Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 16
 Í samningi um árangursstjórnun hjá Landhelgis- gæslu Íslands (LHG) sem skrifað var undir nýverið er kveðið á um að unnið skuli að því að flugrekstrarsvið gæslunnar verði gert að sérstöku ríkisfyrirtæki. Það myndi til dæmis auðvelda gæslunni að leigja út þyrlur til sérstakra verkefna. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra og Georg Kr. Lárusson, for- stjóri LHG, skrifuðu á dögunum undir samninginn í Þjóðmenning- arhúsinu. Þar er kveðið á um að unnið verði að tíu ára áætlun um starfsemi LHG. Georg segir að verði flugrekstr- arsviðið gert að sérstöku ríkisfyr- irtæki myndi það gera rekstur þess gegnsærri og skilvirkari. „Við gætum séð nákvæmlega hvað hlutirnir kosta, og hvað við erum að nota peningana í. Við myndum jafnframt eiga meiri möguleika á því að vinna með öðrum og fyrir aðra með sérstöku fyrirtæki um þennan rekstur,“ segir Georg. „Við viljum ekki fara í sam- keppni við einn né neinn, en við viljum geta gert það sem þarf að gera með þyrlum og flugvél sem aðrir geta ekki gert hér á landi, og við viljum getað fengið greitt fyrir það,“ segir Georg. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra þvertekur fyrir að með því að aðskilja flugrekstrarsviðið sé verið að undirbúa einkavæðingu þess. „Ég hef ekki nokkurn áhuga á því og tel að það sé mjög óskyn- samlegt,“ segir Björn Rannveig Rist, for- stjóri Alcan í Straumsvík, og eig- inmaður hennar, Jón Heiðar Rík- harðsson, mega stækka lóðina umhverfis einbýlishús sitt í Garðabæ. Þetta ákvað bæjarráð- ið í gær. Í bréfi hjónanna til Garðabæjar kemur fram að þau vilji breyta lóðamörkum við hús sitt á Háhæð 2 til að einfalda frágang og við- hald. Þau vilji að lóðarskiki á horni Hæðarbrautar og Háhæðar sem nú er í landi bæjarins verði hluti af þeirra lóð sem þannig myndi ná út að gangstéttarbrún. Á horninu er tengikassi fyrir síma og bruna- hani út við gangstéttina. „Við höfum hugsað okkur að ganga frá þessu horni í samræmi við aðra hönnun og frágang lóðar- innar og taka að okkur viðhald þess, en þessi frágangur er mjög afgerandi fyrir aðkomuna að hús- inu og skiptir okkur því miklu máli að vinna þetta í einni heild,“ segja hjónin í bréfinu til bæjarins og taka fram að þau vænti þess að erindið verði afgreitt með jákvæð- um hætti. Bæjarráðið samþykkti ósk Rannveigar og Jóns Heiðars fyrir sitt leyti og vísaði málinu til skipu- lagsnefndar bæjarins. Álversforstjóri má stækka lóð SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* SS hefur nú tekið ómakið af ömmum landsins og gert frábæra kindakæfu að hætti ömmu. Prófaðu þessa hefðbundnu og góðu kæfu og rifjaðu upp góðar stundir þegar fólk hafði meiri tíma. – sígild og bragðgóð á brauðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.