Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 14
14 11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Hvers vegna eru útrásar-víkingar ósnertanlegir?
Hvers vegna er íslenskt samfélag
komið í þrot en enginn gengur
að eignum þeirra og auðæfum?
Hvers vegna er Björgúlfur Guð-
mundsson enn sem komið er eini
íslenski stóreignamaðurinn sem
hefur orðið gjaldþrota þrátt fyrir
að flest hinna stærri íslenskra
fyrirtækja hafi komist í þrot á
undanförnum mánuðum?
Það er ljóst að almenningur er
fullur óþolinmæði og vill skel-
eggar aðgerðir. Almenningur
vill að útrásarvíkingarnir sæti
ábyrgð. En því miður býður það
rekstrarumhverfi sem hægri-
sinnuð íslensk stjórnvöld hafa
þróað fyrir fyrirtæki undanfarna
áratugi einmitt upp á gagnstæða.
Það kristallast í gömlu slagorði
sem íslenskir frjálshyggju-
menn boðuðu eins og hverja
aðra kennisetningu hér á árum
áður. Hér er átt við „kosti hluta-
félagaformsins“, möntru sem
Viðskiptaráð, Stjórnunarfélag
og Samtök atvinnulífsins, – hin
íslenska „þrenning sönn og ein“
– boðuðu sem allsherjarlausn til
skamms tíma. Því miður skorti
nokkrar víddir í þá umræðu, t.d.
þann flöt að það sem væri kostur
fyrir einn gæti verið gallar fyrir
annan eða jafnvel vandamál heils
samfélags.
Kostir hlutafélagaformsins
hafa jafnan tengst takmarkaðri
ábyrgð – ábyrgð eiganda sem
einungis er ábyrgur fyrir eigin
hlutafé og ábyrgð stjórnenda
sem ekki hafa önnur markmið
en að tryggja eigendum sem
mestan skyndigróða. Þess vegna
er hrun bankanna – sjálfra afl-
véla íslensks viðskiptalífs – ekki
á ábyrgð eigenda þeirra umfram
þann takmarkaða hlut sem þeir
áttu. Þeir voru búnir að hirða
arðinn og stjórnendurnir búnir
að hirða bónusana. Ábyrgðin
hvílir hins vegar einhvers staðar
annars staðar; hún er takmörkuð
þó að hrunið hafi verið takmarka-
laust.
Í umræðu um gjaldþrot
íslensku bankanna og hvað verð-
ur um ábyrgðir þeirra hefur
veruleikafirring verið áberandi,
einkum sú röksemdafærsla að
bankarnir hafi verið „einkabank-
ar“ og þess vegna eigi gjaldþrot
þeirra ekki að koma almenningi
á Íslandi við. Þannig er það hins
vegar ekki þar sem bankarnir
höfðu í raun aldrei leyfi til að
fara á hausinn – annars myndi
gangvirki íslensks viðskiptalífs
stöðvast. Og það blasir við að
fyrirtæki sem ekki mega fara á
hausinn eru ekki einkafyrirtæki
í raun og sann þar sem hið opin-
bera fær þau í kjöltuna við gjald-
þrot. „Einkavæðing“ bankanna
var því ekki raunverulegur við-
burður – hið eina sem var einka-
vætt var gróðinn og valdið til að
nýta sér þessi fyrirtæki. Ábyrgð-
in fylgdi aldrei með í kaupunum.
Útrásin var aldrei einkaverk-
efni nokkurra manna – hún var
frá upphafi klædd í þjóðernis-
legan búning. Hún var birtingar-
mynd þeirrar þjóðernishyggju
sem lítur ekki á þjóðina sem
lýðræðislegt samstarfsverkefni
heldur eigi þjóðernið að tilheyra
hetjum og afburðamönnum sem
fari með það í umboði okkar
hinna. Einkavæðing bankanna
snerist um að færa vald og
vegsemd í hendur hinna fáu
en ábyrgðin hvíldi hins vegar
áfram á hinu opinbera – öllum
þorra almennings. Það var sagan
sem aldrei mátti segja af einka-
væðingunni.
