Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.08.2009, Blaðsíða 8
8 11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvað heitir knapinn sem rekinn var úr hestalandsliðinu á dögunum? 2. Hvað heitir erlenda konan í peningastefnunefnd? 3. Hversu mörg skipulögð atriði voru á Gay Pride? SJÁ SVÖR Á BLS. 26 VEISTU SVARIÐ? Hagnýtt og hnitmiðað nám, bæði fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur og þá sem vilja stofna til eigin reksturs með því að finna hugmyndum sínum eða hugmyndum annara frjóan farveg. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Helstu námsgreinar: » Frumkvöðlar og framtíðarsýn (6) » Stofnun fyrirtækja (6) » Hagnýt markaðsfræði (42) » Excel við áætlanagerð (24) » Fjármálastjórnun og framlegð (30) » Hagnýtur bókhaldsskilningur (12) » Gerð viðskiptaáætlunnar (48) Námið miðar að því að kenna gerð viðskiptaáætlanna, hvernig hægt er að greina á milli arðbærra og óarðbærra hugmynda, hvenær borgar sig að fara af stað og hvenær borgar sig að sitja heima. FRUMKVÖÐLA OG REKSTRARNÁM 168 stundir - Verð: 198.000.- Kvöldnámskeið 15. sept. - 17. des. Síðdegisnámskeið 14. sept. - 16. des. Atvinnulausir fá 25% afslátt frá auglýstu staðgreisluverði ALÞINGI Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að reynt verði til þrautar í dag og á morgun að ná samkomulagi um fyrirvara við samþykki Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins. Hann segist óttast að Ísland einangrist verði málinu ekki lokið fljótlega. „Við erum sum mjög hrædd um það að við séum að lenda hér í sömu stöðu og í fyrra, að menn loki á okkur meðan óvissan er,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar. Hann segir að endurnýja þurfi lán og lánalínur á næstu vikum og mánuðum, og óvíst sé að það gangi nema óvissu um Icesave verði eytt. Það verður að skýrast á næstu tveimur sólarhringum hvort sam- komulag næst um að fara þá leið að setja fyrirvara við ríkisábyrgð- ina, segir Guðbjartur. Stjórnar- andstaðan verði að ákveða hvort hún hyggist styðja þá leið eða ekki. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær hafa fulltrúar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd talað fyrir því að skipuð verði ný samninganefnd og samningaviðræður við Hollend- inga og Breta teknar upp að nýju. „Þá er bara verið að hafna samn- ingnum, ég styð það ekki,“ segir Guðbjartur. Hann segir engan sem tali fyrir því að semja upp á nýtt hafa útskýrt hvað það er sem eigi að ná fram með því sem ekki megi ná fram með fyrirvörum. Hann segir að þrátt fyrir þetta verði reynt til þrautar að ná sátt milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ósamstaða um fyrirvara myndi veikja stöðuna gagnvart Bretlandi og Hollandi. „Við höfum ekki lokað á þann möguleika að gera einhverja fyrir- vara,“ segir Kristján Þór Júlíus- son, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd. „Við höfum hins vegar talið eðlilegra að áður en við göngum lengra með málið þá taki ríkis- stjórn Íslands upp viðræður við Breta og Hollendinga um mögu- legar leiðir,“ segir Kristján. Sífellt fleiri hafa efasemdir um þá leið að setja fyrirvara við ríkis- ábyrgðina, segir Höskuldur Þór- hallsson, fulltrúi Framsóknar- flokks í fjárlaganefnd. „Kannski væri hreinlegast að stíga fram og segja við Breta og Hollendinga að það þurfi að semja upp á nýtt, og þá með nýrri samn- inganefnd,“ segir Höskuldur. Hann segir þá hugmynd hafa verið rædda á fundi fjárlaganefndar í gær. Líklega verði fyrirvaraleiðin þó reynd til þrautar. Með því að setja fyrirvara við ríkisábyrgð væri Alþingi ekki að ónýta Icesave-samninginn, segir Árni Þór Sigurðsson, full- trúi Vinstri grænna í fjárlaga- nefnd. Það sé hagur beggja aðila að Ísland geti staðið við sínar skuldbindingar, og að því snúi fyrirvararnir meðal annars. Árni hafnar því að samið verði að nýju, og segir mikilvægt að ná samstöðu um fyrirvara við ríkisábyrgðina. brjann@frettabladid.is Óttast að Ísland ein- angrist á nýjan leik Það mun skýrast á næstu sólarhringum hvort samstaða næst um fyrirvara vegna Icesave segir formaður fjárlaganefndar. Óvissa gæti valdið því að lokað verði á landið. Hreinlegast að semja upp á nýtt segir þingmaður Framsóknar. FYRIRVARAR Svein Harald Øygard seðlabankastjóri (fyrir miðju) og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri (til vinstri) komu á fund fjárlaganefndar í gær. Seðlabank- inn mun veita sérfræðiaðstoð til að meta efnahagslega fyrirvara sem þingmenn hafa rætt undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HREYFING Þrettán félagar úr CrossFit Iceland munu hlaupa 100 kílómetra á fimmtudaginn til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Leggja þeir af stað frá Skipa- skaga klukkan fimm um morguninn, hlaupa meðfram Akrafjalli, hringinn í Hvalfirði og enda í Reykjavík. Ekki er um boðhlaup að ræða heldur hlaupa þau samtals 1.300 kílómetra. En eruð þið í formi til þess að hlaupa 100 kílómetra? „Já, við teljum okkur vera það. Það er auðvitað ekki hægt að vita fyrr en við erum búin að hlaupa,“ segir Ari Bragi Kárason, einn ofurhuganna, kátur. Þeir hafa þegar safnað áheitum frá Herbalife, World Class og EAS, að sögn Ara, en treysta annars á frjáls framlög. Endastöð hlaupsins verður World Class í Laugum Laugardal og er stefnt að því að hlaupinu ljúki um klukkan 19.30. Áhugasamir geta komið og tekið þátt í að hlaupa síðustu 15 kílómetrana frá Korputorgi klukkan 17 og styðja við bakið á ofurhugunum. Farið verður inn í Laugardalinn þar sem móttökulið bíður þeirra og slegið verður upp grillveislu. Þeir sem styrkja vilja ofurhugana í ferð þeirra er bent á að hægt er að leggja inn á reikning Mæðra- styrksnefndar. Reikningsnúmerið er 0101-26-35021 og kennitalan er 470269-1119. - vsp Þrettán úr CrossFit Iceland hlaupa 100 kílómetra til styrktar Mæðrastyrksnefnd: Telja sig vera í nægilega góðu formi CROSSFIT-KAPPAR Félagarnir Geir, Ari og Evert eru þrír af þeim þrettán sem ætla að hlaupa 100 kílómetra á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VIÐSKIPTI Sex sparisjóðir sem sóttu um eiginfjár- framlag á grundvelli neyðarlaganna í vor hafa enn ekki fengið slíkt framlag. Fjármálaráðuneytið bíður enn eftir aðgerðum sumra þeirra áður en unnt er að afgreiða beiðnirnar. Óskað var eftir umsögnum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans um umsóknirnar, og hefur þeim verið skilað. „Staða sparisjóðanna er mjög misjöfn og þeir eru að fara yfir sín mál og ýmis skref sem þarf að stíga samfara fjárframlaginu,“ segir Hjördís Dröfn Vil- hjálmsdóttir í fjármálaráðuneytinu. Skilyrði hafi verið sett fyrir framlaginu, án þess að hún vilji greina nánar frá í hverju þau felist, og sumir spari- sjóðanna vinni enn að því að uppfylla þau. Aðrir hafi lokið sinni endurskipulagningu og bíði þess að fjármálaráðuneytið taki ákvörðun. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en allir sjóð- irnir hafa klárað sín mál, að sögn Hjördísar, til að tryggja það að allir fái sambærilega meðferð. Meðal þess sem er í umræðunni er að sameina einhverja sjóði, að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Sjóðirnir sex sem sóttu um voru Byr og Spari- sjóðir Norðfjarðar, Keflavíkur, Vestmannaeyja, Svarfdæla og Bolungarvíkur. - sh Fjármálaráðuneytið hefur enn ekki veitt sparisjóðum eiginfjárframlag úr ríkisjóði: Aðgerða sparisjóðanna beðið BYR Framlögin geta að hámarki verið fimmtungur af eigin fé sjóðsins. Áætlað er að fjórtán milljörðum verði veitt til þessa í ár. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA SAMGÖNGUR Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Birm- ingham á Englandi næsta sumar. Verður áfangastaðurinn sá átjándi hjá Iceland Express. En af hverju Birmingham? „Við höfum verið að skoða það svæði og þetta er mjög stórt markaðs- svæði,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Segir hann Ísland þekktan áfangastað í Bretlandi og þar fari um 25 flug á viku. Birmingham er næststærsta borg Bretlands og er fyrir norðan London. Um tvær og hálf milljón manna býr í henni og næsta nágrenni. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir vikulegu flugi. - vsp Express flýgur til Birmingham: Eitt flug í viku til Birmingham Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.