Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 62
Körfubolti, hafnabolti, am-
erískur ruðningur og jafn-
vel golf hafa gefið vel af sér
í bíóhúsum. En vinsælasta
íþrótt heims virðist ekki
eiga upp á pallborðið hjá
kvikmyndagerðarmönnum.
Það telst alltaf til tíðinda þegar
kvikmynd um knattspyrnu er frum-
sýnd og um helgina verður Goal II
frumsýnd. Myndin segir frá Santi-
ago sem slær í gegn hjá enska úr-
valsdeildarliðinu Newcastle og er
í kjölfarið seldur til spænska stór-
liðsins Real Madrid. Goal-mynd-
irnar tvær eru einar af þeim örfáu
sem gerðar eru um knattspyrnu-
heiminn en fæstar þeirra hafa náð
einhverri útbreiðslu fyrir utan Evr-
ópu og skilað kvikmyndaverunum
einhverjum gróða.
Einhver frægasta knattspyrnu-
myndin er eflaust Victory en þar
léku stórleikarar á borð við Michael
Caine, Sylvester Stallone og Max
von Sydow listir sínar við hlið snill-
inga á borð við Pelé, Bobby Moore
og Osvaldo Ardilles. Bend it Like
Beckham kemur síðan næst henni í
vinsældum en sú mynd skaut Keiru
Knightley eftirminnilega upp á
stjörnuhimininn.
En hverjar skyldu ástæðurnar vera
fyrir því að knattspyrna hlýtur ekki
sömu náð fyrir augum kvikmynda-
framleiðenda og körfubolti, hafna-
bolti og amerískur fótbolti? Af nógu
er að taka í heimi knattspyrnunnar
og nægir að fletta slúðurblöðunum
til að sjá hversu svæsið og krass-
andi líf atvinnumanna getur verið:
Kynlíf, eiturlyf, peningar og konur
á höttunum eftir frægð, frama og
aurunum. Að ógleymdum Marad-
ona en ævi argentínska snillingsins
væri sennilega efni í þríleik.
Meginástæðan liggur auðvitað
fyrst og fremst í Ameríkumarkað-
inum. Þar hefur knattspyrnan ekki
jafn sterk ítök og í Evrópu og í huga
hins venjulega Bandaríkjamanns
er fótbolti bara íþrótt fyrir konur.
Enda hefur bandaríska kvenna-
landsliðið náð góðum árangri á er-
lendri grund.
Veigamikið atriði liggur í því hvern-
ig íþróttin sjálf er uppbyggð. Knatt-
spyrnuleikur getur oft verið mjög
strategískur og leikir fjara hrein-
lega út í níutíu mínútur. Slíkt á ekki
við bandaríska neytandann sem
er vanur stöðugu áreiti í banda-
rísku íþróttunum og ef það er ekk-
ert að gerast er bara tekið leikhlé,
fáklæddum klappstýrum skellt inn
á völlinn og nokkrum auglýsingum
hleypt að. Þetta er einfaldlega ekki
í boði í fótboltanum og er reyndar
eftirminnilegt í Mike Bassett: Eng-
land Manager þegar enski lands-
liðseinvaldurinn ákvað spila stífan
varnarleik og fékk heilan leikvang
til að sofna úr leiðindum.
Bandaríkin eru í raun óplægð-
ur akur þegar miðað er við hinar
gríðarlegu vinsældir íþróttarinn-
ar í Evrópu. Þetta gæti þó breyst
og það er ekki síst fyrir tilkomu
enska knattspyrnukappans David
Beckham. Þótt flestir knattspyrnu-
áhugamenn hafi sína skoðun á
hæfileikum hans á knattspyrnu-
vellinum – skoðanir sem eru undir
sterkum áhrifum eftir því hvaða
liði menn fylgja í ensku úrvals-
deildinni – þá er ekki hægt að horfa
framhjá því að Beckham er vinsæl-
asti knattspyrnumaður heims. Og
félagaskipti hans til L.A. Galaxy
gætu haft mikla þýðingu fyrir út-
breiðslu knattspyrnunnar í Banda-
ríkjunum.
Beckham er vörumerki sem
selur úr, rakspíra og aðra hluti sem
tengjast knattspyrnuiðkun nánast
ekkert. Það telst frétt ef leikmað-
urinn skiptir um hárlit eða fær sér
nýtt húðflúr. Og það er vafalítið
engin tilviljun að hann skuli flytj-
ast til Los Angeles þar sem stjörn-
urnar búa og draumaverksmiðjan
er rétt handan við hornið.
Það sem meira er; Beckham
laðar að frægara fólk á völl-
inn. Hann hefur nú þegar stofn-
að knattspyrnuskóla í Los Angel-
es og meðal nemenda þar má nefna
fósturson Toms Cruise og Madd-
ox þeirra Angelinu Jolie og Brads
Pitt. Þetta eru valdamiklir vinir
sem gætu togað í einhverja spotta
þegar stóru kvikmyndaverin velta
því fyrir sér hvað á að vera næst
í tísku.
Vill gera Goonies 2