Núna þegar þessi spila-
borg er hrunin hefur önnur
þjóðernis orðræða náð yfir-
höndinni – hugmyndin um hið
saklausa Ísland þar sem enginn
bar ábyrgð nema þeir sem báru
takmarkaða ábyrgð, hluthafarnir
og stjórnendurnir. Í rauninni
er þó ábyrgðinni velt yfir á
aðra – útlendinga sem eiga að
bera tapið. Í orðræðu útrásar-
innar voru útlendingar minni
máttar, fólk sem ekki bjó yfir
hinum meðfæddu og innbyggðu
viðskipta hæfileikum íslenskra
ahafnamanna. Núna eru þeir
hins vegar orðnir að lambinu
sem á að bera syndir heimsins
– eða a.m.k. þær syndir sem við
erum of smá til að bera sjálf.
Kostir hlutfélagaformsins voru
meitlaðir í stein; þeir voru hluti
af þeirri umgjörð sem frjáls-
lynd og áhættusækin íslensk
stjórnvöld bjuggu viðskipta-
lífinu. Hornsteinn þeirra var hin
takmarkaða ábyrgð – ábyrgð-
in sem aldrei var lögð á útrásar-
víkingana og þeir munu því
aldrei þurfa að axla – hvað sem
okkur hinum kann að finnast
um það. Eina leiðin til að breyta
reglunum; til að gefa umheim-
inum til kynna að tíma glæfra-
mennsku í fjármálum sé lokið; til
þess að skapa Íslandi það traust
sem víkingarnir hafa sólundað
– leiðin til þess er að axla ábyrgð
og að skapa umhverfi þar sem
fólk axlar ábyrgð. Það þarf að
gefa skýr skilaboð um það að
samfélag þar sem ábyrgð fylgir
ekki völdum sé liðið undir lok og
að það komi ekki aftur. Það er
hin róttæka leið út úr núverandi
kreppu.
Hinir ósnertanlegu
UMRÆÐAN
Guðrún Guðlaugsdóttir skrif-
ar um Icesave-samningana
Æskilegt væri að þingmenn hættu að hugsa um sjálfa sig
og færu að hugsa fyrst og fremst
um íslensku þjóðina sem heild
og hagsmuni hennar. Ef Icesave -
samningarnir verða felldir þá
horfir verulega illa fyrir okkur.
Hvernig sem þessu máli er snúið er illskásti kostur-
inn að samþykkja þessa samninga og hætta ekki á
að þeir verði ógiltir með fyrirvörum.
Þeir sem hafa lofað að lána okkur yrðu fegnari en
illskeyttustu andstæðingar samninganna hér ef þeir
verða felldir. Þá þurfa þeir ekki að lána og allir hafa
nóg við sína peninga að gera á krepputímum. Afneit-
un eða múður þýðir ekki nú. Við höfum komið okkur
í þessi vandræði með samblandi af trúgirni, græðgi
og andvaraleysi og við þurfum að koma okkur úr
þessu. Það kostar fórnir. Og af hverju skyldu aðrar
þjóðir vorkenna okkur flónsháttinn? Fólk hér hefur
lítt látið slíka atburði í öðrum löndum raska ró sinni.
Íslenska þjóðin hefur oft hagað sér eins og
ofdekrað barn vegna þeirrar trúar að landið hafi
hernaðarlegt mikilvægi og því flest mögulegt. En
sú tíð er greinilega liðin. Við eigum ekkert skjól og
meira að segja Norðurlöndin myndu yfirgefa okkur
ef við fellum Icesave-samningana. Þetta er líka for-
dæmismál. Alþjóðasamfélagið getur ekki liðið að við
semjum ekki um skuldir sem ráðamenn okkar strax
sl. haust viðurkenndu ábyrgð á. Annað mál er hvað
verður síðar, þá mætti gera aðrar ráðstafanir. Það
er mikilvægt fyrir íslenska þjóð að halda reisn. Hik
og frestun í þessu máli skilar engu.
