Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 1
Skjöldur sér um útlit stjarnanna og skreppur í söngtíma þess á milli. Það er aldrei lognmolla í kringum hinn fjölhæfa Skjöld Eyfjörð. Hann hefur alltaf í mörgu að snúast og verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. „Ég er náttúrlega á skrilljón hér á hársnyrtistof- unni Supernova og svo hef ég verið að hjálpa Hara- píunum með stíliseringar. Í framhaldi af þ í ég vonandi að vinnab einu saman. Það þurfa allir að hafa aukavinnu með, annars endar þetta bara í vitleysu,“ segir hann og bendir á að nú sé Jónsi í Svörtum fötum farinn að vinna við flug. „Sem sannar að allar íslenskar popp- stjörnur þurfa að hafa aukavinnu.“Þegar Skjöldur er inntur eftir því hvað honum þyki skemmtilegast við starfið í háist hann haf Poppstjörnur þurfa aukavinnu www.xf.is BEITUM SKYNSAMLEGU AÐHALDI Í INNFLUTNINGI Á VINNUAFLI VERJUM LAUNAKJÖRIN Opið til 21 í kvöld BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Fæðingar á Landspítalanum verða um fimmtungi fleiri í sumar en í fyrrasumar samkvæmt áætlunum spítalans. Að sögn Margrétar I. Hallgrímsson, sviðs- stjóra hjúkrunar á kvennasviði Landspítal- ans, sýna tölur um konur sem fóru í sónar eftir nítján vikna meðgöngu að fæðingar verði alls 976 í júní, júlí og ágúst. Í fyrra sýndu sömu gögn að fæðingar yrðu 807 í þess- um mánuðum. Þær urðu síðan í raun nokkuð fleiri, eða 843. „Það hefur alltaf sýnt sig að góðærið kallar á fleiri fæðingar. En við eigum síðan eftir að greina hvort þetta er aukning á erlendu vinnu- afli sem kemur hingað og sest hér að og eign- ast börn. Við erum þegar farin að sjá það,“ segir Margrét spurð um skýringar á þessari miklu fjölgun fæðinga sem væntanleg er. Að sögn Margrétar er von á 319 fæðingum í júní, 317 fæðingum í júlí og 340 fæðingum í ágúst. Samtals eru þetta 976 fæðingar og að meðaltali 325 fæðingar á hvern sumarmánað- anna. Sams konar spá fyrir sumarið í fyrra hljóðaði upp á 269 fæðingar á hvern mánuð að meðaltali. Margrét bendir á að það sem af er þessu ári hafi fæðingar í allt aðeins verið um tuttugu fleiri á Landspítalanum en á sama tíma í fyrra. Þannig voru fæðingar fyrstu fjóra mánuði árs- ins aðeins 235 að meðaltali á hvern mánuð, eða 100 færri á mánuði en von er á í sumar. „Þetta hefur verið mjög viðráðanlegt það sem af er árinu en það verður mjög mikið að gera í sumar,“ segir Margrét en ítrekar að þrátt fyrir fyrirsjáanlegt annríki sé ekkert að óttast. Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri segir að sjúkrahúsið muni bregðast við vandanum sem fylgir aukningunni. „Allir sem vettlingi geta valdið, allar ljós- mæður, sem hægt verður að ná í og aðrir munu leggja hönd á plóg. Þá munu stjórnend- ur og sviðsstjórar starfa við meiri klíníska vinnu heldur en ella. Þannig munu hjúkrunar- menntaðir stjórnendur klæða sig í búninginn og taka til hendinni við hjúkrunarstörf í sumar,“ segir hjúkrunarforstjórinn. Sprenging í fæðingum í sumar Búist er við tuttugu prósent fleiri fæðingum á Landspítalanum í sumar en í fyrra. Margrét Hallgrímsson sviðsstjóri nefnir góðæri og erlent vinnuafl sem skýringar á barnasprengjunni sem springur í sumar. „Líkurnar á því að við komumst áfram úr undan- keppninni eru fifty-fifty,“ segir Eiríkur Hauksson um möguleika Íslands á að komast upp úr undan- keppni Eurovision í kvöld. „Ég vil nú bara vera hógvær í tengslum við þetta, þó maður voni auðvitað það besta,“ sagði Eiríkur eftir aðalæfingu undankeppninnar sem haldin var í gær og tókst vel. Í veðbönkum er ekki gert ráð fyrir góðu gengi íslenska lagsins en á vefsíðunni eurovision- torrents.com kveður við annan tón. Þar er Íslandi spáð einu af tíu efstu sætunum. Á síðunni geta gestir hlýtt á framlag þátttöku- landanna og gefið lögunum einkunn. Spádómshæfileikar not- enda síðunnar koma svo í ljós í kvöld þegar undankeppnin fer fram. Hún hefst klukkan sjö í kvöld og er í beinni útsendingu Ríkis- sjónvarpsins. Eiríkur er fimmti á svið af 28 keppendum. Tíu lög komast áfram í úrslitakeppnina á laugardag. Sjötíu lög á lager fyrir væntanlega sólóplötu Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Um leið og hátíðin verður sett í Listasafni Íslands opnar þar sýningin COBRA Reykjavík þar sem sýnd verða verk listamanna sem tilheyrðu hinum alþjóðlega COBRA-hópi. Bein útsending verður frá setningarathöfninni í Sjónvarpinu klukkan 17.45. Klukkan átta í kvöld verður frumsýning um borð í varðskpinu Óðni á verkinu Gyðjan í vélinni. Er það Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur sem leiðir sýninguna. Í fyrramálið hefst sýning franska götuleikhússins Royal de Luxe um risann sem vaknar til lífsins í miðbæ Reykjavíkur og risessuna, dóttur hans, sem reynir að róa hann niður. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, segir hana verða stórstjörnuhátíð með verkum í hæsta gæðaflokki. „Listirnar gera meira en að lífga upp á hvunndaginn. Þær skapa raunveruleg lífsgæði, auka skilning og mannúð,“ segir Þórunn í ávarpi til listahátíðargesta. Listahátíð í Reykjavík stendur til 26. maí. Listahátíðin hefst í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.