Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 24
Kosningabaráttan hefur verið bæði leiðinleg og klisjukennd, og ferskar hugmyndir hefur skort, að mati Sigursteins Más- sonar, formanns Öryrkja- bandalags Íslands. „Mér hefur fundist baráttan hafa verið í hefðbundn- um skotgrafarhernaði þó svo að þetta hafi sennilega verið málefnalegri kosn- ingabarátta en ég hef orðið vitni að áður.“ Sigursteinn segir að vel- ferðarmálin í víðu sam- hengi hafi verið áberandi; umhverfismálin, stóriðju- málin, og að einhverju leyti efnahagsmálin. Þar hafi baráttan þó liðið fyrir að umræðan hafi ekki verið nægilega markviss. „Mér finnst vanta svolítið skýra hugmyndafræði hjá stjórnmálaflokkunum um það hvert beri að stefna með velferðarþjónustuna. Hvernig eigi að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar, hvernig eigi að veita öryrkjum, fötluðum og öldruðum tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og fleira í þeim dúr,“ segir Sigursteinn. Hann segist fyrst og fremst sakna umræðu um heilbrigðismálin út frá hugmyndafræði eða stefnu- mörkun. Einblínt hafi verið um of á biðlista og mann- eklu, sem auðvitað séu stórt mál, en séu afsprengi þess að hér hafi skort stefnu og hugmyndafræði í þessum málaflokki. Leiðinleg en málefnaleg „Mér finnst ánægjulegt hvað vel- ferðarmálin hafa verið mikið í um- ræðunni,“ segir Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleikhússtjóri. Hún segir kosningaumræðuna hafa verið líf- lega en saknar þess að sviðsljós- ið hafi ekki verið í meira mæli á mennta- og menningarmálum. „Ég sakna meiri umræðu um menning- ar- og menntamál. Ég hefði viljað sjá meira hugrekki hjá stjórnmála- flokkunum hvað varðar að setja skapandi atvinnuvegi í forgrunn.“ Tinna fagnar því að flokkarn- ir standi vörð um Þjóðleikhúsið. „Það er því betur víðtæk sátt um að halda úti metnaðarfullu Þjóð- leikhúsi. Stjórnmálaflokkarnir vilja það allir, og þar er Sjálfstæð- isflokkurinn ekkert undanskilinn. Það skiptir miklu máli fyrir sam- félagið að við höldum úti menn- ingarstofnunum í hverri grein lista því án þeirra er hætta á því að grasrótin hverfi líka.“ Tinna segist skynja að ríkur vilji sé hjá öllum flokkum að byggja upp sterkt og traust vel- ferðarkerfi. „Mér finnst þjóðin vera að vakna upp við það að við getum ekki aðeins hugsað um ein- staklinginn og einkavæðingu held- ur þarf líka að hugsa um að byggja upp manneskjulegt samfélag fyrir alla þegna. Á það jafnt við um hægri og vinstri flokka.“ Menningarmálin á oddinn Þeim sem blöskrar ómálefnaleg umræða í kosninga- baráttunni ættu að taka sig til og kynna sér á eigin for- sendum stefnu flokkanna, til dæmis með því að kanna vefsíður þeirra, segir Freyja Haraldsdóttir fyrirles- ari. Hún segir að kosningabaráttan í ár hafi verið fjöl- breytt og skemmtileg, ekki sömu gömlu tuggurnar eins og stundum áður. „Mér hefur fundist náttúruverndarmálin mest áber- andi og þær umræður sem urðu í kringum þau. Málefni fjölskyldunnar hafa mér einnig þótt áberandi, sem og innflytjendamálin,“ segir Freyja. Hún segist ekki mikið hafa fylgst með sjónvarpsþátt- um þar sem fjallað er um komandi kosningar, en segist líta á það sem skyldu sína í lýðræðisþjóðfélagi að kynna sér stefnu flokkanna upp á eigin spýtur. „Það sem ég hef kynnt mér er mjög málefnalegt, en það sem ég sé útundan mér í sjónvarpi endar oft í því að verða lítið málefnalegt. Fólk missir sig of mikið út í ein- hverjar þrætur í staðinn fyrir að ræða það sem flokk- arnir standa fyrir,“ segir Freyja. Hún segist sakna umræðna um málefni fatlaðs fólks, og það sem sé rætt um þann málaflokk sé yfirleitt gert á röngum forsendum. Ræða þurfi grundvallaratriði eins og aukna þjónustu við fólk með fötlun og hærri laun fyrir þá sem veita þjónustuna. Það sé grundvöll- ur þess að fatlað fólk geti stundað nám og komist út á vinnumarkaðinn. Einnig hafi skort á umræðu um skóla- mál; jafnrétti til náms, skóla án aðgreiningar og ein- staklingsmiðað nám fyrir alla. Ekki sömu gömlu tuggurnar Kosningabaráttan hefur verið þokkalega málefna- leg, en á sama tíma frem- ur skrykkjótt og daufleg fyrir vikið, segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. Í alþjóðlegra samfé- lagi verði þó stefnumál flokkanna líkari en oft áður. „Það voru nokkur mál sett á dagskrá, en hafa sum hver fallið út aftur. Það var mikið rætt um velferð og fátæktarmál í upphafi baráttunnar, en þau mál hafa ekki orðið ofan á, sérstaklega eftir að það kom út skýrsla frá Hagstofunni með samanburði við önnur lönd,“ segir Gunnar Páll. „Frjálslyndir settu málefni útlendinga á dagskrá, og fengu mikla umræðu í skamman tíma, án þess að það hafi náð að verða að meginmáli kosningabarátt- unnar. Svo stefndu umhverfismálin í að verða aðal- málið, en eftir kosninguna í Hafnarfirði hafa þau horfið af borðinu. Mér finnst að það sem eftir standi á lokametrunum séu atvinnu- og efnahagsmál,“ segir Gunnar Páll. Hann segist ekki sakna neins ákveðins málefnis úr umræðunni, tæpt hafi verið á helstu málunum. Gunnar Páll segir umræður í fjölmiðlum ef til vill hafa orðið ómarkvissari en ella fyrir þessar kosning- ar þar sem sjötta framboðið hafi komið fram. Erfitt væri að láta raddir allra hljóma jafnt, til dæmis í sjón- varpssal, án þess að umræðan verði yfirborðskennd. Skrykkjótt og daufleg barátta Málefni eða ímyndarstríð Sitt sýnist hverjum um það hversu málefnaleg kosningabaráttan hefur verið. Fréttablaðið tók tali fólk úr ýmsum áttum og spurði hvaða málefni það hefði mest orðið vart við í umræðunni, en ekki síður hvaða málefnis það hefði saknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.