Sumir telja að neitun þings felli ríkisstjórnina.
Slík niðurstaða er ólíkleg. Verði umræddur samn-
ingur felldur skipar stjórnin einfaldlega nýja nefnd.
Hversu ágætir menn sem í henni sætu ættu þeir við
sömu aðila að etja – en þeir væru þá orðnir illvígari
en áður vegna þess að þeir telja sig þegar hafa
komið til móts við sjónarmið okkar. Útkoman yrði
því varla betri. En í millitíðinni færi fjöldi fólks úr
landi og við værum enn verr sett. Kæru þingmenn,
samþykkið þessa samninga svo við lendum ekki í
enn meiri vandræðum. Betri er einn fugl í hendi en
hundrað í skógi.
Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.
Samþykkjum samningana
GUÐRÚN
GUÐLAUGSDÓTTIR
Að axla ábyrgð
SVERRIR JAKOBSSON
Í DAG |
Háð og spott
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, fer
fögrum orðum um Ögmund Jónas-
son heilbrigðisráðherra á heimasíðu
sinni. Hann segir Ögmund mann
sannfæringar og geta tekið rökum og
kveðst vilja fá sem flesta Ögmunda
á þing. Formaðurinn rifjar upp þegar
Ögmundur lýsti yfir í góðærinu að
frekar vildi hann að bank-
arnir færu úr landi en
að við breyttum sam-
félagsgildum okkar. „Er
fólk búið að gleyma
því háði og spotti sem
Ögmundur mátti þola
fyrir vikið?“ spyr
Sigmundur.
Að jafna niður á við
Alls ekki. Háðið var einna mest úr
ranni Framsóknarflokksins. Á heima-
síðu flokksins var því til dæmis hald-
ið fram að ef hugmyndir Ögmundar
yrðu að veruleika gæti farið svo að
tvö eylönd byggju við „últra sósíal-
isma“, Ísland og Kúba. „En Ögmundi
finnst greinilega mikilvægt að jafna
niður á við þannig að allir hafi það
heldur verr en áður og ekki síst virðist
honum umhugað um að koma í
veg fyrir að ríkissjóður fái auknar
skatttekjur til að standa undir
öflugri samhjálp,“ var bætt við.
Þjóðin á þingi
Borgarahreyfingin er í
hálfgerðu lamasessi
þessa dagana eftir trúnaðarbrestinn
sem varð milli þriggja þingmanna
hreyfingarinnar og stjórnar hennar
eftir atkvæðagreiðsluna um ESB.
Í skýrslu stjórnarinnar sem kynnt
var á félagsfundi 6. ágúst síðastlið-
inn kemur meðal annars fram að
þinghópurinn hafi takmarkaðan vilja
til að starfa með stjórninni og álíti að
hún eigi ekki að skipta sér af störfum
þingmanna. Samvinna þinghópsins
við hreyfinguna hafi einkennst af
því að „skottið reyni að hrista
búkinn“. Borgarahreyfingin bauð
fram undir slagorðinu Þjóðin á
þing. Er þetta þjóðin?
bergsteinn@frettabladid.is
smyrja bílinn hjá Max1
Max1 verðdæmi á ódýrri smurþjónustu
Toyota Yaris 1,3 Olía, olíusía og vinna: 9.095 kr.
Nissan Almera 1,5 Olía, olíusía og vinna: 9.092 kr.
Mazda3 1,6 Olía, olíusía og vinna: 9.370 kr.
Ford Focus 1,6 Olía, olíusía og vinna: 9.688 kr.
Sparaðu, láttu
Smurþjónusta
Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is
Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a,
Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2.
Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5.
