Fréttablaðið - 11.08.2009, Qupperneq 4
4 11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
UTANRÍKISMÁL Tvær rússnes-
kar sprengjuflugvélar, af gerð-
inni TU-95, svokallaðir Birnir,
flugu inn í íslenska loftrýmis-
eftirlitssvæðið á miðvikudag.
Varnarmálastofnun Íslands ber
ábyrgð á svæðinu í samstarfi við
Atlants hafsbandalagið.
Birnirnir komu inn á loftrým-
is eftirlitssvæðið norð austur af
landinu, að því er segir á vef
Varnarmálastofnunar. Þeir
flugu í suður, milli Íslands og
Færeyja, og komu næst landi í
um 50 sjómílur frá Austurlandi.
Vélarnar flugu út úr sjónsviði
ratsjárkerfanna hér á landi, um
það bil 250 sjómílur suðaustur
af landinu.
Varnarmálastofnun fylgdist
áfram með vélunum í kerfum
Atlantshafsbandalagsins. - kh
Varnarmálastofnun:
Tveir Birnir í ís-
lensku loftrými
TAÍVAN, AP Allt að sex hundruð
manns grófust undir aurskriðu á
Taívan í gær. Fellibylurinn Mora-
kot reið yfir landið um helgina og
féllu rúmlega 2.500 millimetrar af
rigningu yfir helgina. Tólf dauðs-
föll hafa verið staðfest þar, en ótt-
ast er að sú tala muni hækka tals-
vert.
Um hundrað manns sluppu úr
skriðunni, sem fór yfir stóran
hluta bæjarins Shiao Lin í suður-
hluta Taívans. Íbúar bæjarins eru
innilokaðir þar eftir að flóð eyði-
lagði stóra brú við bæinn. Her-
þyrlur hafa bjargað fólki burt og
komið vistum til þeirra sem eru
þar fastir.
Að minnsta kosti sex manns eru
látnir í Kína vegna fellibylsins og
22 á Filippseyjum. Auk þess neydd-
ist tæp milljón manna til að yfir-
gefa heimili sín í Kína. Vindhraði
fellibylsins hefur nú farið úr 119
kílómetrum á klukkustund niður
í 83 kílómetra. Búist er við því að
enn meira dragi úr honum í dag.
Annar fellibylur kom á land á
vesturströnd Japans í gær. Tólf
manns hafa látið lífið þar vegna
flóða og aurskriðna, og tíu til við-
bótar er saknað. 50 þúsund manns
hefur einnig verið gert að yfirgefa
heimili sín. Búist er við því að felli-
bylurinn, sem nefnist Etau, fari
yfir miðhluta Japans í dag. - þeb
Tveir fellibyljir ganga nú yfir Asíu og valda stórtjóni:
Hundraða saknað
TAÍVAN Hermenn björguðu fólki sem var innilokað í bæjum í suðurhluta Taívans í
gær. Herþyrlur voru notaðar til að ná til fólksins, auk þess sem þær komu vistum til
þeirra sem enn eru fastir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
28°
33°
24°
21°
21°
25°
22°
21°
21°
24°
23°
31°
32°
34°
21°
23°
23°
20°
Á MORGUN
Hæg breytileg átt
um allt land.
FIMMTUDAGUR
Áfram hægviðri
um allt land.
15
13
14
15
14
13
14
12
13
14
11
5
5
3
3
2
5
3
8
3
4
5
13
11 12
13
16 14
13 12
11
12
RÓLEGHEIT Þessa
vikuna eru horfur á
mildu og tíðinda-
litlu veðri. Vindur
verður frekar
hægur alla vikuna.
Norðan- og austan-
lands verður
heldur vætusamt
en sunnan- og
vestantil verður að
mestu úrkomulítið
og yfi rleitt nokkuð
bjart.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
MEXÍKÓ, AP Tveggja daga fundi
leiðtoga Bandaríkjanna, Kanada
og Mexíkó í borginni Guadalajara
í Mexíkó lauk í gær.
Á fundi sínum ræddu þeir Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseti,
Felipe Calderon Mexíkóforseti
og Stephen Harper, forsætisráð-
herra Kanada, aðallega um sam-
stillt viðbrögð við svínaflensu og
milliríkjaverslun. Stór mál á borð
við málefni mexíkóskra innflytj-
enda í Bandaríkjunum og áherslu
bandarískra stjórnvalda á inn-
lenda framleiðslu sátu hins vegar
á hakanum í þetta sinn. - bs
Forsetar Norður-Ameríku:
Hittust í Mexíkó
LEIÐTOGARNIR Stephen Harper, for-
sætisráðherra Kanada, Felipe Calderon,
forseti Mexíkó, og Barack Obama, forseti
Bandaríkjanna, komu saman í Guadala-
jara í Mexíkó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LANDBÚNAÐARMÁL Fjöldi garð-
yrkjubænda horfir fram á alvar-
lega rekstrarerfiðleika vegna
hækkunar á raforkuverði. Gjald-
þrot vofir yfir stórum fyrirtækj-
um ef ákvörðun stjórnvalda um
skerðingu á niðurgreiðslum verð-
ur látin standa óbreytt. Skerð-
ingin skilar ríkissjóði litlum
ávinningi en veldur gríðarlegu
tjóni, segir Bjarni Jónsson,fram-
kvæmdastjóri Sambands garð-
yrkjubænda.
