Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 66
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM
OPIÐ TIL KL. 18 Í DAG
HEIT SENDING AF S MARBOLU
FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR
„Guri var ekki nærbuxnalaus á
myndinni,“ segja talsmenn hinn-
ar 45 ára gömlu Guri Schanke
sem keppir fyrir hönd Noregs í
undankeppni Eurovision. Myndir
sem finnskir ljósmyndarar tóku
af söngkonunni á æfingu á þriðju-
dag hafa vakið mikið umtal, en
þær þykja sýna að söngkonan
hafi verið nærbuxnalaus þegar
hún tróð upp. Málið hefur vakið
mikinn kurr í Noregi og Finn-
landi.
Skýringarnar sem Norðmenn
gefa eru þær að Guri hafi ákveð-
ið að vera í húðlitum g-streng
undir kjólnum, og eðlilega beri
lítið á slíkri flík. Það sé þó langt
frá því að hún hafi verið nær-
buxnalaus.
Meint nærbuxnaleysi þykir
orðið skandall keppninnar en ekki
þykir ljóst hvort það eigi eftir að
draga úr líkum Norðmanna á að
komast áfram.
Nærbuxnahneyksli
norskrar söngkonu
Tónlistarmaðurinn Sverrir Berg-
mann heldur sína fyrstu tónleika
í þrjú ár á Dillon í kvöld ásamt
hljómsveit. Ætlar hann að frum-
flytja lög af sinni fyrstu sólóplötu,
en upptökur á henni hefjast í byrj-
un júní.
„Ég ætla að frumflytja efni sem
ég er búinn að semja víðs vegar um
heiminn síðustu tvö ár. Það verður
mjög gaman að leyfa fólki að heyra
þetta og fá smá viðbrögð,“ segir
Sverrir, sem lýsir tónlistinni sem
alvörugefnu poppi, með fallegu og
kröftugu ívafi.
Að sögn Sverris verða tíu lög
á plötunni sem hann samdi með
hjálp ýmissa lagahöfunda, meðal
annars í Englandi, Skotlandi og
Svíþjóð. „Það er rosalega snið-
ugt að hitta annað fólk og fá þetta
ferska „stöff“. Þegar maður hitt-
ir aðra lagahöfunda kemur alltaf
ákveðinn andi yfir mann, eins og
þegar bönd eru að byrja þá semja
þau besta „stöffið“ sitt. Þetta er
eitthvað sem Íslendingar mættu
gera meira af, að hittast úr ýmsum
áttum og semja lög. Ég er mjög
spenntur og stoltur af þessu efni
sem ég er að fara að flytja. Ég er
búinn að semja sjötíu lög og þetta
er rjóminn af því.“
Stefnt er að útgáfu plötunnar
hér heima í lok sumars og einnig
í Bretlandi. Tónleikarnir í kvöld
hefjast klukkan 22.00.
Sverrir Bergmann snýr aftur
Leikaranum og fyrrverandi strand-
verðinum David Hasselhoff hefur
verið meinað að hitta unglingsdæt-
ur sínar tvær eftir að myndband
af honum drukknum var gert op-
inbert.
Eftir að hafa séð myndbandið
ákváðu dómstólar í Los Angeles að
banna honum að hitta dæturnar um
óákveðinn tíma. Hasselhoff, sem
skildi við eiginkonu sína í fyrra
eftir sextán ára hjónaband, hefur
viðurkennt að hafa orðið á í mess-
unni en segist vera á batavegi.
Bannað að
hitta dætur
Hljómsveitin Buff verður önnum
kafin á næstu dögum. Upptök-
ur á nýju lagi eftir píanóleikar-
ann Stefán Gunnlaugsson hefjast
í dag auk þess sem sveitin spil-
ar á Players á föstudagskvöld
og á Gauknum kvöldið eftir.
Að sögn Hannesar Friðbjarnarson-
ar trommara stefnir sveitin á að
gefa út plötu seinna á árinu, sem
yrði sú þriðja í röðinni. Síðast gaf
Buff út plötuna Selfoss árið 2005.
Buff tekur upp
Það gustaði ekki mjög af
Eiríki og félögum hans í
Eurovision á aðalæfingu
undankeppninnar. Lagið
komst þó vel til skila enda
fagmennska í fyrirrúmi hjá
íslenska liðinu. Ómögulegt
þykir að spá um framhaldið.
„Líkurnar á því að við komumst
áfram úr undankeppninni eru
fifty-fifty,“ segir Eiríkur Hauksson
um möguleika Íslands á að komast
upp úr undankeppni Eurovision í
kvöld. „Ég vil nú bara vera hógvær
í tengslum við þetta, þó maður voni
auðvitað það besta,“ segir hann.
Aðalæfing undankeppninnar í
gær tókst vel. Það gustaði ef til vill
ekki jafn mikið af íslenska hópn-
um og venja hefur verið, enda bar-
áttan um athyglina afar hörð. Hol-
lenska söngkonan Edsilia Rombley
mundi textann, en hann hefur vaf-
ist fyrir henni á æfingum hér
í Finnlandi. Norska söngkonan
Guri Schanke var ekki sökuð um
að vera nærbuxnalaus á sviðinu í
þetta sinn. Vesalings Norðmenn-
irnir hérna eru miður sín eftir að
óprúttnir ljósmyndarar héldu því
fram að Schanke væri brókarlaus
á myndum sem þeir tóku af henni
á þriðjudag.
Söngur hinnar serbnesku Mariju
Serifovic var líklega sá sem hreif
salinn mest í þetta skiptið, en þeir
eru nokkrir sem spá því lagi sigri.
Söngkonan er þó ekki á meðal
þeirra keppenda sem fjölmiðlar
veita mikla athygli, nema þegar
þeir benda á að Serifovic sé ekki
jafn fríð og flestir aðrir kvenkyns
keppendur. Þann eiginleika virðist
hún ýkja fremur en fela og undrað-
ist fólk að á sviðinu í gær var hún
með þykk gleraugu, en þeim hefur
hún ekki þurft á að halda hingað
til. Framlagið virðist þó hafa heill-
að áhorfendur.
Danska draggdrottningin DQ
var heldur þróttlaus á sviðinu
og virtist eiga í erfiðleikum með
hæstu tónana. Flestir virðast nokk-
uð vissir um að lag hennar komist
upp úr undankeppninni, það þykir
nefnilega hafa það sem kallað er
réttur Eurovision-taktur. Allir geta
klappað með eftir fyrstu tvær lag-
línurnar. Það söngatriði sem erf-
iðast þykir að spá fyrir um er frá
Ísrael. Annaðhvort heillast fólk af
hamagangi Ísraelanna á sviðinu
eða hrökklast frá skjánum.
Það verður að segjast eins og er
að ekki var minnst á Eirík Hauks-
son þegar talið barst að þeim sem
líklegastir væru til að komast upp
úr keppninni. Norðurlandaþjóð-
irnar virðast þó afar hrifnar af
honum. Reyndar tók danski Eur-
ovision-spekingurinn Adam Hall
svo djúpt í árinni að segja Valent-
ine Lost lag sem ætti skilið eitt af
efstu sætum aðalkeppninnar. Kyn-
þokki og karlmennska Eiríks hefur
mikið verið til umræðu hér í Hels-
inki en hvort það fleytir Íslend-
ingum fram úr keppinautunum er
alls óvíst. „Við segjum fifty-fifty.
Það eru bara nokkuð góðar líkur,“
sagði Eiríkur.