Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 30
[Hlutabréf] www.xf.is Verið velkomin á kosningaskrifstofur okkar Hamraborg 14, Kópavogi og Háholt 14, Mosfellsbæ. Kolbrún, Valdimar, Helgi og Guðrún Maria Opið allan daginn. Kjósum okkur sanngjarnara samfélag ÍBÚAR Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI ! Stjórnendur Marels Food System- es eru hvergi nærri hættir í leit sinni að heppilegum fyrirtækjum til yfirtöku á og hafa að jafnaði á tvö til fjögur fyrirtæki í skoðun. Allar líkur eru taldar á því að fé- lagið taki þátt í fyrsta hluta sölu- ferlis á hollenska fyrirtækinu Con- venience Food Systems (CFS) sem er stærst sinnar tegundar í fram- leiðslu á hátæknibúnaði fyrir mat- vælaiðnaðinn en Marel það þriðja stærsta ef horft er til markaðs- hlutdeildar. CFS, sem velti alls 430 milljónum evra á síðasta ári, hefur verið í eigu fjárfestingasjóðs í þrjú ár. Árni Oddur Þórðarson, stjórnar- formaður Marels, telur að það geti ótvírætt ráðist í stórar yfirtök- ur og bendir á að í sjóðum félags- ins liggi um fimm milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall félagsins er um fjörutíu prósent en fjárfestingar- geta er meiri en svo þar sem veltu- fjárhlutfall er nærri tveimur. Landsbankinn, Marel og Eyrir Invest eru meðal stærstu hluthafa í Stork NV í Hollandi. Marel hefur borið víurnar í Stork Food Syst- ems, dótturfélag Stork, en þrátt fyrir ítarlegar viðræður hafa þær tilraunir ekki borið árangur sem erfiði. Stjórnendur félagsins hafa til dæmis lagt fram aðlaðandi verðhugmyndir sem hefðu að öllu óbreyttu átt að leiða til samninga- viðræðna. Málið strandar á tækni- legum ástæðum. Sökum kaupa Marels á Scanvægt og AEW Delford á síðasta ári hefur samþættingarvinna sett mark sitt á rekstur félagsins. Sú vinna hefur hins vegar gengið vel og er stefnt að því að samþætting sölu- og þjón- ustukerfis verði lokið á öðrum árs- fjórðungi. Þannig verða 45 starfs- stöðvar í 22 löndum sameinaðar í tuttugu fyrirtæki. Innri vöxtur Marels var um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els, segir að þar með sé langt í frá að samlöguninni sé lokið, því nú sé verið að ljúka við að fjarlægja þær hindranir sem voru fyrir samruna fyrirtækja innan samsteypunnar og nú taki við tólf til átján mánaða uppbyggingarstarf og uppskera samlegðaráhrifa. „Við höfum orðað það þannig að fyrstu tólf mánuðina höfum við meira verið að rífa niður veggi alls staðar í fyrirtækinu og í öllum löndum þar sem við störf- um,“ sagði hann á kynningarfundi í gær og spáir því að samlegðaráhrif komi fram á seinni hluta ársins. Stjórnendur félagsins búast við að einskiptiskostnaður verði minni en áður var talið; gjaldfærður ein- skiptiskostnaður nam 3,2 milljón- um evra á fyrstu þremur mánuðum ársins. Reiknað er með að einskipt- iskostnaður vegna fyrirtækjakaupa síðasta árs verði að fullu kominn fram á öðrum ársfjórðungi. Talið er líklegt að Marel muni taka þátt í tilboðsferli um CFS, stærsta matvælavéla- framleiðanda heims, og þá hefur félagið lagt fram verðhugmyndir til stjórnar Stork. Útlit er fyrir að Actavis láti vera að eltast við stærri yfirtökur að því er Róbert Wessman, forstjóri félagsins, sagði á kynningarfundi í gærmorgun. Hann segir félag- ið halda sömu stefnu og undanfar- in ár með kaupum á smærri fyrir- tækjum og innri vexti. Um miðja síðustu viku dró Act- avis sig úr slagnum um samheita- lyfjahluta Merck og í fyrra var ákveðið að eltast ekki við Pliva í Króatíu. „Merck hefði hentað okkur mjög vel, en enn og aftur höfum við sagt að við viljum ekki borga meira en við teljum okkur geta skilað til baka til hluthaf- anna.“ Hann segir verðmiðann á Merck þegar hafa verið orðinn hærri en Actavis vildi borga og fyrirséð að kostnaður myndi enn aukast í lokaumferð tilboðsferlis- ins. „Kennitölur í yfirtökum hafa hækkað töluvert á einu til tveimur árum,“ segir hann. Þá kom fram hjá Róberti að önnur félög hafi ekki leitast við að taka Actavis yfir, þrátt fyrir til- tölulega hagstæðar kennitölur fé- lagsins. Þetta skýrir hann með því að Actavis hafi leitt samrunaferli í geiranum og verið hvað aðgangs- harðast í að taka yfir önnur félög. „Þetta hefur því ekki verið til um- ræðu í mörg ár.“ Stærri yfirtökur dýrari Aukin umsvif á fasteignamark- aði hafa leitt til þess að útlán Íbúðalánasjóðs, banka og spari- sjóða hafa aukist en það hefur valdið hækkunum á fasteigna- verði eftir kyrrstöðu í nokkra mánuði. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalána- sjóðs fyrir apríl, sem kom út í gær. Þá fjölgaði þinglýstum kaupsamningum á höfuðborg- arsvæðinu um 30 prósent á milli ára í mánuðinum. Ásgeir Jónsson, forstöðu- maður greiningardeildar Kaup- þings, segir ástæðurnar liggja í auknum kaupmætti síðast- liðna tólf mánuði, meiri bjart- sýni, fólksfjölgun á höfuðborg- arsvæðinu og auðvelt aðgengi íbúðakaupenda að lánsfé, ekki síst í erlendri mynt. Enn hækkar íbúðaverðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.