Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1975
Jónas Krístjáns-
son lætur stf rit-
stjórastarfi
Framkvæmdastjóri Vísis boðar uppsögn sína
VlSIR skýrir frá þvf t gær, að
Jónas Kristjánsson láti nú af
starfi sem ritstjóri blaðsins, en
sem kunnugt er faefur Þorsteínn
Jónas Kristjánsson.
Pálsson tekið við ritstjórn þess.
Jónas Kristjánsson hefur verið
ritstjóri Vfsis frá 1966 og eru
honum f tilkynningu f Vfsi f gær
frá Reykjaprenti h.f., útgáfufyr-
irtæki blaðsins, þökkuð störf við
blaðið.
í samtaii Morgunblaðsins við
framkvæmdastjóra Vfsis, Svein
R. Eyjólfsson, kom f ljós að hann
telur að með tilkynningu stjórnar
Reykjaprents h.f. I gær hafi
Jónas Kristjánsson verið rekinn
frá blaðinu og segist sjálfur
munu hætta þar störfum með
eðlilegum uppsagnarfresti, eins
og hann komst að orði.
Morgunblaðið sneri sér einnig
til stjórnarformanns Reykja-
prents h.f., Ingimundar Sigfús-
sonar, og spurði hann um málio,
en hann sagði, að stjórn útgáfu-
fyrirtækisins hefði staðið við alla
samninga við Jónas Kristjánsson
og Sveinn R. Eyjólfsson hafi
sjálfur gengið frá ráðningu hins
nýja ritstjóra, Þorsteins Páls-
sonar, þar eð Jónas faefði geliö til
kynna að hann hygðist hætta
störfum við blaðið. Ingimundur
sagði ennfremur að f samningi
sem fyrir hafi legið, hafi verið
gert ráð fyrir að Jónasi og f jórum
öðrum hluthöfum yrðu greiddar
21 millj. kr. fyrir öll hlutabréf
þeirra, þó með þeim fyrirvara að
þeir stofnuðu ekki til samkeppni
við Vfsí f blaðaútgáfu næstu 5
árin.
Hinn nýi ritstjóri* Þorsteinn
Pálsson, vildi sem minnst um
málið segja þegar Morgunblaðið
sneri sér til hans f gærkvöldi en
ummæli hans eru birt aftast f
þessari frétt.
I viðtali Mbl. við Svein R.
Eyjólfsson f gærkvöldi sagði hann
að stjórn Reykjaprents h.f. hefði
fengið símskeyti frá Jónasi
Kristjánssyni s.l. þriðjudagskvöld
þar sem Jónas segist m.a. hafa
ákveðið að verða við lögmætri
áskorun aðalfundar Reykjaprents
og hætta ekki sem ritstjóri Vísis.
„Ég tel", sagði Sveinn, „að Jónas
hafi verið rekinn frá Vísi. Ég
taldi að brottför Jónasar væri
samningsatriði og hef lýst þvf yfir
að ef Jónas yrði rekinn sem rit-
stjóri Vísis, myndi ég ekki starfa
þar lengur og við það verður
staðið. Það hefur komið upp hug-
mynd hjá þeim sem stóðu að því
að skora á Jónas að vera áfram
ritstjóri, að stofna nýtt dagblað en
þar er um að ræða eigendur um
40% hlutafjár Vfsis. Menn hug-
leiða hvernig eigi að bregðast við
þessu þegar dyrunum er lokað á
Jónas þvert ofan í samþykkt aðal-
fundarins."
Stjórnarformaður      Reykja-
prents, Ingimundur Sigfússon,
hafði eftirfarandi að segja um
þettamál:
„Við höfum staðið við alla
samninga við Jónas Kristjánsson
og í þeim samningum fólst að
störfum hans hjá dagblaðinu Visi
væri lokið. Til staðfestingar þessu
vil ég minna á að á aðalfundi
Rey.kjaprents  sagði  orðrétt  í
Framhald á bls. 27
Ljósmynd Mbl. Brynjólfur.
1 aðeins 50 metra fjarlægð frá
piltinum á reiðhjólinu er 6
hæða fbúðarblokk, en þokan
hylur hana vendilega eins og
sjá má. Myndin var tekin f
þokunni miklu f Reykjavfk f
gærmorgun.
