Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 38
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálf-
ari segir að að mörgu þurfi að
huga við val á rúmi.
„Að mörgu þarf að huga þegar
maður velur sér rúm og eitt aðal-
atriðið er að verða sér úti um góða
dýnu,“ segir Kristín Gísladóttir,
sjúkraþjálfari hjá Gáska sjúkra-
þjálfun. „Hryggsúlan verður að
vera í beinni línu þegar við sofum.
Til dæmis í hliðarlegu, þar sem
við sofum mest á hliðinni. Dýnur
þurfa því að hafa yfirborðsmýkt
undir axlagrindina, en stuðning
neðar í dýnunni fyrir mjaðmir.“
Þá mælir Kristín með að fólk
fái sér fjaðrandi botn. „Botninn
á ekki að vera harður. Fjaðrandi
botn eykur á endingu dýnunnar.
Best er ef axlamýkt er á botnin-
um og sérstyrkt undir mjaðm-
irnar. Botninn og dýnan verða að
vinna saman.“
Kristín segir hæð rúma einnig
skipta máli. „Það getur verið allt
í lagi fyrir ungt fólk að sofa í lágu
rúmi þar sem það á auðvelt með
að komast fram úr. Ami eitthvað
að fólki í baki, hnjám eða mjöðm-
um eða sé það komið yfir ákveð-
inn aldur, er aftur á móti óráðlagt
að sofa í lágu rúmi. Rúmið verð-
ur að vera hæfilega hátt svo auð-
velt sé að komast á fætur. Þegar
maður situr má mjaðmavinkillinn
ekki vera meiri en 90 gráður.“
Rúm eru yfirleitt tveggja metra
löng en Kristín mælir með rúm-
lengingu fyrir hávaxna. „Það er
hægt að kaupa sér rúm sem er
2,10 m langt. Hávaxnir verða að
geta teygt hendurnar yfir höfuð
eins og aðrir. Einstaklingsrúm
eiga síðan að vera að lágmarki
eins metra breið. Tvíbreið rúm
mega hins vegar vera á bilinu 80
til 90 cm breitt hvort.“
Síðast en ekki síst skiptir
gerð kodda miklu máli að sögn
Kristínar. „Þeir þurfa að styðja
vel undir hálsinn svo þyngd
höfuðsins lendi ekki öll á hálslið-
unum. Öxlin á að sökkva ofan í
dýnuna og koddinn að taka við til
að hvíla hálsinn og axlagrindina.
Höfuðið á að vera í beinu fram-
haldi af hryggsúlunni þegar legið
er á hlið. Það á hvorki að halla of
mikið niður né upp. Þetta er líka
spurning um að prófa sig áfram.“
Botninn og dýnan verða
að vinna saman
Augnháralitur og augnbrúnalitur
Tana® Cosmetics
SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR
NÝTT!!
Plokkari með ljósi
Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum.
Spar Þín Verslun Kópavogi, Fjarðarkaup Hafnarfirði og Lipurtá.
NÝTT
Fáðu fæturnar mjúkar
og fínar á aðeins
2 vikum með nýja
, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur