Fréttablaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 58
Listahátíð er sett í dag í húsakynnum Listasafns Ís-
lands: í öllum sölum, krókum og kimum safnsins
hangir uppi glæsilegur vitnisburður um sköpunar-
kraft ungra listamanna í norðurhluta Evrópu á eftir-
stríðsárunum: CoBrA-hópurinn sýnir loks í Reykja-
vík.
Víst hafa félagar CoBrA sýnt hér áður: Sýning
Svavars Guðnasonar 1945 olli kaflaskilum í ís-
lenskri myndlist og Haustsýningin í sumarbyrjun
1948 varð annað straumkast í listasögunni. SUM-
hópurinn hýsti hollenska gestasýningu á sjöunda
áratugnum. Annars hefur þessi mikilvægi hópur
listamanna síðustu aldar ekki komið fyrir augu ís-
lenskra áhugamanna um myndlist nema á erlend-
um söfnum.
Á næsta ári verða sextíu ár liðin frá því að CoBrA
var stofnuð í París. Þess verður víða minnst, þó að
Per Hovdenakk, listfræðingur og fyrrverandi yf-
irmaður Onstadt-safnsins í Ósló, sem er sýningar-
stjóri á þessari stórsýningu, segi hreyfinguna enn
vera fáum kunna: verk þeirra Jorns og Svavars,
Constants og Appel og allra hinna eru víða fáanleg
á markaði um alla Evrópu og skaga ekki enn í það
verð sem greitt er fyrir amerísku abstraktistana
sem voru hliðstæð hreyfing vestanhafs. Segir Per
Ameríkanana þó ekki hafa sama erindi og CoBrA og
muni þar mest um að í litafantasíum Evrópubúanna
var manninum ekki úthýst.
Per hefur eytt drjúgum hluta ævi sinnar í að rann-
saka feril þessa formlega samstarfshóps listamanna
sem á endanum varð að hreyfingu er tók til nokk-
urra tuga listamanna. Hann hefur samið höfuð-
verk um Jakobsen og Christo, en þá talið berst að
CoBrA er hann að tala um vini sína. Hann er þokka-
lega ánægður með hvernig tekist hefur að ná saman
myndum eftir þessa listamenn: hver CoBrA-sýn-
ing er í rauninni ævintýri því þessir listamenn voru
gríðarlega afkastamiklir og agaðir í vinnu. Carl-
Henning og Else Ahlfelt stofnuðu safn um verk sín
á gamals aldri. Asger Jorn safnaði alla ævi mynd-
list, sinni og annarra og gaf Silkiborg. Þangað fer
sýningin héðan. Verkin á Fríkirkjuveginum eru frá
þessum söfnum og fleirum, en líka úr einkaeign og
munar þar mest um lán úr einkasafni Jens Olesen og
Lars bróður hans.
Það er undarlegt til þess að hugsa að á sinni tíð
ollu verkin sem nú hanga uppi á Listasafninu mikl-
um hugaræsingi. Nú í dag eru þau glæsilegur vitn-
isburður um framlag danska skólans til myndlistar-
sögu Vesturheims á síðustu öld. Halldór Björn Run-
ólfsson listasafnsstjóri segir að því verði að halda til
haga að í Danmörku voru menn fyrstir í abstraktið
og er sú mynd sem er talin fyrst slíkra verka á sýn-
ingunni, Ophobning eftir Egil Jacobsen, og er það í
fyrsta sinn sem hún hefur verið lánuð út fyrir Dan-
mörku.
Sýningunni fylgir sýningarskrá í bókarformi þar
sem í nokkrum greinum er lýst framgangi og enda-
lokum hópsins. Þar ritar Per lengst mál en Ólafur
Kvaran og Hanne Lundgren Nielsen leggja sitt til.
CoBrA Reykjavík varð að veruleika fyrir tilhlut-
an íslenskra og danskra embættismanna og nýtur
styrks fjölda fyrirtækja. Lýsti danski sendiherrann
yfir sérstakri ánægju sinni með hvernig hefði tek-
ist til um samstarf ráðuneyta, sendiráða og safna
þjóðanna til að koma sýningunni í kring. Hún verð-
ur til sýnis í Listasafni Íslands sumarlangt og varp-
ar skærri birtu á dagana í glæsileik sínum.
Fimmtán verk eftir Svavar Guðna-
son eru auglýst á uppboði hjá Bruun
Rasmussen í Kaupmannahöfn 6.
júní. Öll eru þau úr eigu arkitekts-
ins Roberts Dahlman-Olsen sem var
vinur Svavars frá árum hans í Kaup-
mannahöfn þegar hann fór þangað
til náms. Myndirnar eru allar unnar
á pappír og flestar málaðar með
vatnslitum. Þær eru frá löngu tíma-
bili, sumar áritaðar en aðrar ekki.
Uppboðsdagurinn verður langur,
hefst uppboðið kl. 13 að staðartíma
og verða myndir Svavars boðnar
upp fyrstar. Er uppboðið tvískipt,
fyrst verk á pappír og síðdegis verk
á striga. Þar eru einnig í boði mörg
verk eftir CoBrA-hópinn, bæði Dan-
ina og Hollendingana. Þá eru á upp-
boðinu verk eftir Ólaf Elíasson og
Erró.
Verk eftir Svavar
á uppboði í Höfn
Kl. 15.00
Sýningin MÍNÍ VOTT opnar í galleríinu START
ART á Laugavegi 12b. Með sýningunni verður
vígt nýtt sýningarrými á efri hæð gallerísins.
Á sýningunni eru ný smáverk eftir Önnu
Eyjólfsdóttur, Ragnhildi Stefánsdóttur, Rúrí og
Þórdísi Öldu Sigurðardóttur og myndband eftir
Pál Steingrímsson um systursýninguna MEGA
VOTT sem sett var upp í Hafnarborg í fyrra.