Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 56
Hinar skrifandi stéttir
hafa haft úr miklu að
moða að undanförnu.
Það er nefnilega allt
að gerast, hér er allt
bókstaflega í bullandi
evróvisjón-sveiflu,
allra þjóða menningar-
viðburðum og kosning-
atrumsi, það hefur ekki dottið á þögn
í heitu pottunum vikum saman.
Sem fyrirhyggjusamur einstakl-
ingur hef ég verið að búa mig undir
spennufallið þegar þessu lýkur,
þegar Listahátíð er búin og ríkis-
stjórnin mynduð og allir fara aftur
að tala bara um veðrið. Ég er með
skothelt plan til að hafa ofan af fyrir
sjálfri mér og hver veit nema þetta
sé bara ein af þessum bisnesshug-
myndum sem sumir eru alltaf að
fá.
Ég er nefnilega að dunda mér
við að skrifa á grjón. Svona eins og
maður kaupir í útlöndum af götusöl-
um með ofursjón sem skrifa nafn-
ið manns á matvæli sem síðan má
setja í þar til gert sjálflýsandi hylki
og bera um hálsinn. Hæfir skrifar-
ar hafa komið „Faðirvorinu“ fyrir
á grjóni en ég ætla mér meira. Ég
fékk mikið rit í hendurnar á dögun-
um, nýjustu þýðinguna á verkum
Halldórs Laxness, svokallaða Úr-
valsbók, sem geymir líkt og nafnið
ber með sér úrval úr verkum Nób-
elskáldsins.
Bókin er bara 933 síður og úrval-
ið er gott, þessi gerðarlega bók fer
þó betur á náttborði en í hendi – ég
hef ekki tvíhöfðana í að taka hana
með upp í rúm. Svo ég hef hana bara
á eldhúsborðinu við hliðina á hrís-
grjónunum.
Ég hef komist að því að best er
að skrifa á Tilda basmati-hrísgrjón,
þau eru fastari fyrir en hin klassísku
grjónagrautsgrjón frá River. Það er
djöfuls puð að skrifa á grjón, þótt
textinn sé með nútímalegri stafsetn-
ingu, og ég er ekki alveg komin upp
á lag með þetta enn þá. Ég hlakka
samt mikið til að takast á við uppá-
haldskaflana mína úr Kristnihald-
inu og Gerplu svo ekki sé talað um
þegar ég get farið að markaðssetja
grjónin á netinu því ég get ekki
ímyndað mér annað en fólk vilji
spara sér hillupláss og skipta safn-
inu sínu út fyrir grjónið.