Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 11
JAFNVÆGI milli eigin umsjár, starfa, leikja og tómstundaiðju s Ahrif langvinnra verkja í hreyfi- og stoðkerfi Eftirfarandi grein er byggö á verk- efni sem unnið var í tengslum viö námskeiö fyrir starfandi iöjuþjálfa og fjallaði um hugmyndafræði og kenningar innan iðjuþjálfunar. Rætt veröur um mikilvægi þess aö ná ákveönu jafnvægi milli eigin umsjár, starfa og tómstundaiðju hjá þeim sem eiga viö langvinn verkjavanda- mál aö stríöa. Stuöst er viö kenning- ar Kielhofner, líkaniö um iðju manns- ins. Ég nýtti þaö í starfi mínu sem iðjuþjálfi á endurhæfingardeild og tel þaö gefa góöa mynd af einstak- • ingnum, aöstæðum hans og iöju. Sá hópur fólks sem ég fjalla um hér, eru fullorðnir á vinnufærum aldri og at báöum kynjum, þótt þeir sem leita til endurhæfingardeildar vegna langvinnra verkja í hreyfi- og stoö- kerfi séu konur í meirihluta. Langvinnir verkir í hreyfi- og stoðkerfi Meðal þeirra sem leita eftir þjónustu deildar- innar er nokkuð stór hópur fólks sem hefur langvinna verki í hreyfi- og stoðkerfi. í viðtöl- um, þar sem spurst er fyrir um aðstæður og daglega iðju kemur oft fram veruleg röskun á fyrri iðju. Fólk dettur út af vinnumarkaði, hættir að sinna heimilissörfum, tómstundaiðja minnkar eða breytist. Oftast getur það sinnt eigin umsjá nema e.t.v. í slæmum verkjaköst- um. Þessir skjólstæðingar kenna verkjunum um, grunnur að minnkaðri færni liggi ein- göngu í hæfnikerfinu. Orsaka verkja er leitað eftir hefðbundnum læknisfræðilegum leiðum. Þeir eiga sér oft sýnilega ástæðu en stundum er ekki hægt að sýna fram á orsök. Að auki eru verkir mjög huglægir og erfitt að meta magn þeirra. Að mínu mati eru ástæður fyrir þeirri rösk- un á iðju, sem fólk lýsir ekki svo einfaldar. Margir þættir tvinnast saman. Oft er um lang- vinn og þrálát verkjavandamál að ræða og erfitt að benda á einn ákveðinn þátt. Verkirnir hafa ýmist byrjað skyndilega, (t.d. brjósklos, hálshnykkur) eða hægt og sígandi (t.d. vefja- gigt, álagseinkenni) og eru orðnir viðvarandi (krónískir). Þetta er síður en svo einsleitur hópur en oft eru ákveðin atriði sem koma fram aftur og aftur og eru svipuð hjá mis- munandi einstaklingum. I þeim viðtölum, sem ég á við skjólstæðinga er rætt við þá út frá þeirri iðju sem þeir stunda, færni við þá iðju, hvort einhverjir iðjuþættir eru horfnir og hvað þeir vildu geta gert. Kynning á líkaninu um iðju mannsins Höfundur þess Gary Kielhofner, notar nálgun kerfiskenninga í líkani sínu. Maðurinn er kerfi sem með iðju sinni er í stöðugum sam- skiptum við umhverfi sitt. Þessu kerfi (mann- inum) tilheyra þrjú hlutkerfi. Þau eru tengd innbyrðis og hafa sameiginlegan tilgang. Hlutkerfin eru: Viljakerfið sem velur iðju, vanakerfið sem skipuleggur iðju og hæfni- kerfið sem gerir fólki kleift að ná árangri við iðju (Guðrún Pálmadóttir, 1998). Það er aldrei hægt að skilja líkanið um iðju mannsins eins og upptalningu af hugtökum, heldur er það samspilið og heildarmyndin í líkaninu sem er hinn grunnleggjandi þáttur (Kielhofner, Ell- ingham og Ness, 1997). Hlutkerfin þrjú fela í sér fleiri þætti sem hér á eftir verða teknir fyr- ir jafnóðum. Líkanið um iðju mannsins gefur góðan ramma við söfnun upplýsinga um ein- staklinginn og um áframhaldandi íhlutun. Það gerir viðkomandi einnig meðvitaðan og hæfari til að greina eigin vandamál og finna úrlausnir við þeim. Viljakerfið „Viljakerfið er kerfi hneigða og sjálfsþekking- ar er mynda samofið net. Þetta net verður til vegna reynslu og aukin reynsla bæði heldur því við og breytir því „ (Guðrún Pálmadóttir, £ I Ólöf Elfa Leifsdóttir IÐJUÞJÁLFINN 1/98 11

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.