Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR 11. ágúst 2009 — 188. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Hinir ósnertanlegu „Það er ljóst að almenningur er fullur óþolinmæði og vill skeleggar aðgerðir. Almenningur vill að útrásarvíkingarnir sæti ábyrgð“ skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 14 Gunni er með 11 milljón króna verðtryggt íbúðalán sem tekið var í september 2007. Með því að greiða 10.000 krónur aukalega á mánuði, sparast 10.671.376 krónur á lánstímanum. Miðað er við 6% vexti og 5% verðbólgu á 40 ára lánstíma. Aukagreiðslan bætist við mánaðarlega afborgun og lækkar höfuðstól lánsins. Höfuðstóllinn lækkar hraðar en upp- haflegar afborganir gera ráð fyrir og við það sparast milljónir í vaxtakostnaði og verðbótum. Nánari útreikningar og upplýsingar er að finna á www.byr.is Milljóna sparnaður með 10.000 kr. aukagreiðslu á mánuði 2. PRENTUN KOMIN Í VERSLANIR GRÉTAR BRAGI BRAGASON Æfði dans en spilar nú litbolta í tómstundum • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég prófaði nú bara einn leik og þá varð eiginlega ekki aftur snúið,“ segir Grétar Bragi Bragason, beð-inn um að lýsa í hverju aðdráttarafl litbolta sé fólgið. Hann æfði sam-kvæmisdans um árabil en sneri sér alfarið að litboltanum árið 2004 og gegnir nú stöðu formanns Litbolta-félags Hafnarfjarðar.Grétar segir algengan misskiln-ing að um auðveld kynjum. Karlmenn eru þó í yfir-gnæfandi meirihluta enn sem komið er, eða fimmtíu á móti tíu. Í vetur hafa félagsmenn hist viku-lega í Sporthúsinu en verið er að reisa aðstöðu skammt frá rallý-krossbrautinni í Hafnarfirði sem bæjaryfirvöld hafa úthlutað félag-inu. S kenndan sem keppnisgrein hér-lendis. Þótt um áhugamannafélag sé að ræða hefur það þó tvívegis tekið þátt í keppni erlendis, eða árin 2004 og 2005. „Okkur gekk sæmi-lega á fyrsta mótinu, lentum í 64sæti af 120 “ Úr lakkskóm í litboltaGrétar Bragi Bragason stundaði samkvæmisdans um árabil. Fyrir nokkrum árum reyndi hann fyrir sér í litbolta, fékk brennandi áhuga í kjölfarið og er nú formaður Litboltafélags Hafnarfjarðar. LÝSI kemur ekki aðeins í veg fyrir hjarta- og æða-sjúkdóma hjá heilbrigðum heldur minnkar það einnig líkur á hjartaáföllum og jafnvel dauða hjá sjúklingum með hjartasjúkdóma. Þetta er niðurstaða nýrrar banda- rískrar rannsóknar sem sagt er frá á www.hjartalif.is. „Þótt við séum að fá okkar eigin svæði erum við alls ekki í samkeppni við fyrirtæki sem bjóða upp á litbolta sem afþreyingu. Við höfum engan hagnað af þessu nema félagsgjöldin,“ segir Grétar, sem mundar hér litboltabyssu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Viðurkenndar stuðningshlífarí úrvali Fimmtíu nýjar raddir Grínkóngur glímir við fjölda persóna og mikinn texta á nýrri plötu. FÓLK 26 Stelpurnar okkar Fyrsta kvikmynd Þóru Tómasdótt- ur í fullri lengd verður frumsýnd í Háskólabíói í vikunni. TÍMAMÓT 16 SIGNÝ BJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR Sagði upp draumastarfi fyrir íslenskt sumar Vann við Svo fögur bein og Tinna FÓLK 26 SAMGÖNGUR Snekkjan The Apoise, sem nú liggur við Reykjavíkur- höfn, var í fyrra í 79. sæti á lista yfir stærstu snekkjur heims sem ekki eru í opinberri eigu. Snekkjan, sem er 67 metrar að lengd og 13 metrar að breidd, er í eigu kanadísks kaupsýslumanns, Daves Ritchie að nafni, sem á meðal annars stórt uppboðs- fyrirtæki sem heitir Ritchies. Til samanburðar má nefna að fá skip í íslenska fiskiskipaflotanum eru lengri eða breiðari. Snekkjan er á leið til Græn- lands og þaðan til Kanada, að sögn hafnsögumanna, og pant- aði sér pláss í höfninni fyrir um þremur vikum. Hún var sem áður segir í 79. sæti í fyrra yfir stærstu snekkjur heims í einkaeigu á lista blaðsins Power & Motoryacht. Nokkrar risasnekkjur í eigu ríkisstjórna í Mið-Austurlöndum komast ekki þar á blað, en margar þeirra voru áður í eigu Saddams Hussein. Snekkjan var hönnuð af Norðmanninum Espen Oeino, sem er stórstirni í heimi hönn- unar og hefur efnast gríðarlega á að hanna snekkjur sem þessa. - sh Snekkjan The Apoise er 67 metrar og liggur við festar í Reykjavíkurhöfn: Ein af stærstu einkasnekkjum heims THE APOISE Snekkjan er með þeim stærri sem komið hafa til Íslands, en öðru hverju koma snekkjur af þessari stærðargráðu í íslenskar hafnir. