Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 1
Orsakir óhapps Flugleiðaþotunnar á Kef lavíkurvelli: ÞOTANKOM OFHÁTT INN TIL LENDINGA R Viö rannsókn óhappsins, þegar Flugleiöaþota rann fram af flug- braut á Keflavikurflugvelli á sunnu- daginn, munu vitni hafa boriö aö þotan hafi komið óvenju hátt inn, haldið hæðinni óvenju lengi og ekki snert brautina fyrr en hún var komin vel inn fyrir brautarmót þar sem lendingarbrautin, 29, og braut 02 bremsuskilyrði voru yf ir þeim mörkum sem Flugleiðir setja sér skerast. Braut 29 er 10,015 fet, eða 3,38 kilómetrar og er lengsta braut vallarins. Viö áðumefnd brautarmót eru 2,5 km eftir og hafi þotan lent vel fyrir innan þau hefur hún ekki átt nema um þaö bil tvo kílómetra eftir tilaðstöðvasigá. Flugleiðir gefa sér að bremsuskil- yrði fyrir DC—8 á þessari braut megi ekki vera undir 25, skv. upplýsingum Flugtumsins í morgun, en þar fyrir neðan teljast skilyrði mjög slæm. Kl. 16.24, eða 11 mínútum fyrir lendingu, voru bremsuskilyrði mæld á þrem stöðum á brautinni og voru niður- stöðutölur 30, 39 og 40 (miðlungi lé- leg, miölungi góð og góð). Kl. 16.48, eða 13 minútum eftir lendinguna, mældust þau hins vegar 28,29 og 33 (léleg, léleg og miðlungi léleg). Reiknað hefur verið út að kl. 16.35, þegar þotan lenti, hafi þau verið 29,34 og 36 (léleg, miðlungi léleg og miðlungi góð). I öllum tilvikum em skilyrðin yfir því sem Flugleiðir setja sér. Nú er verið að rannsaka hvort einhver leiösögutæki hafi teygt þotuna of langt inn á brautina áöur en hún snerti hana. DV er kunnugt um að athugun á aöflugshallaljósum .leiddi í ljós að þau voru rétt stillt. Loftferðaeftirlitið verst allra frétta á meðan á rannsókn stendur en vonast er til að henni ljúki á f östu- dag. -GS/-om. Bögglaburðar- gjaldhækkar Um 100 prósent hækkun hefur orðið á bögglaburðargjaldi eftir áramótin. Bögglaburðargjald hækkar þann 1. janúar ár hvert en til grundvallar verðinu er meðalgengi SDR, sem árið 1983 var 23,37 kr. miðað við 11,61 kr. árið áður. Nú kostar kr. 486 aö senda 20 kílóa böggul til Noregs með skipi miðaö við 236 kr. árið 1983. Gegnumgang- andi hefur orðið um helmingshækk- un á burðargjaldi tU flestra landa. Buröargjaldiö er háð ýmsum öðrum þáttum einnig eða flutningsgjaldi, gjaldi til viðtökulanda og burðar- gjaldisemfertUPóstsogsíma. HÞ Fundurvegna þyrtusfyss Þeir aðilar sem rannsakað hafa þyrluslysið í Jökulfjörðum munu koma saman til fundar á Islandi í lok þessa mánaðar. Tæknimenn frá Flugslysanefnd, Flugmálastjóm, Landhelgisgæslu, öryggisráði sam- gönguráöuneytis Bandaríkjanna og Sikorsky-verksmiðjunum munu þá bera saman bækur sínar. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrt getur þaö hvers vegna TF— RÁN fór í haflð þann 8. nóvember síðastliðinn með þeim afleiðingum að fjórir menn fórust. Margir mögu- leikar hafa þó verið útUokaðir. -KMU. Frostkomst í farminn „Það var aðeins h'tUl hluti kartöflufarmsins sem fraus og honum verður að sjálfsögðu fleygt þegar búið er að fara í gegnum þetta,” sagði Gunnlaugur Björnsson, forstjóri Grænmetisverslunar land- búnaöarins, er DV rasddi við hann. Umræddur kartöflufarmur, um 700 tonn, var að koma sjóleiðis frá Finn- landi. Að sögn Gunnlaugs komst frost í efstu pokana í farminum, með þeim afleiöingum að kartöflumar skemmdust. Ekki kvaðst hann geta sagt tU um hversu stór hluti farmsins hefði skemmst. Það kæmi ekki í ljós fyrr en búið væri að flokka kartöflurnar. Hins vegar væri ljóst að ekki hefði veriö um miklar skemmdiraðræða. -JSS Hægrí hríngleið strætó fór til tannlæknis í morgun. At- burðurinn var með þeim hætti, að strætisvagninn kom akandi niður Háteigsveg en beygja inn á Rauðarárstig mis- tókst með þeim afleiðingum að strætóinn lenti inn á tann- læknastofu Friðleifs Stefánssonar að Rauðarárstig 40. Engin meiðsli urðu á fóiki. Þess má geta, að Friðleifur tannlæknir er einmitt með viðtalstíma milli kl. 10 og 12, á þeim tíma sem strætó mætti á stofuna. D V-mynd S. Svikíætt- leiðingumbama — sjá bls.9 Ghemenko þykirbjóða afsérgóðan þokka — sjábls.8 Gamalmenni við stjómvölinn — sjá bls. 10 Pizzaverður sífelltvinsælli -sjábls.6 Verðfaiiá loðnuafurðum — sjá bls.2 ■■■■■■ !' Arsenalklúbb- urinn tilLondon — sjá íþróttir á bls. 18 og 19 Nýrbanka- stjóri ísjöunda f himni — sjá bls. 2 Liverpoolí úrslitaleikinn 1 áWembley — sjá íþróttir bls. 18ogl9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.