 FðNIX - SUÐURG. 10 - RVlK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.