Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 6
Lögreglan í Portúgal biður ferðamenn sem voru í landinu 3. maí og kunna að búa yfir upplýsingum um hvarf bresku stúlkunnar Maddiear að hafa samband. Madeleine McCann er þriggja ára gömul og var rænt á íbúðahóteli í Praia de Luz í Algarve í Portúgal. Þeir sem telja sig geta gefið upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Portúgal í síma 00 351 282 405 400. VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 74 76 0 5/ 07 METNAÐARFULLT, FRAMSÆKIÐ OG HAGNÝTT NÁM 6 námsleiðir BA í hagfræði BS í hagfræði BS í fjármálum Umsóknarfestur er til 5. júní. Árleg skráningargjöld eru 45.000 kr. Styrktu stöðu þína og sæktu um. Rafræn skráning og upplýsingar um námið eru á vef viðskipta- og hagfræðideildar, www.vidskipti.hi.is. BS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum BS í reikningshaldi BS í stjórnun og forystu 0,00 2,00 4,00 6,00 8,00 10,00 12,00 14,00 16,00 2003 2004 2005 2006 2007 Stýrivextir Seðlabankans STÝRIVEXTIR Á YFIRSTANDANDI KJÖRTÍMABILI ER ÞETTA EFNAHAGSLEGUR STÖÐUGLEIKI??? ALLT ANNAÐ LÍF! – með vinstri grænum Vladimír Pútín Rúss- landsforseti fór í gær hörðum orðum um fólk sem „vanvirðir minnismerki um stríðshetjur, og móðgar með því sína eigin þjóð og sáir fræjum óvildar og vantrausts milli landa og þjóða“. Hann nefndi ekkert land á nafn en átti augljóslega við Eistland sem fyrir skemmstu flutti minnis- merki sovéska hermannsins í Tall- inn frá torgi í miðbænum inn í kirkjugarð þar sem minnismerkið er ekki jafn áberandi. Pútín sagði þetta í ræðu við hátíðahöld í Moskvu í gær þegar Rússar minntust þess að sigur vannst á þýskum nasistum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Rúss- ar líta á þennan sigur sem eitt merkasta afrek sovéska hersins. Að venju var haldið upp á daginn með mikilli hersýningu á Rauða torginu þar sem þúsundir her- manna gengu fylktu liði yfir torg- ið. Hersýningin hefur verið nánast óbreytt frá tímum Sovétríkjanna. Í Eistlandi komu nokkur hundruð íbúa af rússneskum uppruna saman við styttuna af hermanninum á nýja staðnum í Tallinn og lögðu þar blóm. Á torginu, þar sem styttan stóð áður, kom einnig saman hópur þrátt fyrir að mannsöfnuðir séu þar bannaðir. Allt fór þó friðsamlega fram. „Þetta er undarlegt svona rétt fyrir kosningar,“ segir Valgeir Sigurðsson, starfsmaður kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins á Akureyri, óhress með slitróttar útsendingar Útvarps Sögu í bænum. Valgeir segir flokk sinn auglýsa mikið á stöðinni; rof útsendinga sé bagalegt og hann dregur sínar ályktanir. „Mig grunar að einhver öfl sem vilja ekki að boðskapur okkar heyrist eigi þarna í hlut. Annað eins hefur skeð í þjóðfélag- inu. Spillingin er nú meiri en þetta.“ Arnþrúður Karlsdóttir, útvarps- stjóri Sögu, kannast við vandamálið en hefur ekki trú á samsæriskenn- ingu Valgeirs. Dagskrá Sögu er send til Akureyrar um ADSL-kerfi Símans en eftir uppfærslu þess um páskana hafa útsendingar gengið brösuglega. „Það er annaðhvort eitthvað að hjá Símanum eða okkur,“ segir Arnþrúður og ætlar að senda mann norður hið fyrsta til að kíkja á græjurnar. „Ég veit að menn eru margir með hjartalokurnar á lím- ingunum svona rétt fyrir kosningar en allir flokkar auglýsa hjá okkur og þetta kemur því jafnt við alla.“ Linda Waage, upplýsingafulltrúi Símans, segir bilanatilkynningu vegna slitróttra útsendinga ekki hafa borist fyrirtækinu. „Hér sjást engar kerfisbilanir og það er eng- inn að fikta í þessu bara af því að þetta eru þeir,“ segir Linda og vísar þar með grunsemdum Valgeirs á bug. Gruna andstæðinga um græsku Aðstoðar ferða-manna óskað Mestu verðmæti Íslands eru mannauðurinn og einstæð nátt- úra. Íslandshreyfingin berst fyrir gerbreyttri stjórnarstefnu sem byggir á þessu tvennu og nýtir það til að skapa auðlegð og vel- ferð í stað þess að fórna náttúr- unni fyrir stundargróða í þágu mengandi