Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 i Jltofgtii Útgefandi D.IþlCllibifíií Árvakur, Reykjavík Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö Sýnum sanngirni Iöllum mannlegum samskipt- um, hvort heldur meðal einstaklinga eða þjóða, á það við, að krefjist menn of mikils eða sýni of mikla þvermóðsku, þegar tekist er á um ágreinings- mál, verður erfiðara að leysa þau á farsælan hátt. Stundum er markvisst haldið þannig á mál- um, að efnisleg lausn á þeim er látin víkja til hliðar til þess að deiluaðilar geti sýnt mátt sinn og megin, áður en bundinn er endi á þrætuna. Þegar þjóðir takast á með þessum hætti getur það haft hinar alvarlegustu af- leiðingar, jafnvel hemaðarátök. í þeim löndum þar sem stjómar- hættir em vanþróaðir á okkar mælistiku verða borgarastyijald- ir eða mönnum er velt úr valda- stólum að geðþótta harðsvíraðra keppinauta. Sem betur fer emm við íslend- ingar vanastir því að sitja á áhorfendabekk þegar afl er látið ráða úrslitum í deilum meðal manna. Okkar stjómarhættir byggjast á því, að við veljum okkur stjómendur í almennum kosningum og felum þeim umboð til að fara með ákveðna mála- flokka. Hér og annars staðar í nágrannalöndunum er uppi víðtæk og almenn viðleitni til að minnka íhlutunarrétt stjóm- málamanna til dæmis í stjóm og resktri fyrirtækja. Hugtakið „einkavæðing" setur æ meiri svip á stjómmálaumræður. Með því er vísað til þess að ríkisfyrir- tæki séu seld á almennum markaði og leyst undan beinni opinberri forsjá. Ef litið er frá ytri aðstæðum til þeirra þátta, sem ráða mestu um stöðugleika og friðsamlega framvindu atvinnu- og efnahags- starfseminnar hér á landi, þá beinist athyglin fýrst að sambúð aðila vinnumarkaðarins. Reynsl- an sýnir okkur, að ófriður milli þeirra getur ekki aðeins leitt til stöðvunar á atvinnustarfsemi og þar með fjárhagslegs tjóns bæði fyrir launþega og atvinnurekend- ur, heldur beinlínis raskað öllum eðlilegum markmiðum í afkomu þjóðarbúsins. Undanfarin misseri hafa aðilar vinnumarkaðarins lagt áherslu á „einkavæðingu" í lgarasamningum, ef þannig má að orði komast. Þeir hafa lagt sig fram um að ná niðurstöðu í kjaradeilum án beinnar íhlutunar ríkisvaldins. Að vísu er ljóst, að stjómmálamennimir hafa sam- þykkt að grípa til ýmissa ráðstaf- ana, svo sem skattalækkana, til að greiða fyrir samningum, en áherslan hefur verið á sjálfstæði samningsaðila. Því hefur ekki verið fagnað af öllum, að þannig hefur verið haldið á málum, að ekki hafa orðið verkföll og harkaleg átök vegna kjaramála á hinum al- menna vinnumarkaði. Ýmsir forystumenn Alþýðubandalags- ins hafa beinlínis lýst sig andvíga sáttum af þessu tagi. Þeir láta með öðrum orðum í ljós andstöðu við þann frið, sem þar ríkir. Ekki hefur verið jafn friðsam- legt á vinnumarkaði hins opin- bera og á almenna markaðnum. Þar hefur oftar en einu sinni komið til harkalegra verkfalls- átaka. Starfsstéttir segja upp störfum til að undirstrika kröfur sínar um hærri laun. Um þessar mundir eru háskólamenntaðir kennarar í verkfalli og þúsundir framhaldsskólanema eru án kennslu. Hjúkrunarstéttir eru að leggja niður störf og fleiri hópar opinberra starfsmanna. Sam- þykki starfsmenn Reykjavíkur- borgar ekki samning um laun þeirra, sem gerður var um helg- ina, blasir við verkfall hjá þeim. Sagan sýnir, að það tekur þjóðir, sem lotið hafa stjóm og forsjá annarra, alltaf nokkum tíma að læra að fara með frelsi, þegar þær fá það. Þessi um- þóttunartími getur oft verið dýrkeyptur og minniháttar deilu- efni geta oft leitt til blóðugra átaka. Það er ekki langt um liðið síðan það skref var stigið að veita opinbemm starfsmönnum verkfallsrétt og nú á þessum vetri var þessi réttur rýmkaður enn frekar. Að vissu leyti er eðli- legt, að hinir einstöku hópar opinberra starfsmanna vilji láta reyna á styrkleikahlutföllin inn- byrðis og í samskiptum sínum við samninganefnd ríkisins. Hættan er sú, að menn missi stjóm á framvindu mála og allir tapi að lokum. Morgunblaðið hvetur þá, sem nú sitja við samningaborðið, að sýna fýllstu sanngimi og halda ekki þannig á málum, að þeim sé beinlínis stefnt í hnút. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar hafa hlotið viðurkenningu og lof allra þeirra, er vilja að skynsem- in ráði við lausn kjaradeilna. Nýgerðir samningar Reykjavík- urborgar við starfsmenn sína em til marks um það, að það er unnt að komast að sameiginlegri nið- urstöðu án þess að brjóta brýr að baki sér. Samninganefnd ríkisins hefur einnig samið við ýmsar stéttir opinberra starfs- manna undanfarið án verkfalls- átaka. Ef sanngimi og sáttfýsi em höfð að leiðarljósi verður lokaniðurstaðan betri en ef harka og óbilgimi ráða ferðinni. Fyrirtækjanöfn eftírÞórhall Vilmundarson Vísindafélag íslendinga hélt ráðstefnu um vanda íslenzkrar tungu á vorum dögum i Nor- ræna húsinu hinn 12. apríl 1986. A ráðstefnunni voru flutt þrettán erindi um þetta efni. Flutningur hins fjórtánda, er- indis Þórhalls Vilinundarsonar um fyrirtækjanöfn, féll niður vegna forfalla fyrirlesara. Er það birt hér með leyfi höfund- ar. Þessa daga er að koma út bók með öllum erindunum á vegum Vísindafélagsins. Saga íslenzkra fyrirtækjaheita er óskráð. Hér verður ekki gerð til- raun til þess að rekja hana ítarlega, aðeins stiklað á fáeinum atriðum. Ekki var fullkomin festa í skrán- ingu og þar með nafngiftum fyrir- tækja fyrir 1903, en það ár setti alþingi lög um verzlanaskrár, firmu og prókúruumboð að danskri fyrir- mynd. Meðan verzlunarviðskipti vom nær eingöngu bundin við Dani, danskir kaupmenn vom hér um- svifamestir og viðskiptamálið þar af leiðandi danska, vom verzlunar- fyrirtæki, bæði félög og verzlanir einstakra kaupmanna, yfirleitt nefnd dönskum nöfnum eða á danska vísu í bréfum og skjölum, en manna á meðal vom nöfnin oft íslenzkuð að meira eða minna leyti. Einstaklingsverzlanir vom langoft- ast kenndar við kaupmennina (Lefoliiverzlun, Thomsens Magasin, Zimsen.) Önnur fyrirtæki hétu ein- att aldönskum nöfnum eins og Hotel Alexandra í Reykjavík, Hotel Isafjord á Ísafírði, Hotel Elverhej á Seyðisfirði og Reykjaviks Bio- grafteater (stofnað 1906, síðar nefnt Gamla bíó). Eftir að íslend- ingar tóku sjálfír að stofna fyrir- tæki, eimdi lengi eftir af dönskum (eða alþjóðlegum) áhrifum í nafn- giftum. Dæmi þess em nöfn eins og Ó. Johnson og Kaaber (elzta íslenzka heildsalan, stofnuð 1906), J. Þorláksson og Norðmann (1923), Bræðumir Ormsson (1922). Nokkra sérstöðu hafa nöfn erlendra borga, svo sem Liverpool, Edinborg. Oft er þar um að ræða borgir, sem kaupmenn skiptu helzt við. En alíslenzk nöfn skutu þegar upp kollinum á 19. öld og sóttu æ meira á. Ég nefni af handahófí nöfn eins og Landsprentsmiðjan (1844), Veltan, Gránufélagið (1871; í því tilviki tóku eigendumir upp háðsnefni danskra kaupmanna), ísafoldarprentsmiðja (1877), Kaup- félag Þingeyinga (1882), Hótel ísland, Skjaldbreið, Uppsalir, gos- drykkjaverksmiðjumar Kaldá og Mímir, söðlasmíðabúðin Sleipnir. Gaman er að veita athygli, hvemig hin íslenzku nöfn ryðja smám sam- an burt dönsku nöfnunum. Þannig var Hótel Reykjavík í fyrstu nefnt Temperance hotel, en það nafn lét í minni pokann, og á mynd af Lækj- artorgi frá 1910 sé ég, að í stað skiltis með nafninu Thomsens Mag- asin er komið annað með nafninu Verzlun H. Th. A. Thomsens. ís- lenzkar nafngiftir færast greinilega í aukana, eftir því sem líður á sjálf- stæðisbaráttuna við Dani, og hafa fullveldið 1918 og alþingishátíðin 1930 vafalaust haft þar mikil áhrif. Enn frekari dæmi um þjóðlegar nafngiftir em Timburverzlunin Völ- undur (1904), útgerðarfélagið Kveldúlfur (1912; togaramir voru nefndir nöfnum úr Egils sögu, svo sem Egill Skallgrímsson, Þórólfur, Arinbjöm hersir), Ölgerðin Egill Skallagrímsson (1913), Eimskipa- félag Tslands (1914; skip þess heita íslenzkum fossanöfnum), Veiðar- færaverzlunin Geysir (1919), Verzlunin Brynja (1919), Vélsmiðj- an Héðinn (1923), verzlunin Verðandi (1927), Lyfjabúðin Iðunn (1928), bókaútgáfan Helgafell (1943). I síðari heimsstyijöld stóijukust samskipti íslendinga við enskumæl- andi þjóðir og að sama skapi fóru vaxandi hvers konar menningar- áhrif úr þeirri átt. Á stríðsárunum mátti sjá „fish and chips“-búðir með enskum heitum víða í höfuðborg- inni, og Café Broadway var reist við Rauðavatn. Þessi fyrirbæri duttu að vísu skjótlega upp fyrir, en hins vegar varð ekki lát á ensk- um áhrifum, bæði í viðskiptalífí og ekki sízt í skemmtanaiðnaði, svo sem kvikmyndum og dægurlögum. Því mátti segja, að það væri tíma- spuming, hvenær enskan ryddist að marki inn í nafnakerfí íslenzkra fyrirtækja, inn í íslenzka nafnhelgi, ef svo mætti að orði komast. Lögin frá 1959 Árið 1958 var gistihúsi hér í bæ valið nafn, sem ég hygg, að hafí dregið nokkum dilk á eftir sér í sögu íslenzkra nafngifta. Tilkynnt var, að nýtt hótel við Ránargötu yrði nefnt City Hotel. Mörgum þótti nóg um, og urðu nokkrar umræður um málið. Ég minnist þess að hafa vakið athygli á því í blaði, að önnur erlend nöfn á íslenzkum fyrirtækj- um væru að því leyti skárri, að þau væru yfirleitt dregin af erlendum ömefnum eða öðrum sémöfnum (London, Tívolí o.s.frv.), en hér væri landsmönnum boðið upp á enskt samnafn sem heiti íslenzks gististaðar, því að city væri hér eflaust í merkingunni borg (mið- borg) almennt, en ekki borgarhluti í Lundúnum með því nafni. Ég hygg, að þessi nafngift hafi riðið baggamuninn um það, að íslenzkur alþingismaður flutti á alþingi tillögu um breytingu á lögum um verzlana- skrár, fírmu og prókúruumboð nr. 42 13. nóv. 1903: „8. grein laganna orðist svo: Hver sá, er rekur verzl- un, handiðnað eða verksmiðjuiðnað, skal hlýða ákvæðum þeim, er hér fara á eftir, um nafn það, er hann notar við atvinnuna, og um undir- skrift fyrir hana (fírma), enda beri fyrirtækið og atvinnustarfsemi þess nöfn, sem samrýmist íslenzku mál- kerfí að dómi skrásetjara. Ágrein- ingi, sem rísa kann út af nafni, má skjóta til nefndar þeirrar, sem starfar samkvæmt lögum nr. 35/1953.