Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 62
Körfubolti, hafnabolti, am- erískur ruðningur og jafn- vel golf hafa gefið vel af sér í bíóhúsum. En vinsælasta íþrótt heims virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá kvikmyndagerðarmönnum. Það telst alltaf til tíðinda þegar kvikmynd um knattspyrnu er frum- sýnd og um helgina verður Goal II frumsýnd. Myndin segir frá Santi- ago sem slær í gegn hjá enska úr- valsdeildarliðinu Newcastle og er í kjölfarið seldur til spænska stór- liðsins Real Madrid. Goal-mynd- irnar tvær eru einar af þeim örfáu sem gerðar eru um knattspyrnu- heiminn en fæstar þeirra hafa náð einhverri útbreiðslu fyrir utan Evr- ópu og skilað kvikmyndaverunum einhverjum gróða. Einhver frægasta knattspyrnu- myndin er eflaust Victory en þar léku stórleikarar á borð við Michael Caine, Sylvester Stallone og Max von Sydow listir sínar við hlið snill- inga á borð við Pelé, Bobby Moore og Osvaldo Ardilles. Bend it Like Beckham kemur síðan næst henni í vinsældum en sú mynd skaut Keiru Knightley eftirminnilega upp á stjörnuhimininn. En hverjar skyldu ástæðurnar vera fyrir því að knattspyrna hlýtur ekki sömu náð fyrir augum kvikmynda- framleiðenda og körfubolti, hafna- bolti og amerískur fótbolti? Af nógu er að taka í heimi knattspyrnunnar og nægir að fletta slúðurblöðunum til að sjá hversu svæsið og krass- andi líf atvinnumanna getur verið: Kynlíf, eiturlyf, peningar og konur á höttunum eftir frægð, frama og aurunum. Að ógleymdum Marad- ona en ævi argentínska snillingsins væri sennilega efni í þríleik. Meginástæðan liggur auðvitað fyrst og fremst í Ameríkumarkað- inum. Þar hefur knattspyrnan ekki jafn sterk ítök og í Evrópu og í huga hins venjulega Bandaríkjamanns er fótbolti bara íþrótt fyrir konur. Enda hefur bandaríska kvenna- landsliðið náð góðum árangri á er- lendri grund. Veigamikið atriði liggur í því hvern- ig íþróttin sjálf er uppbyggð. Knatt- spyrnuleikur getur oft verið mjög strategískur og leikir fjara hrein- lega út í níutíu mínútur. Slíkt á ekki við bandaríska neytandann sem er vanur stöðugu áreiti í banda- rísku íþróttunum og ef það er ekk- ert að gerast er bara tekið leikhlé, fáklæddum klappstýrum skellt inn á völlinn og nokkrum auglýsingum hleypt að. Þetta er einfaldlega ekki í boði í fótboltanum og er reyndar eftirminnilegt í Mike Bassett: Eng- land Manager þegar enski lands- liðseinvaldurinn ákvað spila stífan varnarleik og fékk heilan leikvang til að sofna úr leiðindum. Bandaríkin eru í raun óplægð- ur akur þegar miðað er við hinar gríðarlegu vinsældir íþróttarinn- ar í Evrópu. Þetta gæti þó breyst og það er ekki síst fyrir tilkomu enska knattspyrnukappans David Beckham. Þótt flestir knattspyrnu- áhugamenn hafi sína skoðun á hæfileikum hans á knattspyrnu- vellinum – skoðanir sem eru undir sterkum áhrifum eftir því hvaða liði menn fylgja í ensku úrvals- deildinni – þá er ekki hægt að horfa framhjá því að Beckham er vinsæl- asti knattspyrnumaður heims. Og félagaskipti hans til L.A. Galaxy gætu haft mikla þýðingu fyrir út- breiðslu knattspyrnunnar í Banda- ríkjunum. Beckham er vörumerki sem selur úr, rakspíra og aðra hluti sem tengjast knattspyrnuiðkun nánast ekkert. Það telst frétt ef leikmað- urinn skiptir um hárlit eða fær sér nýtt húðflúr. Og það er vafalítið engin tilviljun að hann skuli flytj- ast til Los Angeles þar sem stjörn- urnar búa og draumaverksmiðjan er rétt handan við hornið. Það sem meira er; Beckham laðar að frægara fólk á völl- inn. Hann hefur nú þegar stofn- að knattspyrnuskóla í Los Angel- es og meðal nemenda þar má nefna fósturson Toms Cruise og Madd- ox þeirra Angelinu Jolie og Brads Pitt. Þetta eru valdamiklir vinir sem gætu togað í einhverja spotta þegar stóru kvikmyndaverin velta því fyrir sér hvað á að vera næst í tísku. Vill gera Goonies 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.