Bjarni segir að raforkukostn-
aður fjölda garðyrkjubænda
hafi hækkað um 25 prósent með
ákvörðun stjórnvalda í ársbyrj-
un um að skerða niðurgreiðslur
á dreifingarkostnaði rafmagns.
„Ég vona, framleiðslunnar vegna,
að það verði tekið á þessu máli
og þessari ákvörðun snúið við.“
Bjarni minnir á að nýleg hækkun
á gjaldskrá Landsvirkjunar þýði
að raforkuverð bænda í dreif-
býli hafi hækkað um allt að 35
prósent. „Mesta hækkun sem ég
hef séð hjá einum bónda er 600
þúsund krónur á mánuði. Þetta
er rekstur sem hefur skilað lítils
háttar hagnaði og það þarf ekki
marga mánuði með svona auka-
reikningum til að knésetja fyrir-
tæki. Gleymum því heldur ekki
að á undanförnum átján mánuð-
um hafa öll aðföng hækkað gríð-
arlega.“
Atli Gíslason, formaður land-
búnaðar- og sjávarútvegsnefnd-
ar Alþingis, telur að unnið sé að
lausn málsins innan landbúnað-
arráðuneytisins, án þess að hún
sé í sjónmáli. „Þetta virðist mjög
þungt í vöfum. Við erum að selja
orku til álbræðslna undir kostn-
aðarverði, liggur mér við að
segja, og það bitnar á garðyrkju-
bændum og öllum almenningi í
landinu. Við erum að borga niður
verðið til álfyrirtækjanna og þar
liggur stóri vandinn í orkumál-
um.“
Samband garðyrkjubænda
skrifaði undir samkomulag við
stjórnvöld í júlí um breytingar
á gildandi samningi um starfs-
skilyrði garðyrkjubænda. Þar
kveður á um að starfshópur muni
skoða hækkun raforkuverðs.
Bjarni hvetur til þess að starf
hópsins hefjist sem fyrst svo taka
megi á þeim vanda sem fyrir-
sjáanlegur er hjá fjölda bænda.
Fjöldi fyrirtækja verður harka-
lega fyrir barðinu á hækkun
orkuverðs og þeirra á meðal eru
stærstu fyrirtækin í geiranum.
Margir geta ekki mætt svona
áföllum. Gleymum heldur ekki
hvað þetta þýðir fyrir sveitar-
félög, til dæmis á Suðurlandi, ef
ekkert verður gert. Þar eru þessi
fyrirtæki burðarásinn og skila
stórum hluta skatttekna þeirra,“
segir Bjarni.
svavar@frettabladid.is
Raforkuverð sligar
bændur að óbreyttu
Hækkun raforkuverðs til garðyrkjufyrirtækja er allt að 35 prósent á fáum
mánuðum. Formaður landbúnaðarnefndar segir orkusamninga við álfyrirtæki
bitna á samfélaginu. Dæmi um 600 þúsund króna hækkun á einum mánuði.
Í GRÓÐURHÚSINU Mörg glæsileg garðyrkjufyrirtæki starfa hér á landi en sum þeirra
eiga erfitt með að axla gríðarlegar hækkanir á orkuverði. Myndin tengist ekki efni
fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞÝSKALAND, AP Réttarhöld standa
nú yfir fjórum meintum með-
limum í þýskri hryðjuverkasellu
fyrir að ætla að ráðast á bandarísk
skotmörk í Þýskalandi. Leiðtogi
sellunnar viðurkenndi fyrir rétti
í gær að markmiðið hafi verið að
valda Bandaríkjamönnum í Þýska-
landi sem mestu skaða.
Upphaflega stóð til að þeir
myndu vinna hermdarverk sín í
Pakistan en þeir töldu sig þó geta
unnið meiri skaða á bandarískum
skotmörkum í Evrópu.
Formlegar játningar liggja ekki
fyrir en að sögn lögmanna fjór-
menninganna ætla þeir að játa á
sig sök í von um mildari dóm. - bs
Réttarhöld í Þýskalandi:
Hryðjuverka-
menn játa sök
SJÁVARÚTVEGSMÁL Aldrei hefur
verið landað jafnmikið af norsk-
íslenskri síld í júlí eins og í ár
eða tæpum 63 þúsund tonnum.
Íslensku skipin á veiðum á deili-
stofnum héldu sig eingöngu
innan íslensku lögsögunnar í
nýliðnum júlímánuði, sem hefur
aldrei gerst áður.
Landað var tæplega 59 þúsund
tonnum af makríl í júlí, sem er
nokkru minna en á sama tíma
í fyrra, en afturköllun leyfa til
beinna veiða á makríl snemma í
mánuðinum hefur þar áhrif.
Líflegra er yfir úthafskarfa-
veiðunum í ár en í fyrra. Í júli
var landað rúmlega 7.000 tonn-
um samanborið við engan afla á
sama tíma í fyrra og er úthafs-
karfakvótinn nánast fullnýttur.
- shá
Góð veiði úr deilistofnum:
Júlímánuður
sérlega gjöfull
GENGIÐ 10.08.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
232,8744
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,1 126,7
209,85 210,87
179,01 180,01
24,042 24,182
20,583 20,705
17,566 17,668
1,2964 1,304
195,82 196,98
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR