Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 Minning: SigurðurG. Tómas- son — Olafsvík Fæddur 21. september 1905 Dáinn 5. nóvember 1991 Sigurður Guðmundur Tómasson fæddist að Ósi í Fróðárhreppi. Hann var sonur hjónanna Ragn- heiðar Árnadóttur frá Kársstöðum í Helgafellssveit og Tómasar Sig- urðssonar frá Höfða í Eyrarsveit. Hann var þriðja elsta af átta börn- um þeirra hjóna en auk hans áttu þau sjö dætur. Eru nú aðeins tvær þeirra á lífi, þær Guðrún og Aðal- heiður sem báðar eru búsettar í Reykjavík. Sigurður var rúmlega 86 ára er hann lést á St. Fransiskuspítalan- um í Stykkishólmi 5. nóvember sl. en þar hafði hann dvalist um nokkurt skeið. Útför hans verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 16. nóvember. Þeim fer nú óðum fækkandi sem fæddust inn í tuttugustu öldina á fyrstu árum hennar og áttu eftir að lifa og starfa á tímabili hinna stórkostlegu breytinga í Iífsháttum þjóðarinnar, sem færðu hana úr kyrrstöðu fátæktar og umkomu- leysis upp að hlið þeirra þjóða sem fremstar standa í lífskjörum og mannréttindum í dag. Hann var því í hópi þeirra sem gengu í byij- un aldarinnar í gegnum mótun og reynslu þeirra lífshátta og lífsbar- áttu fólksins, sem varð að komast af við lítil efni og nægjusemi, þar sem reynslah kenndi að gleðjast yfir því sem lítið þætti til um í dag. Við þessar aðstæður þroskað- ist og harðnaði kynslóð Sigurðar og varð ung að árum verkhæf og leikin í samskiptum við náttúruöflin til lands og sjávar og um leið hæf til að komast af. Þannig var lífsbar- áttan háð í þá daga með bjartsýn- ina og nægjusemina að leiðarljósi og talið að fólk hafi verið lífsglatt og hamingjusamt ekki síður en í dag. Fjölskylda Sigurðar fluttist fljót- lega frá Ösi að Bakkabúð á Brimils- völlum. Þar ólst Sigurður upp í giöðum systkinahópi. Á Brimil- svöllum var í þá daga margbýlt, eins konar lítið sveitaþorp, þar sem fólkið lifði af hvoru tveggja, tak- mörkuðum landbúnaði og sjósókn. Þarna var mikið af glaðlyndu fólki sem vann hörðum höndum frá unga aldri við hin þröngu lífsskilyrði og þroskaðist því snemma til mann- dóms og á hinn bóginn lifði sínu eigin menningar- og skemmtanalífi með eigin samkomuhúsi sem Fróð- hreppingar komu sér upp. Frá þess- um tíma hefur maður oft heyrt þetta fólk rifja upp gamla, góða daga þegar allir voru glaðir og sáttir við lífið og tilveruna þrátt fyrir litil efni og harða lífsbaráttu. Það þarf því engan að undra að úr slíku samfélagi kæmu harðþjál- faðir og dugmiklir menn sem þóttu vel hlutgengir til flestra starfa þeg- ar leita þurfti atvinnu til annarra landshluta. í þessu umhverfi ólst Sigurður upp og þroskaðist til þeirrar lífsbar- áttu sem beið hans. Úngur að árum hóf hann sjóróðra frá Brimilsvöllum og frá Hrísakletti, fyrst á árabátum og síðan á opnum vélbátum og ennfremur yfir sumarmánuðina á Vestfjörðum á þilfarsseglskipum, skútunum, þá á handfæraveiðum. Síðar lá leiðin suður með sjó og til Vestmannaeyja á vetrarvertíðir. Vinnuþroskinn úr heimahögum afl- aði slíkum mönnum viðurkenninga við vertíðarstörfin. Sigurður aflaði sér þekkingar á bátavélum, fyrst á námskeiði á Hellissandi upp úr 1930 og síðar í Reykjavík. Kom það sér vel, fyrst við bátavélarnar og síðar bæði við störf hans sem iðnverkamanns hjá vélsmiðjunni Sindra hér um árabil og síðar.um langt árabil við störf sem vélgæslu- maður frystihúsanna hér f Ólafsvík. Sigurður hafði eðlislæga verk- hæfni. Margs konar smíðar léku honum í höndum. Kom það sér vel í daglegum störfum þar sem hann dag opnum við nýja barnafataverslun á Laugavegi 12a í Reykjavík. Þar er litríkt úrval klæða á börn, allt frá „glænýjum“ kornabörnum til 12 ára „öldunga11. Komdu og skoðaðu ævintýrið í kistunum okkar. Við höfum opið frá kl. 10 til 16 í dag, laugardag. km mm wpooo Laugavegi 1 2 a, Reykjavík,sími: 2 82 82 vann og ekki síður í frístundum hans. Þá hafði hann jafnan eitthvað handa á milli. Oft mátti sjá hjá honum listavelgerða muni. Þar eru sérstaklega minnisstæð bátalíkön. Þar var honum gjarnan hugleikinn seglbúnaður áraskipanna. Eins og áður segir var mikið af ungu fólki í Brimilsvallabyggðinni á fyrstu áratugum aldarinnar. Þar kynntist Sigurður einmitt eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðríði Hans- dóttur. Guðríður er dóttir þeirra sæmdarhjóna Þorbjargar Árna- dóttur og Hans Árnasonar er þá bjuggu á Holti en síðar að Kaldalæk í Ólafsvík. Guðríður og Sigurður t gengu í hjónaband árið 1932 og bjuggu í Einarsbúð á Brimilsvöllum fyrstu búskaparárin. Árið 1938 flytjast þau hingað til Ólafsvíkur og byggðu sér hús Grundarbraut 11 þar sem þau hafa búið alla tíð síðan eða þar til þau fluttust að Jaðri hér í Ólafsvík. Guðríður bjó manni sínum og börnum vistlegt og hlýlegt heimili. Þótt stærðarmörk húsnæðisins á Grundarbraut 11 fylli nú ekki kröf- ur nútímans í þeim efnum hefur það ávallt borið merki myndar- skaps hennar og hannyrða. Þar hafa ávallt allir verið velkomnir og notið gestrisni þeirra hjóna og vel- vildar. Enn stendur heimilið svo að segja fullbúið þótt þau hafi flutt aðsetur sitt að Jaðri síðustu misser- in. Börn þeirra hjóna eru fjögur: Hermann, sem rekur hjólbarða- og smurþjónustu hér í bæ, giftur Ing- veldi Karlsdóttur; Kristín, húsmóðir og aðstoðarmaður tannlæknis, gift Hallmari Thomsen, bifreiðastjóra; Tómas, sem rekur vinnuvélaleigu hér, giftur Birnu Pétursdóttur, skrifstofumanni; Haukur, málara- meistari, giftur Kristínu Halldórs- dóttur, hjúkrunarfræðingi, en þau búa í Reykjavík. Barnabörnin eru 10 og barnabarnabörnin orðin 9. Allt er þetta hið mannvænlegasta fólk. Sigurður hefur því verið mik- ill hamingjumaður í einkalífinu og sjálfur hefur hann sagt að heims- auður þeirra hjóna fælist í miklu bamaláni. Enda þótt flestir afkom- endur hans búi hér í Ólafsvík býr yngsti sonurinn Haukur' og fjöl- skylda hans í Reykjavík og dóttur- dóttirin Guðríður býr í Sviss ásamt þarlendum eiginmanni og börnum þeirra. Eins og áður sagði starfaði Sig- urður um allmörg ár sem vélgæslu- maður í hraðfrystiiðnaðinum hér en þar lágu leiðir okkar saman í starfi í áratug. Þótt allnokkur aldursmunur væri með okkur varð ég aldrei var við það í daglegum samskiptum okkar. Aldrei minnist ég þess að styggðaryrði félli okkar í milli þessi ár. I daglegu starfi var hann ávallt glaðlegur og jákvæður í framkomu og úrræðagóður við störf og óx aldrei neitt í augum í amstri hinna daglegu starfa. Hann bjó yfir mikiili vinnualúð bæði á vinnustað og heima við sem lýsir sér best í því að hann skyldi ráðast í og byggja eigið sumarhús hér í nágrenninu fyrir sig og íjölskyld- una og þá kominn verulega við