“ Samtímis var samþykkt hliðstæð breyting á lögum nr. 21 15. júní 1926 um veitingasölu, gisti- húsahald o.fl.: „5. liður 3. gr. orðist svo: Hefur meðmæli bæjarstjómar eða hreppsnefndar, enda beri veit- ingastaðurinn eða gistihúsið nafn, sem að dómi skrásetjara samrýmist íslenzku málkerfí. Ágreiningi, sem rísa kann út af nafni, má skjóta til nefndar þeirrar, sem starfar sam- kvæmt lögum nr. 35/1953.“ Nefnd sú, sem hér er átt við, er Ömefna- nefnd, sem sett var á laggir árið 1935. Lög þessi gengu í gildi 29. apríl 1959. í greinargerð með framvarpi til Iaga þeirra, sem hér var getið, seg- ir flutningsmaður, Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður, m.a.: „Þar sem Alþingi er nú svo kröfuhart varðandi mannanöfn (sem era mörgum manni viðkvæmt mál), mætti ætla, að það fylgdi jafn- strangri reglu til dæmis varðandi nöfn á hvers konar atvinnufyrir- tækjum, en svo er þó ekki. Menn geta skírt fyrirtæki hvaða ónefni sem er og meira að segja fengið það lögvemdað. Nýlega er t.d. búið að skrá gistihúsið „City Hotel“ í fírmaskrá Reykjavíkur..." Og í framsöguræðu um málið sagði flutningsmaður m.a.: „En þó er mála sannast, að nafn einstaks manns eða bóndabýlis varðar al- menning miklu minna en nafn fyrirtækis, sem e.t.v. auglýsir nafn sitt með gríðarstóra Ijósaskilti og lætur það klingja í eyram hlustenda í auglýsingaþætti ríkisútvarpsins dag eftir dag. Að mínum dómi er nafngift fyrirtækis menningarat- riði, sem ekki má virða að vettugi. Þórhallur Vilmundarson „Hins vegar fer því fjarri, að lagaákvæðin hafi orðið til þess að koma í veg fyrir enskar eða aðrar erlendar nafngiftir. Stofnendur fyrirtækja fundu skjót- lega það ráð að láta skrásetja gott og gilt íslenzkt nafn, en nota síðan allt annað nafn — og það yfirleitt enskt — sem heiti verzlunar eða annarrar starfsemi fyr- irtækisins. Þannig lét einn aðili skrásetja heitið Veitingahúsið Álfabakki 8, en nefndi skemmtistaðinn Broad- way. Annar lét skrá nafnið Reisn, en kallaði verzlun sína Top Class. Engu er líkara en Is- lendingar hafi sérstaka hæf ileika til að snið- ganga lög, en reyndar hafa þeir líka fengið langa og mikla æfingu í að óhlýðnast lögum við alveg einstaka þol- inmæði yfirvalda.“ Og kominn er tími til þess, að Al- þingi stemmi stigu fyrir því menningarleysi, er átt hefur sér stað í þessu efni. Sumar þessar nafngiftir gefa til kynna furðulegt sambland af vanmetakennd og of- látungshætti. íslenzkan virðist að dómi þessara manna ekki nógu fínt mál til þess að geta séð fyrir nöfn- um á fyrirtækjum þeirra. Erlendar stórborgir eða merkisstaðir verða þá fyrir valinu í þessu efni, og er mér einna minnisstæðast nafti á veitingastað, ómerkilegum veit- ingastað, sem rekinn var fyrir nokkram áram og hét Café Broad- way. Skylt er að geta þess, að íslenzkir veitingamenn eða kaup- sýslumenn era ekki allir undir sömu sök seldir, og era þeir allmargir, sem skírt hafa atvinnutæki sín þjóð- legum nöfnum. Má f því sambandi nefna Hótel Borg, en eigandi þess veitinga- og gistihúss hafði áratug- um saman dvalizt með erlendum þjóðum og kunni þess vegna e.t.v. betur en ella að meta þjóðleg verð- mæti, enda varð bær Egils Skaila- grímssonar fyrir valinu, þegar hann gaf fyrirtæki sínu nafn. Énn fremur má nefna nöfn eins og veitingahús- ið Röðull, Vík, Hressingarskálinn, verzlanimar Gullfoss, Feldur, Markaðurinn, verksmiðjumar Vífíl- felt, Frón, Esja o.s.frv." I umræðum um málið skýrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.