Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1969, Page 35

Æskan - 01.09.1969, Page 35
lítið að sitja heima og „spekúlera" um hvern skuli skrifa. Það verður að grípa gæsina þegar hún gefst, hvar sem er og hvenær sem er. Með þetta í huga hef ég hugsað mér að skrifa á þessa síðu. Ef ekki næst í gæs verður að gripa eitthvað annað eins og til dæmis viðíal við Mary Hopkin. i ÞETTA SINN ER (GÆS) INNLENT EFNI. Það var einn sunnudagseftirmiðdag í dumbungsveðri að ég hitti Óla í Pops eins og flestir þekkja hann. Þar eð ég þekkti Óla ekkert, þurfti smá kynningarformála. Ég byrjaði spurningar mínar á fæðingardegi. Óli sagðist vera fæddur 26. maí 1950, stuttu eftir fæðingu var hann skirður Ólafur Sigurðsson. Óli litli óx og þroskaðist eins og allir hinir krakkarnir og er því lítið frá uppvext- inum að segja. Það var ekki fyrr en um fermingu að hann fór raunverulega að skara fram úr jafnöldrum sínum og halda sínar eigin leiðir. Með hluta af fermingarhírunni gekk Óli niður í bæ og keypti sér nýjustu bitlaplöt- una og eina trommu. Síðan fór hann að æfa sig og æfa og æfa. Óli var í Vogaskóla f þá daga, en þar voru einmitt fleiri áhugasamir strákar, sem þótti gaman af músik. Þeir afréðu því að stofna skólahljómsveit. Hljómsveitin gerði það að verkum að Óli varð betri með hverjum deginum sem leið. Trommurnar voru í notkun í öllum frí- stundum og allt rúllaði f rétta átt. Zoo (Dýragarður), en það hét hljóm- sveitin, leið síðar undir lok og hver íór sína leið. Pops var nafn á hljómsveit sem áður hafði heyrzt f, en hætti. Þetta nafn var nú notað á nýja hljómsveit sem Ólafur var stofnandi að ásamt fleirum. Þeir hafa starf- að ( tæp tvö ár og eru nú ein af vinsælustu hljómsveitum landsins, eins og flestum er kunnugt. Óli segist vilja læra upptökutækni í fram- tiðinni, og hefur hann nú þegar fengið sér segulþandstæki sem er eitt fullkomn- asta sinnar tegundar. Önnur áhugamál sagðist Óli ekki hafa. „Músik er það sem skiptir mig mestu máli.“ Er hér var komið sögu voru rigningar- dropar farnir að falla niður úr skýjunum. Óli var að flýta sér og hvorugur hafði regn- hlíf. Ég þakkaði honum því fyrir gott efni Ólafur Sigurðsson þegar ég tók að mér að skrifa um „pop" á þessa slðu var talað um að hafa eins mikið innlent efni og hægt væri. Þegar um svona lagað er að ræða, þýðir i stutta sögu og hljóp í næsta húsasund. Er þangað kom voru rigningardroparnir farnir að dansa stríðsdansa á einmana gangstéttinni. Sig. Garðarsson. Enska poppstjarnan heimsfræga, Cilla Black, giftist nýlega umboðsmanni sínum, Bobby Willys, sem er 27 ára að aldri. Cilla Black hefur með auglýsingastarfi Bobbys grætt að undanförnu milljónir króna á hljómplötum sínum. Myndin sýnir þau koma frá kirkju eftir giftinguna. Billy PRESTON Þetta er Billy Preston sem á miklum vinsældum að fagna í Englandi um þessar mundir. Lagið sem hefur gert hann frægan heit- ir „That’s the way God planned it.“ Billy leikur á orgel auk þess sem hann syngur. Þess má geta að Billy hefur leikið með mörgum heimsfrægum skemmtikröftum, eins og Nat King Cole, Sam Cooke, Ray Charles og nú síðast lék hann á orgel í laginu „Get back“ á plötu Bitlanna. 391

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.