ald- ur. sigurður byggði á þeirri lífsskoð- un að allir væru jafnir og hann taldi það hluta af lifsgæfu sinni að fá að lifa þær miklu þjóðfélags- breytingar í bættum lífskjörum og mannréttindum sem orðið hafa frá því sem verið hafði í hans bernsku. Langri og farsælli ævi er lokið. Eftir stendur eiginkonan og afkom- endahópurinn sem ber með sér mannkosti foreldranna. Sjálfur vil ég þakka gott samstarf og einlæga vináttu um leið og ég óska eftirlif- andi eiginkonu þess að hún megi eiga gott og friðsælt ævikvöld. Elinbergur Sveinsson Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja ijallgönguna. Ög þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. Spámaðurinn, Kahlil Gibran. Sigurður Tómasson er látinn, hann sofnaði 5. nóvember sl. Það var sumarið 1974 að okkar kynni hófust, ég kom til Ólafsvíkur á ferð- alagi um nesið og gisti hjá Stellu og Hadda syni hans. Þá strax heill- aði þessi síungi maður mig upp úr skónum, lífsglaður og glettinn. Seinna settist ég að í Ólafsvík og okkar kynni urðu meiri. Gott var að koma í húsið þeirra á Grundarbrautinni, „Framtíð”, og spjalla við þau hjónin Guðríði og Sigurð, alltaf gáfu þau mér ungri konunni, jákvætt og mannbætandi vegarnesti að fara með frá þeim. Og mikið var gaman að hlusta á Sigga, en það var hann kallaður, spila á munnhörpu og líka orti hann kvæði, mjög falleg. Það var í janúar 1984 að ég hafði ætlað niður á pláss að erinda eitthvað, á Lödu jeppa sem við átt- um. Veðrið var rísandi en þó ekki slæmt, en þegar ég kem að Fram- tíð skellur á þetta líka bandvit- lausasta veður sem ég hef lent i, bílinn festi ég í skafli og gat ekki komist neitt. Ég kemst við illan leik að Framtíð pg er að vanda vel tekið innandyra, fæ auðvitað kaffi og méð því og svo spjall um daginn og veginn. Ég hafði komið þarna illa klædd, rennandi blaut og köld. Guðríður og Siggi hófu þarna leit að fötum er passa myndu konunni og sjáum nú til, síðar buxur af Sigga sem klippa varð upp að hnjám, gamlar buxur af Guðríði og lopapeysa, síð- ast yfir þetta alltof lítil úlpa og svo ullarsokkar þá var um mig bundið snæri og leit ég þarna út eins og fuglahræða, en ég komst heim til stelpnanna án þess að blotna. Mik- ið hlógum við að þessari uppákomu. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni. Spámaður- inn, Kahlil Gibran. Síðast þegar ég hitti Sigga var hann orðinn lasburða, en hann gat þó spilað smávegis á munnhörpuna sína. Virtist manni hann glaður þrátt fyrir að minni hans væri far- ið að hraka nokkuð. Guð blessi alla ættingja Sigurðar Tómassonar og þökk sé fyrir kynni mín af honum og alla hans vináttu. Kolbrún Þóra Björnsdóttir Það er komin vetrarsól með veður köld og strið. Ég stend við gluggann, myrkrið streymir inn í huga minn þá finn ég hlýja hönd, sál mín lifnar við, eins og jurt sem stóð í skugga, en hefur aftur litið ljós, mín vetrarsól. (Ólafur Haukur Símonarson) Hann afí minn í Framtíð er dá- inn. Það eru yndislegar minningar sem koma upp í hugann þegar ég lít um öxl og hugsa um afa minn. Ég man fyrst eftir afa á þriggja ára afmælisdaginn minn, þá orti hann til mín þessa vísu: Þriggja ára er í dag, af því gleði sönn. Afi og hún ainma, óska Maggý Hrönn. Að þú gæfunnar spor, gangir sí og æ. » I » » I I þ > I )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.