Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 7
Helgin 26. - 27. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 „Ekki hægt að taka góðar myndir nema af hreinni ást” - Ljósmyndatæknin er búin að ná eins langt og hægt er og því eiga Ijósmyndarar ekki að leggja aðaláhersluna á tækninasjálfa, heldurdýpt viðfangsefnisins. Mérsýnist ungt fólk hérlendfé vera næmt fyrir þessari hlið Ijósmyndunar, þe. að ganga einu skrefi lengra og gera Ijósmyndunina að list, segir hinn víðkunni franski Ijósmyndari Jean Dieuzaide. Hann heldur um þessar mundir námskeið í ljósmyndun hérlendis á vegum Ljósmyndasafnsins og menningardeildar franska sendi- ráösins, auk þess sem hann flutti með sér til íslands stórmerka sýn- ingu á ljósmyndum franska rithöf- undarins Emile Zola, sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag. Getur verið mjög áhrifamikil - Ábyrgð ljósmyndarans er mik- il, því hann handfjatlar mikilfeng- legt tæki. Hann getur sýnt alla hluti, bæði góða og illa. Við skulum heldur ekki gleyma því, að ljósmyndin getur verið mjög áh- rifamikil. Hún átti ekki minnstan þátt í því að gera út um Víet- namstríðið á sínum tíma, heldur Dieuzaide áfram. - Það er ekki ljósmyndarans að líkja eftir viðfangsefninu, vélin sér um það. Hins vegar verður ljós- myndarinn að vera hluti af við- fangsefninu, bindast sterku sam- bandi við það. Þessa tjáningu má m.a. sjá í mörgum myndum Kal- dals. Þetta er eins og með bogalistina. Menn verða að setja sjálfan sig inn í örina eigi hún að lenda í miðjunni. Á sama hátt verður ljósmyndarinn að setja sjálfan sig inn í myndefnið. Mikil tilfinning hjá Zola Einmitt þetta er einkenni á mörgum mynda Emile Zola. Það er mikil tilfinning í myndum hans, einkum þeim sem eru af hjákonu hans og börnum þeirra og hins veg- ar þeim sem hann tók af sér og eiginkonunni. Þar er hann mjög sorgmæddur. Togstreituna á milli ástarinnar og þess að drýgja hór má beinlínis lesa úr myndum hans. - Hvernig kom til áhugi þinn á myndum Zola? - Zola var ekki að taka myndir fyrir almenning né til birtingar. Hann var að taka myndir fyrir sjálf- an sig. Hann tók alveg geysilega mikið af myndum. Síðustu 6 ár ævi sinnar tók hann um 6000 myndir. Fleiri myndir en skrifuð orð þessa heimskunna rithöfundar. Hefði hann ekki fallið snögglega frá, hefði hann orðið mikilvirkur ljósmyndari. Lokað niðri í 80 ár Ég vissi af þesu safni ljósmynda Zola eins og fleiri. Það var alls ekki týnt, þótt það hefði verið lokað niðri í hirslum í 80 ár. Þið hljótið að geta gert ykkur í hugarlund hversu hrærður ég var þegar læknirinn Francois Emile-Zola, sonarsonur rithöfundarins, leyfði mér að nálg- ast, skoða og snerta þetta dýrmæta safn. Það hafði tekið mig 4 ár að fá sonarsoninn til að leyfa mér að vinna myndir upp úr þessu safni til sýningar. -1 hvernig ásigkomulagi var safnið? - Það var í kössum staflað inn í skáp. Safnið var alveg geysistórt, yfir 7000 myndmót úr gleri af öllum stærðargráðum. Þetta var geymt í mjög þurru lofti og því voru margar myndir nær orðnar ónýtar, auk þess sem sumar voru brotnar. Nú er ég búinn að endurgera nær Jeanne. „Hárið var kraftaverki likast, ótrúlegt lokkarflóð fullt af djúpumliðum, hlýr og lifandi kjóll, ihnandi af hreinu, nöktu holdi“. Svo skrifar Emile Zola í „Le réve“ (Draumurinn) sem kom út 1888. Rætt viö Jean Dieuzaide um Ijósmyndun sem list og Ijósmyndasafn Emile Zola Jean Dieuzaide hefur unnið ómetanlegt starf við að endurgera allt Ijós myndasafn Zola allar myndimar sem voru heilar og af þeim eru hér á sýningunni á Kjarvalsstöðum 135 myndir teknar á árunum 1896-1902. Fjölskyldan og einkalífið - Hvaðan eru þessar myndir? - Flestar myndirnar eru frá heimili Zola, fjölskyldunni, einka- lífinu. Myndir af Jeanne Rozerot, hjákonu hans og börnum þeirra. Honum þykir greinilega vænt um þessar myndir. Myndir af eigin- konu hans þar sem hann situr við hlið hennar sorgmæddur að sjá. Það eru einnig myndir úr sumar- húsi þeirra hjóna, merkilegar myndir frá því í útlegðinni í Eng- landi skömmu yfir aldamótin, og stórmerkilegur myndaflokkur uppá 800 myndir frá heimssýning- unni í París árið 1900. Zola tekur myndir af uppstillingum, blómum, landslagi, lestum, bílum og frá heimssýningunni sýnir hann okkur mannfjöldann, mikilfengleikann og víðáttuna, dyr tuttugustu aldar- innar. Uppgötvaði ástina reiðhjólið og Ijósmyndina - Veist þú hvað kom til að Zola fór að taka myndir svo seint á lífsskeiðinu? - Já, það er til mjög skemmtileg saga í kringum það. Zola upp- götvaði nefnilega ástina, ljósmynd- ina og reiðhjólið allt í einni andrá. Þannig var, að góður vinur Zola bauð honum og fjölskyldu hans í leyfi í sumarhús sem hann átti skammt frá Bordeaux. Þessi félagi j Zola var áhugasamur ljósmyndari, ; auk þess sem hann stundaði hjól-, reiðar. Frú Alexandreina, eiginkona Zola, vildi endilega að þvottakona þeirra hjóna, frú Jeanne Rozerot, kæmi með í leyfið, þeim til þjón- ustu. Þannig fór að Zola og Jeanne felldu hugi saman og fóru ásamt vini Zola út að hjóla og taka mynd- ir. Þetta erfalleg saga, enda er ekki hægt að taka góðar myndir nema af hreinni ást. Og Zola var fljótur að læra ljósmyndalistina, skynja grundvöll hennar eins og hann segir sjálfur á . einum stað: „Það er ljósmyndin sem teiknar, um leið og hún litar. Hún er lífið sjálft." -•g- BOT BOT 'UTSALAi Fatagerðin Bót Skipholti 3 Verksmiðjuútsala Glæsilegt úrval af buxum á alla fjölskylduna Jakkar, blússur, vesti o.fl. Allt á verksmiðjuverði (og minna) Mikið af bútum Opið í dag láugardag frá kl. 9—4. Fatagerðin Bót, Skipholti 3, sími 29620. ÚTSALA BÓT BOT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.