Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 56
Hinar skrifandi stéttir hafa haft úr miklu að moða að undanförnu. Það er nefnilega allt að gerast, hér er allt bókstaflega í bullandi evróvisjón-sveiflu, allra þjóða menningar- viðburðum og kosning- atrumsi, það hefur ekki dottið á þögn í heitu pottunum vikum saman. Sem fyrirhyggjusamur einstakl- ingur hef ég verið að búa mig undir spennufallið þegar þessu lýkur, þegar Listahátíð er búin og ríkis- stjórnin mynduð og allir fara aftur að tala bara um veðrið. Ég er með skothelt plan til að hafa ofan af fyrir sjálfri mér og hver veit nema þetta sé bara ein af þessum bisnesshug- myndum sem sumir eru alltaf að fá. Ég er nefnilega að dunda mér við að skrifa á grjón. Svona eins og maður kaupir í útlöndum af götusöl- um með ofursjón sem skrifa nafn- ið manns á matvæli sem síðan má setja í þar til gert sjálflýsandi hylki og bera um hálsinn. Hæfir skrifar- ar hafa komið „Faðirvorinu“ fyrir á grjóni en ég ætla mér meira. Ég fékk mikið rit í hendurnar á dögun- um, nýjustu þýðinguna á verkum Halldórs Laxness, svokallaða Úr- valsbók, sem geymir líkt og nafnið ber með sér úrval úr verkum Nób- elskáldsins. Bókin er bara 933 síður og úrval- ið er gott, þessi gerðarlega bók fer þó betur á náttborði en í hendi – ég hef ekki tvíhöfðana í að taka hana með upp í rúm. Svo ég hef hana bara á eldhúsborðinu við hliðina á hrís- grjónunum. Ég hef komist að því að best er að skrifa á Tilda basmati-hrísgrjón, þau eru fastari fyrir en hin klassísku grjónagrautsgrjón frá River. Það er djöfuls puð að skrifa á grjón, þótt textinn sé með nútímalegri stafsetn- ingu, og ég er ekki alveg komin upp á lag með þetta enn þá. Ég hlakka samt mikið til að takast á við uppá- haldskaflana mína úr Kristnihald- inu og Gerplu svo ekki sé talað um þegar ég get farið að markaðssetja grjónin á netinu því ég get ekki ímyndað mér annað en fólk vilji spara sér hillupláss og skipta safn- inu sínu út fyrir grjónið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.