Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 3
n Jóhann Hjqltason skrifar um ÞAÐ cr kunnara en frá þurfi að segja, að í kaþólskri kristni hér á landi gáfu trúaðir menn og kon- Ur kirkjunni stór fé sér til sálu- hjálpai’. Þannig eignuðust nálega allar kirkjur og klaustur margskonar ítök að gjöf, um land allt. Hvar sem eitthvað bar af um hlunn- indi, s- s. viðar- og hvalreka, skóg- arhögg, sauðabcit á vptrum, torf- skurð (mótak), sölvafjöru, sáðjörð, verstöðu o. fl. o. fl., þá eignað- ist bráðlega .einhver kirkjan eða klaustrið þar sitt ítak, annað hvort fyrir . ágengni andlegrar stéttar manna eð a .ístöðuleysi guð- hræddra sálna, nema hvort tveggja væri. Norðan ísafárðardjups, litlu inn ár cn gegnt Æðey, er landnáms- jörðin Unaðsdalur á Snæfjalla- strönd.' Baérinn stendur nokkurn spöl frá sjó, en allvíðlent láglendi er þai-,'á milli sjávar og fjalls. Þar var fyrrum eitt hið bezta mótak sera þekktist, um norðanvérða Vestfjörðu. Dýptin var 12—14 fet og stundum jafnvél meira, mór- inn svartur á lit og þungur í sér, Jíkt ög kol væri. Það var svo lsall- aður steinmór. Nú eru hinar fornu mógrafir og annað graslendi um- hverfis þær, að. ve'rulegU leyti orðið að ræktuðu landi. Því valda þreyftir tfmar og tækni. í skóglitlu og kolalausu landi var gott mótak margi-a penihga vjrði og mátti teljast tii mikilla hlunninda, enda leið ekki á löngu, að Vatnsfjarðarkirkja eign- aðist torfskurðarítak (þ- e. mó- skurðar) í Dalsengjumun, í rekaskr-á Vajnsfjarðarkirkju, sem talin er vera frá árinu 1327, segir svo: „Áttfeðming torfs skal gefa livert sumar gildan úr Unaðs- dal, og fá eyki til að færa til sjáv- ar þá er sóttur er“.l) 1) Dipl isl. II. bls. 620. Dr. Páll E. Ólason, sém manna mest hefur skrifað um siðaskipta- tímann hér á landi telur, að á fyrstu áratugum 16. aldar hafi kaþólská kirkjan hérlendis staðið á hátindi valda sinna og auðs. Að vitni hans voru þá um 2/11 hlutar allra jarðeigna landsins í eigu biskupsstólanna einna- Énda voru margir hinna síðustu kaþólsku biskupa, bæði nyrðra og syðra, menn mikilhæfir og 'stjórn- samir, er beittu refsilögum kirkj- unnar oft og tíðum í allríkum mæli, þar sem það veitti drjúgar tekjur í sakeyri. Um síðasta ka- þplska biskupinn í Skálhoiti, Ög- ipund Pálsson, farast dr. Páli svo orð: „ — — — ekki verður bent á nokkurn kirkjuhöfðingja í ka- þólskum sið hérlendis, er verið hafi eftirgangssamari V(m brota- mál en Ögmund biskup eða refs- ingasamari, með rétt og röngu. Má kalla biskupsferii hans óslitna keðju refsinga og yfirgangs, að nokkru sennilega af vandlætingu, en í sutniim dæmum af berri á- gengpi." Snemma á öldinni stóðu sem hæst deilurnar um yfirráðin yfir Vatnsfjai'ðarstað, á milli Björns Guðnasonar, -sýslumanns í Ögri og Stefáns Jónssonar Skáiholtsbisk- ups. Eftir langa og harða baráttu lauk þeim deilum þannig, að kirkj an fékk ráð á öllum staðnum, en hafði áður átt hann hálfan- Prestur sá, er Stefán biskpp setti til staðarforráða í Vatnsfirði hét Jón og var Eiríksson- Hann var einarður, dugmikill og harð- ger, liinn mesti hagleiksmaður og liafði smíðað haffært skip, að því sem talið er. Á yngri árum var liann um hríð skipstjóri á skútu Skálholtsstaðar. Mælt er að Stef- án biskup hafi valið séra Jón til forsvars á staðnum af þeim sök- um, að eigi var aukvisum að etja kappi við stórbokkann Bjöpn í Ögri, cnda áttust þeir margt illt við í fjárupptcktum og rápskap, þó að hér verði eigi ger frá sagt. Sóra Jón var síðastur presta í ka- þólskum sið í Vatnsfirði (1507— 1546). Hann Iifði í einlífi alla ævi og átti ekki afkomendur. Hélt hann í því efni klerkaheit trúar sinnar, sem ýmsar undantekning- ar voru þó frá, eins og kupnugt er. Séra Jón var prófastur í ísa- fjarðarsýslu og officialis Skálholts kirkju um Vestfjörðu- — Meðal bræðra hans voru SæipunduF rjki, í Ási í Holtum og Ölafur, á Hóli í Bolungarvík, faðir Pantaleons prests hins fjölkunnuga, á Sjað I Grunnavík. Það var cigi aðeins í deilun- um um Vatnsfjarðarstað, sem séra Jón hélt fast á rétþi kii-kju sinnar, heldur var liann og á verði um að eigi gengi undan henni görnul jtök og eignir, 'senT' hún hafði heimild- ir á. Eitt ijósasta dæmi þess er torfskurðarítak það, sem Vatns- fjarðarkirkja átti að fornu í Un- aðsdal- á Snæfjallaströnd, er fyrr getur. Um ítak þetta liafði ekki verið skeytt árátugum samaii, en þegar lokið var verstu hryðjuu- um út af Vatnsfjarðarstaö tekur séra Jón að ganga þar eftij- síiiu. Hinn 19. april ái'ið 1526, út nefnir séra Jón sex klerka j dóm, á Eyi’j Vatnsfjarðarkirkju os Unaðsdal mmmmm AW»ÝÐUBIÁSK> - SUMáUp^q^y^ 171 5 y

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.