ATVR:
Velta fyrir sér ávís-
an aviðskip tunum
„ÞAÐ er unnið að því að leysa
þetta mál varðandi ávísanirnar",
sagði Einar Ölafsson útsölustjóri
Reykjavflnirborg:
Byggir 74 íbúð-
ir fyrir aldraða
VERIÐ er að ganga frá samning-
um við Guðmund Þengilsson
byggingameistara um byggingu
74 íbúða fyrir aldraða í 7 hæða
húsi við Furugerði I, en Reykja-
vfkurborg stendur að bygging-
unni. Guðmundur Þengilsson átti
lægsta tilboð í húsið, tæplega 300
millj. kr. Að sögn Jóns G. Tómas-
sonar er hér um að ræða byggingu
74 íbúða 30—50 fm, en þær eru
ýmist ætlaðar fyrir einstaklinga
eða hjón. Aætlað er að hefja
verkið í haust og Ijúka því á
tveimur árum.
Afengisverzlunarinnar í Lindar-
götu, en eins og sagt hefur verið
frá í fréttum vildu útsölustjórar
ÁTVR hætta að taka við ávísun-
um sem greiðslu fyrir vfn og
höfðu sett upp auglýsingu þar að
lútandi, en málinu var slegið á
frest.
„Við höfum rætt þetta mál við
ráðuneytið", sagði Einar," og þeir
lofuðu að tala við viðskiptaráð-
herra um málið, Við útsölu-
stjórarnir erum ábyrgir fyrir
þessum ávfsunum sem reynast
innistæðulausar, en nú er unnið
að lausn þessa máls".
„Þetta er í athugun hjá okkur
og ráðuneytinu", sagði Ragnar
Jónsson skrifstofustjóri ATVR i
samtali við Mbl., „það er óvfst
hvað verður gert en þetta er
vandamál í dag."
Tveir sækja um
Nesprestakall
TVEIR prestar sækja um Nes-
prestakall, en annað prestsem-
bættið þar hefur verið laust til
umsóknar. Umsækjendur eru
séra örn Fríðriksson, Skútu-
stöðum, SkUtustaðasókn og séra
Guðmundur Óskar Olafsson,
Fríkirkju Hafnarfjarðar.
Orðrómur
kveðinn
iður
ni
Nafn manns-
ins sem lézt
MAÐURINN sem lézt I vinnuslys-
inu við Kleppsveg í fyrradag hét
Þorbjörn Jónsson, Skipasundi 42,
Þorbjörn var 65 ára gamall,
fæddur 29. desember 1909. Hann
lætur eftir sig uppkomin börn.
VEGNA þráláts orðróms um að
maður nokkur hafi verið tekinn á
Keflavíkurflugvelli fyrir nokkru
með mikið af gjaldeyri, sem hann
ætlaði að koma ólöglega inn í
landið, hafði Þorgeir Þorgeirsson
Iögreglustjóri á Keflavíkurflug-
velli samband við Morgunblaðið
og bað um að eftirfarandi athuga-
semd yrði komin á framfæri: „Af
gefnu tilefni vegna ítrekaðra fyr-
irspurna um þann orðróm að lög-
gæzla eða tollgæzla á Keflavikur-
flugvelli hafi haft afskipti af
íslenzkum ferðamanni við komu
til landsins um Keflavíkurflug-
völl vegna ólöglegs innflutnings á
erlendum gjaldeyri til landsins,
þykir rétt að taka fram, að atvik
það, er fyrrgreindur orðrómur
fjallar um, hefur ekki átt sér stað
á Keflavíkurflugvelli."
Ágreiningur milli vinnuveitenda
og ASÍ um túlkun samninga
Flugleiðir neita að borga — Svik, segja flugfreyjur
RISIN er deila milli Flugleiða og
Flugfreyjufélagsins  vegna túlk-
	>
Eru þeír að fá 'ann	
¦	
Flókadalsá                 Silungsveiði hefur verið annað Um 300 laxar eru nú komnir á  veifið allSoð neðarlega f ánni. land úr Flóku. Að sögn Ingvars  Vestdalsá Ingvarssonar  á  Múlastöðum  Að sögn Guðmundar Ásgeirs-hefur veiðin verið sæmileg að  sonar  hjá  stangveiðifélaginu undanförnu, en laxinn frekar  Vopna, sem hefur Vestdalsá á smár eða 4—8 pund. Mikil laxa-  leigu eru 250 laxar komnir þar gengd  er í ánni, en þar má   á land, en veiði í ánni höfst veiða á 3 stengur.              ekki fyrr en 10. júlí og er veitt á 2!4 stöng.   Þeir sem hafa verið við veiði í ánni haf a allir f engið Breiðdalsá                  eins °8 beir me8a veiða eða 10 Birgir Einarsson á Staðarborg   laxa  á  3  dögum.  Vestdalsá sagði að frekar tregur afli væri  virðist vera vaxandi sem lax-þar eystra. Ekki væru komnir  veiðiá, en þegar Vopni tók ána nema 50 laxar úr ánni, en veiða   á leigu 1968 fengust aðeins 46 mætti á 5 stengur. Hins vegar  laxar úr henni.Meðalþyngd lax-hafa veiðimenn séð talsvert af  ins, sem fæst úr ánni, var 8,8 laxi og gera þeir sér vonir um  pund  í  fyrra  og  er  jafnvel að veiðin eigi eftir að glæðast.  heldur meiri nii.	