Skoðaðu www.max1.is
Innifalið 2 lítrar af Max1 rúðuvökva
Þ
essa daga og vikur er fátt sem við Íslendingar getum
yljað okkur við. Framtíðin er vægast sagt óljós, hvort
heldur sem litið er tíu ár fram í tímann, til komandi
vetrar eða bara næstu daga og vikna.
Gleðigangan um liðna helgi var því svolítið ljós í
myrkrinu. Hugsanlegt er auðvitað að ein ástæða þess hversu
myndarleg þátttakan í hátíðarhöldum dagsins var, sé einmitt sú
að fólk hafi haft þörf fyrir að lyfta sér upp úr þeim táradal sem
margir upplifa að íslenskt samfélag sé um þessar mundir.
Almenn þátttaka Íslendinga í gleðigöngunni er reyndar afar
sérstök miðað við þann sess sem sambærilegar göngur hafa í
öðrum löndum. Hér er gleðigangan ekki bara hátíð samkyn-
hneigðra. Hún er hátíð fjölskyldna þeirra og allra hinna sem vilja
sýna samkynhneigðum og réttindabaráttu þeirra samstöðu. Því
gera verður ráð fyrir að meginþorri þeirra sem koma í miðbæ
Reykjavíkur til að taka þar þátt í hátíðarhöldum sé með því að
lýsa yfir stuðningi við málstað samkynhneigðra.
Gleðigangan í Reykjavík er sannkölluð fjölskylduhátíð. Allar
kynslóðir taka þátt. Börnin eru með í gleðinni, ásamt foreldrum
og jafnvel ömmum og öfum. Vænta má að hátíðin stuðli að því að
þau hljóti meiri skilning á margbreytileikanum en ella.
Sú stemning sem ríkt hefur um gleðigönguna í Reykjavík er
einstök. Leiða má að því líkur að hún hafi haft veruleg áhrif á
viðhorf fólks. Í það minnsta þykir mörgum sem fordómar í garð
samkynhneigðra fari stöðugt minnkandi og ekki er annað hægt
en að finna fyrir nokkru stolti þegar erlent samkynhneigt fólk
segir okkur að hér á Íslandi upplifi það allt annað viðmót en í
heimalandi sínu, opinn hug í stað fordóma.
Það var einmitt þess vegna sem Íslendingar þurftu erlenda
fjölmiðla til þess að segja sér að það væri merkilegt að forsætis-
ráðherra þjóðarinnar væri samkynhneigður. Obbi Íslendinga
leiddi hreinlega ekki hugann að þessu heldur fyrst og fremst því
sem Jóhanna Sigurðardóttir stendur fyrir pólitískt.
Eitt þeirra verkefna sem ríkisstjórnin setti sér þegar hún tók
til starfa í vor er að breyta lögum á þann veg að ein hjúskaparlög
gildi fyrir alla. Með setningu laganna um staðfesta samvist 1996
var brotið blað. Nú er tími kominn til að leika næsta leik og fella
undir ein hjúskaparlög allt sem að lífssamböndum fólks lýtur,
óháð því hvort þau eru skipuð tveimur einstaklingum hvorum af
sínu kyni eða af sama kyni.
Það liggur fyrir að verkefni ríkisstjórnarinnar eru ærin. Flest
eru erfið og lítt fallin til vinsælda. Sameining laga um hjúskap
gagnkynhneigðra og laga um staðfesta samvist samkynhneigðra
í ein lög er verkefni sem líklegt er að breið samstaða skapist um
bæði í þinginu og meðal þjóðarinnar og yrði þannig jákvæður
innblástur í samfélagið.
Mestu máli skiptir þó að með þessari lagabreytingu yrði brotið
blað í mannréttindum samkynhneigðra og Íslendingar skipuðu
sér með því í forystusveit þjóða á þessu sviði.
Íslendingar eiga að vera í forystu um málefni
samkynhneigðra:
Ein lög gildi um
allan hjúskap
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR