Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 13
Bruce Willis fjarri góðu gamni í myndinni Breakfast of Champions. Heitið vísar til einhvers konar morgunkorns sem Ameríkumenn snæða í árbít. Góðra vina fundur. Kurt Vonnegut, Bruce Willis og Alan Rudolf sem leikstýrir myndinni Breakfast of Champions. gátu bjargað því sem bjargað varð. Því næst var Sláturhús fimm fest á filmu. Vandað var til þeirrar myndar í alla staði. Þó varð þetta þrek- virki aldrei annað en dauft bergmál úr bókinni. Ef til vill fældi það marga kvikmyndamenn frá verkum eftir Vonnegut að Sláturhús fimm skyldi ekki ná flugi. Næsta bíómynd sem sótt var í söguheim Vonneguts, Sprell (Slapstick), gerð árið 1982 en sýnd 1984, missti gersamlega marks. Næsta útilokað var að gera bókinni við- unandi skil í mynd og sá tónn sem við kveður í sögunni var hjáróma í þeim raunsæismiðli sem kvikmyndin er nú á dögum. Reyndar er fá- heyrt að nokkur mynd sé svo foráttuslæm að Jerry Lewis geri sig að fífli í aðalhlutverki. Sprellið misheppnaðist svo hrapallega að íjór- tán ár liðu þangað til verk eftir Vonnegut var fært aftur af bók á breiðtjald. Vonnegut sagði frá bandarískum fasista, Howard J. Campell, í skáldsögunni Skollaleik (Mother Night). Myndin var skömminni skárri en Sprellið þótt Nick Nolte hefði vísast ekki nógu breitt túlk- unarsvið til að gæða „söguhetjuna" lífi. Vonn- egut var fenginn til að skrifa sjónvarpshandrit árið 1972. Afraksturinn, Milli tímans og Tim- búktú, var barn síns tíma. Er það til marks um hve miklum metum Vonnegut var í að hand- ritið var gefið út eins og hvert annað bók- menntaverk. Höfundur gaf sér lausan tauminn og leikarinn William Hickey var frábær að vanda en allt kom fyrir ekki. Margar sjón- varpsmyndir hafa verið gerðar eftir verkum eftir Vonnegut. Er þar helst að nefna smá- sagnasafnið Welcome to the Monkey House. Segja má að sjónvarpsmyndirnar hafi almennt heppnast betur en breiðtjaldsmyndimar þótt þær hafi ekki beinlínis orðið til þess að auka hróður höfundar. Festist vart á filmu Bækur eftir Vonnegut eru hver annarri líkar og allt ber að sama brunni. Eigi að síður velur höfundur sér fjölbreytt yrkisefni og er gæddur frjóu ímyndunarafli sem virðist engum tak- mörkum háð. Vonnegut var í fyrstu markaður þröngur bás sem vísindaskáldi. Hann sýndi fljótt fram á að verk hans ættu erindi langt út fyrir þann heim og reri á önnur mið. Kurt KURT VONNEGUT Breakfast of lONOCN CLA8COW vcmctmt Stiwrr audoano Þögul undirskrift. Áritun Vonneguts á bókina fyrir greinarhöfundinn. Vonnegut er rithöfundur sem fylgir lesandan- um við hvert fótmál. Honum finnst sem hann nauðþekki Vonnegut eftir að hafa lesið nokkr- ar bækur eftir hann og hann hafi eignast nýjan vin. Höfundur hefur aldrei skýlt sér bak við kaldhamraðar lýsingar eða gætt persónur sín- ar sjálfstæðu lífi enda eru skáldsögurnar um- fram annað dæmisögur. Persónur í verkum eftir Vonnegut eru persónur í frummerkingu orðins, grímur sem höfundur dylst bak við. Af þessum sökum getur verið stórhættulegt að sækja efni í leikrit og kvikmyndir í smiðju höf- undar. Þær kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum eftir Vonnegut hafa aldrei náð upp fyrir bækurnar. Áhorfandinn fer á mis við sögumanninn í leikriti eða bíómynd. Vonnegut sjálfur er gangverkið í skáldsögunum og eng- um kvikmyndamanni hefur tekist að seiða fram bækumar í öllu veldi sínu. Þó á hver leik- stjóri sem reynir að varpa söguheimi Vonne- guts á breiðtjaldið hrós skilið fyrir ásetning og dirfsku. Höfundur gerir óspart grín að fólsku og flónsku mannanna. Lesandinn stendur Vonne- gut sjaldan að því að halda fjallræður þótt það hendi endrum og eins. Nú á dögum tíðkast að tala um „vaxandi tómhyggju". Þetta er upp- skrúfað háskólamál og merkir það sem menn kalla á mæltu máli roluhátt. Siðferðilegur trúboði á borð við Vonnegut á ekki upp á pall- borðið hjá mörgum yngri lesendum. Önnur ástæða til þess að gamlir vinir Vonneguts hafa afneitað honum við þriðja hanagal er sú að í bókum eftir hann er fólgin römm þjóðfélags- ádeila. Þegar upplitsdjarfir æskumenn grána í vöngum og verða samdauna öllum ósómanum hafna þeir oft fyrri gildum með þeim rökum að þeir hafi þroskast en gangast ekki við því að þeim brenni ekki lengur eldur í æðum. Því finnst sumum lesendum sem þeir hafi „vaxið upp úr“ Vonnegut líkt og það sé eins og hver annar þroskabrestur að vera á bandi englanna. Góðu heilli hefur Vonnegut sjálfur aldrei þroskast þótt hann hafi orðið fyrir ýmsum öðr- um skakkaföllum. Kassandra „Það óp hef ég heyrt aumkunarlegast, er Kassandra Príam usdóttir hljóðaði..." (Úr Ódysseifskviðu XI422 í þýð. Sveinbjamar Egils- sonar.) Kassandra hét spákona í Trójuborg. Apolló gæddi hana spádómsgáfu en Kassandra neit- aði að gerast tíðleikakona hans. Hver spá Kassöndru rættist en guðinn lagði á völvuna að enginn skyldi festa trúnað á spádóma hennar. Vonnegut er eins konar Kassandra tuttugustu aldar. Hörmungar seinni heimsstyrjaldar eru mörgum gleymdar þótt höfundur hafi reist þeim mikinn minnisvarða. Hann hefur mátt lifa þá daga að landar hans berjist í framandi lönd- um í beinni útsendingu. Vonnegut hefur líkt hlutverki rithöfundar við hlutskipti kanarí- fugla sem sendir voru niður um námupytti til að ganga úr skugga um hvort loftið væri ban- eitrað. Ef fuglinn söng gátu menn látið sig síga niður en dytti hann niður dauður var enn hætta á ferð. Kurt Vonnegut hefur kafað ofan í margan pyttinn. Hann hefur legið undir ámæli fyrir að vera haldinn mannfyrirlitningu. Segja má Vonnegut til málsbóta að þunglyndi og mann- hatur séu nokkuð eðlilegt viðbragð við öldinni sem leið nú undir lok, að minnsta kosti hjá þeirri kynslóð sem verst hefur orðið fyrir barð- inu á henni. Vissulega tekur Vonnegut sér dómarasæti og fellir þungan dóm yfir löndum sínum. Gera má því skóna að það sé hámark manngæskunnar að nenna á annað borð að tjónka við 20. aldar menn. Slíkt gerir enginn annar en draumóramaður sem trúir því í hjarta sínu að mennirnir geti fundið þarfari iðju en sprengja hverjir aðra í loft upp. Boðskapur Vonneguts er í hnotskum sá að þjóðfélag sem lætur sig hag þegna sinna engu varða sé komið að fótum fram. Vonnegut gefur tuttugustu öld- inni þá einkunn að við séum enn uppi á miðöld- um. Ef til vill er meira hæft í þessum orðum en margan grunar og flestir vilja viðurkenna. Fagnaðarfundir í Eymundsson Undirritaður átti þess kost að hitta Kurt Vonnegut í bókabúð Eymundssonar íyrir ein- um áratug. Vonnegut sat fremur ámátlegur við borð í tómri búðinni. Höfundur krotaði nafn sitt í eina skáldsöguna, Breakfast of Champ- ions, þegjandi og hljóðalaust. Svo þjakaður var Vonnegut af áhugaleysi íslenskra menningar- vita og mið-evrópsku þunglyndi að áritunin er gerólík rithendi hans. Aðdáandinn flýtti sér eins og fætur toguðu í burtu frá þessum fylu- poka. Meðan á þessu gekk hafði lítill gutti ark- að inn og góndi eins og naut á nývirki á þennan skrýtna karl sem sat aðgerðalaus við borð í miðri búð. Vonnegut leit á stráksa og brosti þessu kankvísa brosi sem gagnsýrir allar skáldsögur hans frá upphafi til enda. Þarna var hann lifandi kominn þessi sögumaður, þessi mannelski bölsýnismaður og rómantíski hund- ingi sem greinarhöfundur fann ekki þegar hann gekk inn í búðina. Vonnegut reyndi um árið að stytta sér aldur en brást sem betur fer bogalistin. Höfundur fullyrðir að hann hafi alls ekki ætlað að senda út neyðarkall heldur hafi það verið einlægur á- setningur hans að varpa af sér fargi þessarar veraldar líkt og skáldbróðir hans Jerzy Kos- inski. Ur því að vinir hans um allar jarðir hafa heimt hann úr helju hlýtur Vonnegut að teljast skuldbundinn til að skemmta okkur með nokkrum skáldsögum í viðbót þangað til kallið kemur. Hann hefur skyldum að gegna sem hirðskáld og samviska tuttugustu aldar hvort sem honum er það Ijúft eða leitt. Höfundurinn er kvikmyndagerðarmaður. ROBERT HENNINGSSON KRÓKUR MÁLFRÍÐUR ÓSKARS- DÓTTIR OG JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÝDDU Þú segir að krókurínn hverfí inn í holdið, að hörundið verði heilt á ný ogfrelsið þýðir að hið fastneglda verður a ugljóst. Þú segir að krókurínn hverfí að égfái augu mín aftur. En hvar verður þú þegar ég opna augun á ný? HUGSUNIN Hugsunin um blóm er sjálfblóm. Hugsunin um blóm færir með sér blómið af blóminu og þessa hugsun lætur allt blómstra að nýju. uós Ljósið streymir gegnum borgina borið af leyndu eðli hitans rennur saman þar sem nýtt oggamalt mætast gegnum þessi landamerki eflist dreifír skýjum sem áður voru í vörn fyrir vizku geymda í myrkri. Höfundurinn býr í Árósum í Danmörku. ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR Á NORNA- GNÍPU Næturlangt á nornagnípu nötrarðu við kaldan stein, - í niðamyrkri napur óttinn nístir gegnum merg og bein. Ofurseldur ógnareldi afturgenginn máninn er uns máttvana hann minnkar óðum, máist burtu - hverfur, fer. A myrku hafí hræddar stjörnur hyljast sorta ein og ein oggrjótið geymir minningar um grátstafí og harmakvein. En innst íþinni vitund vonin vakin bugar hugarsveim því handan nætur birtan bíður; bráðum kemstu afturheim! Höfundurinn er ung Reykjavíkurstúlka. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.