Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Urðarmáni á ferðinni. Sjá einnig grein í ramma.
Honum hefði verið nær
að drekka minna
Um eitt hið ótrúlegasta
af öllum furðulegum
fyrirbærum: Sjálfvakinn
bruna, þegar allt í einu
kviknar í fólki og það
brennur upp við svo
mikinn hita, að jafnvel
beinin brenna og þurfa
þól650stigahitatil
þess. Jafnframt er
furðulegt að þessi
gífurlegi bruni hefur ekki
kveikt í húsum og aðeins
valdið smávægilegum
skemmdum á
húsgögnum.
EftirÓLAF
HALLDÓRSSON
æði líkin voru lögð hlið við hlið í fárra feta
fjarlægð frá útgöngudyrunum. Því næst var
bensíni úr brúsunum helt yfir þau. — Sprengju-
regn rússneskra flugvéla gerði athöfnina enn
átakanlegri   og jafnframt   áhættusama,   og
syrgjendurnir hröðuðu sér inn undir boga-
göngin til að leita sér skjóls. Er þaðan kom,
tók Gönsche klút, vætti hann í bensíni,
kveikti í honum og kastaði síðan logandi
að líkunum. Á augabragði voru þau hulin
samfelldu báli. Syrgjendur stóðu heiðurs-
vörð og kvöddu foringjann með Hitlers-
kveðju. Því næst snéru þeir aftur inn í byrg-
ið, þar sem hver fór til sín. Á eftir sagði
Giinsche þeim fröken Kriigwer og frú Jungé
frá þessum atburðum, en þær höfðu ekki
verið viðstaddar. Gat hann þess þá, að
brennslan á líki Hitlers hefði verið.hryllileg-
asta reynsla ævi sinnar.,.
Mansfeld, sem stóð á verði í turninum,
horfði einnig á líkin brenna. Eftir Gunsche
hafði skipað honum að fara, og hann var
aftur kominn upp í turninn, hafði séð gegn-
um skotaugað svarta reyksúlu stiga upp frá
garðinum. Þegar reykinn lægði nokkuð, sá
hann aftur sömu líkin tvö, er hann hafði
séð borin upp stigann. Þau voru að brenna.
Og hann hélt áfram að horfa á þau, eftir
að syrgjendurnir höfðu dregið sig í hlé.
Öðru hverju sá hann SS-menn koma út úr
byrginu og hella meira bensíni yfir líkin til
þess að halda bálinu við. Nokkru seinna kom
Karnau til að leysa hann af. Þegar Karnau
hafði hjálpað honum að klifra niður úr turn-
inum, fóru þeir báðir saman niður til að
athuga líkin. Neðri hlutar líkanna voru þá
mjög brunnir og skein í sköflungana á fót-
leggjum Hitlers. Einni stund síðar kom
Mansfeld aftur að líkunum. Voru þau þá
enn að brenna, en mjög dregið úr bálinu.
ErJengra leið á daginn, freistaði einn
úr lögregluvarðsveitinni til að athuga þessa
líkbrennsluathöfn. Hann hét Hans Hofbeck.
fór hann upp stigann frá byrginu og stanz-
að í dyrunum. En hann hélst þar ekki lengi
við. Sterkjan af brennandi kjöti reyndist
honum um megn, svo hann hörfaði fljótt
burtu."
Það eru engin tengsl á milli ofangreindr-
ar lýsingar á bálför Hitlers og heiti þessar-
ar greinar. Hitler var alveg stakur reglu-
maður. Raunar kemur hann frásögn þessari
ekki við að öðru leyti en því, að líkbrennsla
hans og Evu Braun sýnir, hversu óhemju
erfitt það er að eyða mannslíki í opnum
eldi. SS-mennirnir sem sáu um líkbrennsl-
una höfðu tæpa 200 lítra, af bensíni til
umráða — og drjúgan part úr degi (kveikt
mun hafa verið í líkunum um klukkan fjög-
ur síðdegis, og þau jörðuð um klukkan ell-
efu). Hvernig litist þér nú á þá sögu, að
92 ára gamall maður, lasburða af elli, hefði
skotið Hitler ref fyrir rass og brunnið til
ösku á klósettinu heima hjá sér — algjör-
lega hjálparlaust! Meira um þann heiðurs-
mann sfðar.
Hið dularfulla fyrirbæri, sjálfvakinn
bruni, sem felst í þvf að lifandi mannslíkami
verður skyndilega sem bálköstur og brennur
til ösku, hefur á öllum öldum skotið mönnum
skelk í bringu. Til forna töldu men þetta
eldlega refsingu guðs fyrir illar syndir og
miklar:
„Fyrir andblæstri guðs fórust þeir,
fyrir reiðiblæstri hans urðu þeir að
engu."
Job., 4,9.
Þegar menn fóru að skilja hlutina jarð-
legri skilningi á nýöld, tóku þeir eðlilega
að leita nýrra skýringa á hinum ýmsu fyrir-
bærum. Á 18. og 19. öld var talið líklegast
að sjálfvakinn bruni stafaði af drykkjuskap.
Haft var fyrir satt, að drykkjusvolar gætu
orðið svo gegnsósa af eldfímu alkóhólinu
að þeir ættu það á hættu að fuðra hreinlega
upp — fyrirvaralaust. Eftirmálin að dauða
frú Nicole Millet árið 1725 lýsa þessu við-
horfi.
Herra og frú Millet voru kráareigendur
í Rúðuborg í Frakklandi, og gerðust at-
burðir þeir sem nú skal lýst í krá þeirra, le
Lion d'Or. Nótt nokkra, um klukkan 2;30,
vaknaði herra Millet við brunalykt. Hans
fyrsta verk var að vekja gestina og segja
þeim að flýta sér niður á jarðhæðina. Það
var þar sem frú Millet fannst — eða það
sem eftir var af henni. Reykur sté upp af
jarðneskum leifum frúarinnar, þar sem þær
lágu í lítið sködduðum hægindastól. Þegar
lögreglustjórinn kom á staðinn, var hann
ekki lengi að komast að niðurstöðu. Taldi
hann að herra Millet hefði myrt konu sína.
Svo vildi til, að meðal gestanna í kránni var
ungur aðstoðarskurðlæknir, Claude-Nicolas
Le Cat að nafni, og reyndi hann að vekja
athygli lögreglustjórans á því að öll um-
merki væru með undarlegasta móti. Benti
hann á, hversu óhemjumikinn eld þyrfti til
að brenna mannslíkama til ösku, þannig að
ekki væri annað eftir en hluti útlimanna óg
hauskúpan. Þá fannst Le Cát það í meira
lagi undarlegt, hversu Iítið tjón hafði orðið
að öðru leyti af völdum brunans. Raunar
ekkert, ef undan voru skildar nokkrar
skemmdir á stólnum.
Sneri hann sér að herra Millet og spurði
hann, hvort kona hans hefði verið drykk-
felld. Hvað Millet svo vera. Taldi hann sig
ekki reka minni til þess, að kona sín hefði
gengið ódrukkin til rekkju eitt einasta kvöld
síðastliðin tuttugu ár. Le Cát taldi að ekki
þyrfti lengur vitnanna við. Var hann sann-
færður um að frú Millet hefði látist af völd-
um sjálfvakins bruna. Lögreglustjórinn taldi
reyndar lítið mark takandi á órum læknisins
og sat við sinn keip.
Þegar réttað var í máli Millet, munaði
minnstu að hann yrði dæmdur til dauða
fyrir morð á konu sinni. Eins og vænta má
í frönsku morðmáli var talið að um ástríðu-
morð hefði verið að ræða, þ.e. að herra
Millet hefði viljað losna við konu sína vegna
ástarsambands við unga og myndarlega
þjónustustúlku. Le Cát tókst þó með einarð-
legum málflutningi og með því að benda á
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24