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR Hægviðri Í dag verður hæg norð- læg eða breytileg átt á landinu. Horfur eru á rigningu eða súld víða norðan- og austanlands en sunn- an- og vestantil verður bjart með köflum og léttskýjað á stöku stað VEÐUR 4 15 14 14 14 13 Ætlar að festa sig í sessi Markvörðurinn Hannes Þór Halldórs- son var í gær valinn í fyrsta sinn í lands- liðshóp Íslands. ÍÞRÓTTIR 22 STJÓRNMÁL Haldi Ögmundur Jónas- son heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. Sjálfur telur Ögmundur að ríkis stjórnin geti starfað áfram þótt Icesave-málið verði fellt. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er það mat hans að ríkis- stjórnin geti í framhaldinu unnið betur úr málinu og haldið ótrauð áfram með önnur brýn verk- efni. Ögmundur telur að drög meiri- hluta fjárlaganefndar Alþingis að fyrirvörum við ríkisábyrgð á Icesave-samningunum gangi allt of skammt. Hann hefur kynnt nefndinni eigin tillögur að fyrir- vörum en mat stjórnarliða er að þeir felli samningana. Ögmundur er ekki einn á báti í flokki sínum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Lilja Móses- dóttir hafa báðar lýst sig and- vígar Icesave-málinu. Stjórnar- flokkarnir hafa fimm manna þingmeirihluta og mega við því að tveir þingmenn greiði atkvæði gegn málinu – fari svo að allir stjórnarandstæðingar greiði atkvæði á móti. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er mikill titringur innan VG vegna ástandsins og er sam- band Ögmundar og Steingríms J. Sigfússonar formanns sagt stirt. Reynt var að sætta sjónarmið þeirra á sérstökum fundi í síð- ustu viku en án árangurs. Steingrímur hefur lagt allt í sölurnar fyrir samþykkt Icesave og telur sig illa svikinn ef Ögmundur leggst gegn málinu. Afstaða Steingríms til málsins sjálfs er raunar sú að samþykkt þess sé lífsnauðsyn íslensku efnahagslífi. Þingmenn Samfylkingarinnar telja sig lítið geta aðhafst í mál- inu og segja að VG-menn verði að leysa það sín á milli. Fjárlaganefnd mun áfram fjalla um Icesave og er nú stefnt að því að hún afgreiði málið frá sér á morgun eða á fimmtudag. - bþs / kóp Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Ef Ögmundur Jónasson leggst gegn Icesave-málinu á Alþingi lýkur ríkisstjórnar- samstarfi Samfylkingarinnar og VG. Mikill titringur er innan VG vegna málsins. Samband Ögmundar og Steingríms er stirt. Samfylkingarmenn bíða og sjá. HEILBRIGÐISMÁL Öll börn sem fæðast á Akureyri verða heyrnar mæld frá og með næstu mánaðamótum. Þau bætast í hóp barna sem fæð- ast á Landspít- alanum sem undanfarin tvö ár hafa verið heyrnarmæld nýfædd. Guð- rún Gísladóttir framkvæmda- stjóri Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands segir mælinguna gera að verkum að heyrnarskerðing kemur miklu fyrr í ljós en áður. „Áður en við byrjuðum að mæla var meðal- greiningaraldurinn þrjú og hálft ár. Þá höfðu börnin ekkert heyrt í þann tíma.“ Í fyrra voru 94 prósent barna sem fæddust á Landspítalanum heyrnarmæld en Guðrún vonar að það takist að mæla 95 prósent allra barna sem fæðast á Íslandi innan fárra ára. - mmf / sjá Allt Ungbörn heyrnarmæld: Heyrnarskert börn greind við fæðingu GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR LANDBÚNAÐARMÁL Raforkuverð til garðyrkjubænda á landsbyggð- inni hefur hækkað um allt að 35 prósent vegna aðgerða stjórn- valda og verðskrárhækkana Landsvirkjunnar. Bjarni Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka garðyrkjubænda, segir gjaldþrot blasa við bænd- um ef stjórnvöld grípa ekki í taumana, enda hafa rafmagns- reikningar hækkað um hundruð þúsunda króna. Atli Gíslason, formaður land- búnaðar- og sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir vandann snúast um orkusölu til álfyrirtækjanna, sem bitni á garðyrkjubændum og öllum almenningi í landinu. - shá / sjá síðu 4 Orkuverð til garðyrkjubænda: Sligar fyrirtæki á stuttum tíma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.