Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 6
H'l IHH l't'l LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 f spegli tímans GÆLUDÝRiN STÆKKA OG STÆKKA ■ . Þcssi tvö indælu litlu „gælu- dýr“, sem hér sjást ásamt eig- anda sínum og húsbónda, Johnny Kottal, 18 ára þjóni í Odense í Danmörku, sluppu naumlega við það að verða aflífuð, en Johnny var að gefast upp á að ala önn fyrir þeim og hafa þau í húsinu. í staðinn fyrir að vera gælu- dýr í venjulegri íbúð koma litlu krókódílarnir til með að eyða dögunum í „Danmarks Akvar- ium“ (fískasafninu þcirra þar), þar sem þcir verða til sýnis. - Ég hef að undanförnu leitað eftir einhverjum sama- stað fyrir þessi gæludýr mín, segir Johnny. - Litlu sætu krókódílaungarnir mínir eru orðnir 3ja ára og þeir voru orðnir uggvænlcga stórir. Þeir stækkuðu að meðaltali um 6 sm á viku. Þetta eru Karmann- krókódílar og þeir geta orðið yfir 4 m á lengd, svo mér var hætt að lítast á blikuna, sagði eigandi þcirra, - enda var hann með djúpt sár á annarri hend- inni þegar hann aflienti dýrin. K ’ g a j t"’' • 1 L.l UuV:.:, 1 . 1 ■ Er veggurinn gagnsær, eða hvað? GAGNSSRVEGGUR? ■ Það hefur komið fvrir margan vegfarandann, sem ekur fram hjá þessu húsi í Wuppertal í Vestur-Þýska- landi, að snarbremsa og horfa agndofa „inn í húsið“ - að því er þeim fínnst. I raun horfa þeir þá aðeins á gluggalausan vegg, sem listamaðurinn Hans- Gunter Obermaicr hefur mál- að þessa skreytingu á. Það er engu líkara en að tjald sé dregið frá og íbúar hússins sjáist við daglcga iðju sína: Ung stúlka er að hafa fataskipti á efri hæðinni og maður liggur í rúminu sínu, en á neðri hæðinni situr herra- maður á klósettinu með dagblað, en lítur upp úr því eins og hann hafi verið ónáðað- ur. Svo situr einn í hægindastól og lætur fara vel um sig. Hvort _ fyrirsæturnar á myndunum búa í þessu húsi eða ekki fæst listamaðurinn ekki til að segja neitt um. Það var listunnandi í ná- grenni hússins sem borgaði fyr- ir verkið. Hann sagðist vera svo leiður á þessum gráa vegg. viðtal dagsins Hagsmunafélag myndlistarmanna sýnir á Kjarvalsstöðum MYNNR AFBORGUNUM — segja Ólafur Lárusson og Halldór B. Runólfs- son, tveir skipuleggjenda sýningarinnar. ■ „Þessi sýning er haldin til að son og Halldór B. Runólfsson í meðal skipuleggjenda sýningar- sem ekki hafa getað verið í sýna fram á það að félagið er viðtali, en Hagsmunafélag innar. öðrum myndlistarfélögum. í ekki eins vafasarnt og af er myndlistarmannaernúmeðsýn- „Hagsmunafélag myndlist- þessu félagi ægir saman fólki látið“, sögðu þeir Ólafur Lárus- ingu á Kjarvalsstöðum. Eru þeir armanna var stofnað fyrir þá semekkihefurfengiðinniannars Ólafur Lárusson og Halldór B. Runólfsson. Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.