unar á atriði þvf í launasamningi
sem fjallar um verðbætur. Flug-
freyjur telja að þær eigi að fá þá
5300 kr. kauphækkun sem ASI
samdi um að kæmi til 13. júnf s.l.
og einnig þær 2100 kr., sem koma
til hækkunar 1. okt. n.k.
Alþýðusamband Islands hefur
sömu skoðun á málinu og flug-
freyjur ' en Vinnuveitenda-
samband Islands og Flugleiðir
telja að félaginu beri ekki að
greiða flugfreyjum þessa
hækkun. Morgunblaðið hafði f
gær samband við formann Flug-
freyjufélags Islands, skrifstofu
Flugleiða og skrifstofu ASl til
þess að leita frétta af þessu máli,
en flugfreyjur héldu í fyrrakvöld
fund til þess að ræða þessi mál.
Erla Hatlemark formaður Flug-
freyjufélagsins sagði: „Málið er
það, að í samningaviðræðum
okkar við vinnuveitendur alveg
frá því I nóv. 8.1, og til vors var
alltaf gengið út frá því og rætt um
að það sem ASl kynni að semja
um aukalega komi okkur til tekna
jafnhliða öðrum aðildarfélögum
ASl. Okkar samningar voru alltaf
sjálfstæðir, því að þeir voru lausir
á allt öðrum forsendum en aðrir
samningar og því var sett eftir-
farandi ákvæði inn í okkar samn-
ing: „Verði aðildarfélögum ASÍ
(
greiddar verðlagsbætur sam-
kvæmt lögum eða heildarsamn-
ingum eftir 1. júnf 1975, skal flug-
freyjum greitt eftir sömu re<?l-
um."
Nú höfum við hins vegar fengið
þau boð frá Flugleiðum að við
fáum ekki greiddar þessar 5300
kr. og 2100 kr., sem um er að ræða
og við teljum að falli undir þetta
ákvæði. Flugleiðamenn hafa
nefnt Félagsdóm til að fjalla um
þetta mál og það er í sjálfu sér
ekkert að þvf, en samningamenn
Flugleiða tóku skýrt fram þegar
við vorum að semja við þá að
þessar væntanlegu bætur myndu
fylgja samkvæmt samningum
ASl. Við höfum kynnt flugfreyj-
um þetta mál á fundi en frekari
ákvarðana er að vænta í þessu
Framhald á bls. 27
6000 laxar í Kolla-
fjarðarstöðina
UM HADEGISBILIÐ f gær voru
rösklega 6000 laxar komnir f laxa-
eldisstöðina f Kollafirði og er hér
um nýtt met að ræða, og vafalaust
á fjöldi laxa enn eftir að ganga
inn I stöðina. Aður hafa mest
komið 4200 laxar f stöðina, árið
1970.
Þór Guðjónsson veiðimálastjóri
sagði f samtali við Morgunblaðið f
gær, að þeir hjá Veiðimálastofn-
uninni væru einstaklega ánægðir
með þessa miklu gengd og til
samanburðar mætti geta þess, að
á sfðasta ári gengu aðeins tæplega
3000 laxar inn f stöðina.
Ennfremur sagði Þór, að í fyrra
hefði miklu af sjógönguseiðum
verið sleppt, meðal annars vegna
þess að verið er að reyna ný fisk-
merki og til þess hefur fengizt
styrkur frá Sameinuðu þjóðun-
um. Laxinn hefði gengið mjög
jafnt í sumar, þetta 100—400 lax-
ar á dag. Þeir hefðu þegar endur-
heimt 12% af einum hópi sjó-
gönguseiða, sem þeir slepptu, og
ef laxinn héldi áfram að ganga
gætu þeir hæglega komist í 15%,
en það er bezti árangur fram til
þessa.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28