stóriðju. Íslandshreyfingin getur fellt stóriðjustefnuna og á þingi mun hún beita sér fyrir því að gert verði hlé á stóriðjuframkvæmd- um. Betra er að fá til landsins fyrirtæki sem nota minni orku, menga ekki, skapa fleiri og betri störf og borga hærra orkuverð vegna grænnar ímyndar lands- ins. Íslandshreyfingin mun berjast fyrir því að orkan, sem hækkar hratt í verði, verði tryggilega í eigu þjóðarinnar. Ábending okkar Vinstri grænna í gær um að óeðlilegt væri að ráð- herrar hömuðust við að lofa fjár- útlát úr ríkissjóði á meðan kosn- ingabaráttan er í hámæli hefur vakið verðskuldaða athygli. Almenningi blöskrar að skattfé þess sé notað til þess að ráð- herrar geti klippt borða eða und- irritað samninga fyrir framan myndavélarnar svo nærri þing- kosningum. Í þeim kosningaslag sem nú stendur yfir hefur raunar steininn tekið úr hvað þetta varð- ar og þá sérstaklega á lokametr- unum þegar kannanir hafa ítrek- að sýnt að ríkisstjórnin er fallin. Áhersla okkar í þessum efnum sem og öðrum er á heiðarleika og ábyrgð. Nú eru bara tveir dagar til kosn- inga og við erum mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við finnum þessa dagana. Samfylk- ingin stendur vörð um velferðina og hag heim- ilanna í landinu en rík- isstjórnarflokkarnir virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu með því að gefa út ábyrgðarlaus loforð um milljarða króna útgjöld næstu árin þótt umboð þeirra frá kjósendum sé að renna út á laug- ardaginn. Á síðustu tíu dögum hafa borist tilkynningar um 25 slíka samninga og reikningurinn verður sendur íslenskum skatt- greiðendum. Það er sannarlega kominn tími til að breyta! Til þess að mynduð verði ríkis- stjórn að loknum kosningum með aðild Sjálfstæðisflokksins, er nauðsynlegt að flokkurinn hljóti góða kosningu á laugardaginn. Kosningarnar í ár eru sérstakar að því leyti að um nokkurt skeið hefur legið fyrir yfir- lýsing stjórnarand- stöðuflokkanna um að þeir stefni að því að mynda ríkis- stjórn eftir kosningar. Fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki í næstu ríkisstjórn eru líkur á að um verði að ræða þriggja eða fjög- urra flokka vinstristjórn. Reynsla íslensku þjóðarinnar af slíkum stjórnum er ekki góð. Við höfum náð frábærum árangri undanfarin ár og til þess að framlengja hag- sældarskeiðið er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosningu á laugardaginn. Það er ánægjulegt að sjá að fylgi Framsóknarflokksins lyftist verulega í könnun Capacent í gær. Það er í samræmi við þann meðbyr sem við finnum fyrir meðal almennings og þá stemningu sem er í okkar röðum. Vissu- lega eru kannanir mis- vísandi og við sáum líka slæma könnun í gærkvöldi. Kannanir eru þó þrátt fyrir allt þess eðlis að við getum ekki leyft okkur að láta þær hafa of mikil áhrif á okkar störf. Það er kosningin á laugardag sem skiptir máli og við þurfum að hafa fyrir því að sækja stuðning landsmanna á kjördag. Stuðning- ur við Framsóknarflokkinn á laugardaginn skiptir sköpum um það hvort Framsóknarflokkurinn muni eiga aðild að næstu ríkis- stjórn. Íslenska þjóðin þarf að ræða mál- efni innflytjenda. Vissulega er um vandasamt mál að ræða en það breytir ekki þeirri staðreynd að 300 þús- und manna þjóð getur ekki tekið á móti of miklum fjölda á stutt- um tíma. Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á að á vinnumarkaði starfar erlent verkafólk á lægri launum en Íslendingar í sömu starfsgrein. Frjálslyndi flokkurinn vill verja launakjörin. Ekki má komast upp með, í skjóli reglna um frjálst flæði vinnafls, að ráða erlenda starfsmenn til sín á lægri laun- um. Okkur ber að taka með sóma- samlegum hætti á móti þeim sem hingað vilja koma og setjast að. Hefði verið rétt að auglýsa stöðu forstöðumanns nýs fagskóla á Miðnesheiði, sem Hjálmar Árnason hlaut? Ætti að auglýsa aftur eftir umsækjendum í stöðu aðstoðar- ríkislögreglustjóra?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.