Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 64
Leyfðu litunum …
…að taka völdin á eld-
húsborðinu. Í Ikea fást
litrík glös á þægilegu
verði sem lífga svo sann-
arlega upp á borðbún-
aðinn í sumar. Svo má
nota þau sem kertastjaka
þegar skyggja fer á ný.
Gæti ekki verið án kjúklings
Fríða Sophia Böðvarsdóttir
kennir matreiðslu jafnt dag
sem kvöld. Hún er heimilis-
fræðakennari í Víkurskóla í
Grafarvogi og heldur jafn-
framt námskeið í Kvöld-
skóla Kópavogs.
Fríða hefur kennt nokkur mis-
munandi námskeið í kvöldskólan-
um, þar sem hún hefur verið í ein
sextán ár. „Ég byrjaði með Góm-
sæta grænmetisrétti, svo hef ég
verið með námskeið sem heit-
ir Bökur og partíréttir og í vetur
var ég með hráfæði,“ útskýr-
ir Fríða. Sjálf eldar hún mikið
af grænmetisfæði. „Ég var með
grænmetisfyrirtæki hérna áður
fyrr og var sjálf grænmetisæta,“
segir hún.
Síðustu tvö ár hefur Fríða þar að
auki séð um matreiðslunámskeið
sem eru sérstaklega fyrir karl-
menn. „Ég er með eitt undirstöðu-
námskeið og annað framhalds-
námskeið,“ útskýrir hún. Fríða
segir námskeiðin vera vel sótt
og það af karlmönnum á öllum
aldri. „Yngsti nemandi minn kom
með pabba sínum, hann var ell-
efu ára. Þetta eru karlmenn sem
hafa áhuga á mat, sem eru ein-
stæðir eða ekklar og eins strákar
sem eru svona að byrja að búa,“
útskýrir hún. „Svo er líka al-
gengt að konurnar gefi mönnun-
um sínum námskeið í jóla- eða af-
mælisgjöf,“ bætti hún við. Fríða
deilir hér uppskrift að pottrétti
og brauði af karlanámskeiðinu
með lesendum. Hún bendir þó á
að sé fólk í tímaþröng megi auð-
veldlega sleppa baununum, eða
kaupa þær niðursoðnar.
Steinn Óskar Sigurðsson verður
fulltrúi Íslands í keppninni Mat-
reiðslumaður Norðurlanda, sem
fram fer í Turku í Finnland 18. maí
næstkomandi. Þetta kemur fram á
vefnum freisting.is. Steinn Óskar
var valinn Matreiðslumaður árs-
ins 2006. Hann er yfirkokkur á
Silfri, sem komst á dögunum á ár-
legan Hot List hins virta tímarits
Condé Nast Traveller, og ætti því
að vera nokkuð vel í stakk búinn
fyrir keppnina.
Keppnin tekur sex og hálfa
klukkustund og þurfa keppendur
að framreiða þriggja rétta mál-
tíð fyrir tólf manns. Í forrétt skal
matreitt úr lúðu og humri, í aðal-
rétt er grísahryggur, en rabarbari
og trönuberjalíkjör eiga að koma
við sögu í eftirréttinum.
Keppir fyrir Íslands hönd
Því er ekki að neita að grillmatur-
inn setur svip sitt á íslenskt sumar.
Eymar Plédel Jónsson, sem kennir
reglulega á námskeiðum í Vínskól-
anum, lumar á góðum ábendinum
um hvernig velja á vín með kræs-
ingunum. „Grunnreglan er sú
sama og fyrir annan mat: því létt-
ara sem kjötið er, þeim mun létt-
ara á vínið að vera,“ sagði hann.
Með þungu grillkjöti mælir
Eymar með krydduðu, ávaxtaríku
og dálítið eikuðu rauðvíni. „Það er
ágætt að leita að kryddi í víninu
sem samsvarar kryddinu í matn-
um. Eikin fer líka rosalega vel
með þessum braseraða keim af
grillkjötinu,“ sagði hann. Eymar
mælir með Shiraz-vínum frá Ástr-
alíu. „Vín frá Suður-Frakklandi,
sérstaklega Roussillon-héraðinu,
ganga líka mjög vel. Þrúgan er
kölluð Syrah þar,“ útskýrði hann.
Eymar segir um að gera að
breyta út af vananum og næla sér
í rósavín með grillaða kjúklingn-
um. „Það má reyndar alls ekki
vera sætt, en það eru til nokkur
þurr og kraftmikil rósavín sem
myndu fara skemmtilega með
grilluðum kjúklingi,” sagði hann.
Fyrir þá sem vilja para kjúkling
og fisk við hvítvín mælir Eymar
með að leita að ávaxtaríku og létt-
eikuðu víni. „Þar gæti maður tekið
létteikaðan Chardonnay úr nýja
heiminum. En ég myndi skjóta á
Chile, það gæti verið gaman að
prófa það,“ sagði hann.
Ekki má gleyma bjórnum þegar
um grillmat er að ræða. „Hann
bregst náttúrulega aldrei. Dökk-
ur, belgískur bjór smellpassar líka
með þessu,“ sagði Eymar.
Góð vín með grillmatnum